Einmanaleiki og óhamingja eykst meðal ungs fólks Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. mars 2023 19:18 Dóra Guðrún segir óhamingju hafa aukist meðal ungmenna. Vísir/Sigurjón Einmanaleiki hefur aukist eftir Covid og íslensk ungmenni eru óhamingjusamari en þau voru eftir hrun samkvæmt nýjum tölum frá Landlækni. Sérfræðingur í hamingju segir skort á gæðastundum og umhyggju frá foreldrum spila þar stórt hlutverk. Alþjóðlegi hamingjudagurinn er í dag og í tilefni þess voru niðurstöður alþjóðlegrar hamingjurannsóknar fyrir þriggja ára tímabil kynntar í Hátíðarsal Háskóla Íslands í dag. Samkvæmt þeim eru Íslendingar þriðja hamingjusamasta þjóð heims enda ýmsar góðar forsendur fyrir því. „Það er góður efnahagur hérna, við höfum frelsi til að taka ákvarðanir um okkar eigið líf, það er mikið traust hérna, við erum í góðum félagslegum tengslum og það er lítil spilling,“ segir Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri lýðheilsusviðs hjá Embætti landlæknis. Á sama tíma kynnti Embætti landlæknis niðurstöður úr nýrri rannsókn, sem byggir á enn nýrri gögnum en sú alþjóðlega, um hamingju Íslendinga en þar sést að hamingja hefur minnkað. „Minnkun í hamingju er aðallega meðal unga fólksins,“ segir Dóra Ungmenni vanti meiri hlýju frá foreldrum Samkvæmt skýrslunni sögðust 47 prósent karla á aldrinum 18-24 ára hamingjusamir árið 2019 en í fyrra sögðust 39 prósent þeirra hamingjusamir. Meðal kvenna í sama aldurshópi sögðust 48 prósent hamingjusamar árið 2019 en 40 prósent árið 2022. Nokkuð lægra meðal beggja kynja en í öðrum aldurshópum. Átján prósentkarla 18-24 ára og 24 prósent kvenna á sama aldri sögðust í fyrra finna fyrir einmanaleika, sem er talsvert hærra hlutfall en í öðrum aldurshópum. „Við vitum að sá þáttur sem hefur lang mest áhrif á hamingju eru góð félagsleg tengsl þannig að þegar við skoðum einmanaleika sjáum við að það er mikil aukning í einmanaleika meðal ungs fólks á Íslandi.“ Í kjölfar fjármálahrunsins hafi hamingja ungmenna aukist, sem landlæknisembættið skýrir með því að þau hafi fengið meiri hlýju og umhyggju frá foreldrum. Embættið hafi talið að eftir faraldurinn yrði svipað upp á teningnum en svo er ekki. „Unga fólkið okkar er einangraðra og á erfiðara með að mynda tengsl, á erfiðara með að fá hlýju og umhyggju frá foreldrum sínum og við þurfum virkilega að skoða hvað það er og hvað við getum gert til að bæta það.“ Geðheilbrigði Heilbrigðismál Tengdar fréttir Íslendingar áfram þriðja hamingjusamasta þjóð í heimi Finnar eru hamingjusamasta þjóð í heimi samkvæmt World Happiness Report. Danir skipa annað sæti listans og Íslendingar það þriðja. Þetta er sjötta árið í röð þar sem Finnar mælast hamingjusamasta þjóð í heimi, en efstu þrjú sætin haldast óbreytt á milli ára. 20. mars 2023 07:47 20. mars er alþjóðlegi hamingjudagurinn Yfirlýsing Sameinuðu þjóðanna, minnir okkur á að við eigum öll rétt á að njóta hamingju. Við getum ekki lifað hamingjuríku lífi þar sem ríkir ófriður, lítilsvirðing og vantraust. Í slíku umhverfi er líka oft stutt í langvarandi kvíða og veikindi. 20. mars 2023 07:30 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent „Hann er að leika sér að eldinum!“ Erlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Fleiri fréttir Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ Sjá meira
Alþjóðlegi hamingjudagurinn er í dag og í tilefni þess voru niðurstöður alþjóðlegrar hamingjurannsóknar fyrir þriggja ára tímabil kynntar í Hátíðarsal Háskóla Íslands í dag. Samkvæmt þeim eru Íslendingar þriðja hamingjusamasta þjóð heims enda ýmsar góðar forsendur fyrir því. „Það er góður efnahagur hérna, við höfum frelsi til að taka ákvarðanir um okkar eigið líf, það er mikið traust hérna, við erum í góðum félagslegum tengslum og það er lítil spilling,“ segir Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri lýðheilsusviðs hjá Embætti landlæknis. Á sama tíma kynnti Embætti landlæknis niðurstöður úr nýrri rannsókn, sem byggir á enn nýrri gögnum en sú alþjóðlega, um hamingju Íslendinga en þar sést að hamingja hefur minnkað. „Minnkun í hamingju er aðallega meðal unga fólksins,“ segir Dóra Ungmenni vanti meiri hlýju frá foreldrum Samkvæmt skýrslunni sögðust 47 prósent karla á aldrinum 18-24 ára hamingjusamir árið 2019 en í fyrra sögðust 39 prósent þeirra hamingjusamir. Meðal kvenna í sama aldurshópi sögðust 48 prósent hamingjusamar árið 2019 en 40 prósent árið 2022. Nokkuð lægra meðal beggja kynja en í öðrum aldurshópum. Átján prósentkarla 18-24 ára og 24 prósent kvenna á sama aldri sögðust í fyrra finna fyrir einmanaleika, sem er talsvert hærra hlutfall en í öðrum aldurshópum. „Við vitum að sá þáttur sem hefur lang mest áhrif á hamingju eru góð félagsleg tengsl þannig að þegar við skoðum einmanaleika sjáum við að það er mikil aukning í einmanaleika meðal ungs fólks á Íslandi.“ Í kjölfar fjármálahrunsins hafi hamingja ungmenna aukist, sem landlæknisembættið skýrir með því að þau hafi fengið meiri hlýju og umhyggju frá foreldrum. Embættið hafi talið að eftir faraldurinn yrði svipað upp á teningnum en svo er ekki. „Unga fólkið okkar er einangraðra og á erfiðara með að mynda tengsl, á erfiðara með að fá hlýju og umhyggju frá foreldrum sínum og við þurfum virkilega að skoða hvað það er og hvað við getum gert til að bæta það.“
Geðheilbrigði Heilbrigðismál Tengdar fréttir Íslendingar áfram þriðja hamingjusamasta þjóð í heimi Finnar eru hamingjusamasta þjóð í heimi samkvæmt World Happiness Report. Danir skipa annað sæti listans og Íslendingar það þriðja. Þetta er sjötta árið í röð þar sem Finnar mælast hamingjusamasta þjóð í heimi, en efstu þrjú sætin haldast óbreytt á milli ára. 20. mars 2023 07:47 20. mars er alþjóðlegi hamingjudagurinn Yfirlýsing Sameinuðu þjóðanna, minnir okkur á að við eigum öll rétt á að njóta hamingju. Við getum ekki lifað hamingjuríku lífi þar sem ríkir ófriður, lítilsvirðing og vantraust. Í slíku umhverfi er líka oft stutt í langvarandi kvíða og veikindi. 20. mars 2023 07:30 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent „Hann er að leika sér að eldinum!“ Erlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Fleiri fréttir Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ Sjá meira
Íslendingar áfram þriðja hamingjusamasta þjóð í heimi Finnar eru hamingjusamasta þjóð í heimi samkvæmt World Happiness Report. Danir skipa annað sæti listans og Íslendingar það þriðja. Þetta er sjötta árið í röð þar sem Finnar mælast hamingjusamasta þjóð í heimi, en efstu þrjú sætin haldast óbreytt á milli ára. 20. mars 2023 07:47
20. mars er alþjóðlegi hamingjudagurinn Yfirlýsing Sameinuðu þjóðanna, minnir okkur á að við eigum öll rétt á að njóta hamingju. Við getum ekki lifað hamingjuríku lífi þar sem ríkir ófriður, lítilsvirðing og vantraust. Í slíku umhverfi er líka oft stutt í langvarandi kvíða og veikindi. 20. mars 2023 07:30