Pútín fór óvænt til Maríupól í nótt Samúel Karl Ólason skrifar 19. mars 2023 08:05 Vladimír Pútín á Krímskaga í gær. EPA/Forsetaembætti Rússlands Vladimír Pútín, forseti Rússlands, fór í óvænta heimsókn til Maríupól í Úkraínu í nótt. Þetta er í fyrsta sinn sem Pútín heimsækir nýlega hernumin svæði í Úkraínu, en hann ferðaðist til Krímskaga í gær. Ríkismiðlar Rússlands hafa sýnt myndbönd af heimsókn Pútíns og segir fréttaveitan RIA, sem er í eigu rússneska ríkisins, að hann hafi farið til Maríupól með þyrlu í nótt. Þar heimsótti hann tónleikahús og ræddi við embættismenn og íbúa um það hvernig verið er að endurreisa borgina í kjölfar þess að hersveitir Rússa jöfnuðu hana við jörðu. RIA segir einnig að Pútín hafi hitt íbúa Maríupól út á götu í nótt og að þau hafi boðið honum að heimsækja þau, sem hann hafi gert. And here Putin visits some locals who tell him they were praying for him and say Russia built them a little piece of heaven to replace their destroyed apartments. pic.twitter.com/pXtUhalSKx— max seddon (@maxseddon) March 19, 2023 Blaðamaður Wall Street Journal deildi einnig myndbandi af Pútín hitta fólkið og segir litlar líkur á því að um raunverulega íbúa borgarinnar sé að ræða. Um ár er síðan Rússar gerðu loftárás á leikhús í Maríupól þar sem talið er að minnst þrjú hundruð óbreyttir borgarar hafi leitað sér skjóls frá sprengjuregninu. Frá því Rússar hertóku Maríupól hefur nöfnum á götum verið breytt og hafa þær fengið sömu nöfn og þær höfðu á tímum Sovétríkjanna. Þar að auki hefur minnisvarði um Holodomor, manngerða hungursneyð frá 1932 til 1933, verið rifinn niður. Milljónir Úkraínumanna dóu úr hungri vegna ástandsins sem leiðtogum Sovétríkjanna er kennt um. Sjá einnig: Pútin heldur upp á ólöglega innlimun Krímskaga Hersveitir Rússa náðu snemma að Maríupól í innrás þeirra í Úkraínu en hún er um fjörutíu kílómetra frá landamærum Rússlands og er mikilvæg hafnarborg við Asóvhaf. Við það hófst 86 daga umsátur þar sem gerðar voru linnulausar stórskotaliðs- og loftárásir á borgina. Borgin var svo gott sem lögð í rúst en óljóst er hvort raunverulegt mannfall meðal óbreyttra borgara muni nokkurn tímann líta dagsins ljós. Eftir vettvangsferðina til Maríupól mun Pútín hafa farið til Rostov-on-Don og heimsótt þar stjórnstöð fyrir innrás Rússa í Úkraínu. Dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins gáfu á föstudaginn út handtökuskipun á hendur Pútín en hann er sakaður um að bera ábyrgð á því að fjölmörgum börnum hafi rænt í Úkraínu og þau flutt til Rússlands. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Tengdar fréttir Biden segir augljóst að Pútín sé sekur um stríðsglæpi Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, fagnar því að dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) hafi í gær gefið út handtökuskipun á hendur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. Pútín er sakaður um að bera ábyrgð á því að fjöldi barna hafi verið flutt frá Úkraínu til Rússlands en Biden sagði augljóst að svo væri. 18. mars 2023 09:57 Xi heimsækir Pútín eftir helgi Xi Jinping Kínaforseti mun halda í opinbera heimsókn til Rússlands í næstu viku þar sem hann mun meðal annars eiga fundi með Vladimír Pútín Rússlandsforseta. 17. mars 2023 07:45 Sagðir ætla að höfða mál gegn Rússum fyrir stríðsglæpi Saksóknarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) ætla að höfða tvö mál gegn Rússum vegna ódæða þeirra í Úkraínu. Saksóknarar vilja leggja fram nokkrar handtökuskipanir vegna stríðsglæpa en rannsakendur dómstólsins hafa um mánaða skeið verið að störfum í Úkraínu. 13. mars 2023 15:23 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Af hverju vilja Úkraínumenn halda Bakhmut? Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að framtíð Úkraínumanna muni ráðast á víglínunum í austurhluta landsins. Hann segir stöðuna þar vera mjög erfiða en það þurfi að gera út af við hernaðarmátt Rússa og það muni Úkraínumenn gera. 14. mars 2023 14:01 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Fleiri fréttir Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Sjá meira
Ríkismiðlar Rússlands hafa sýnt myndbönd af heimsókn Pútíns og segir fréttaveitan RIA, sem er í eigu rússneska ríkisins, að hann hafi farið til Maríupól með þyrlu í nótt. Þar heimsótti hann tónleikahús og ræddi við embættismenn og íbúa um það hvernig verið er að endurreisa borgina í kjölfar þess að hersveitir Rússa jöfnuðu hana við jörðu. RIA segir einnig að Pútín hafi hitt íbúa Maríupól út á götu í nótt og að þau hafi boðið honum að heimsækja þau, sem hann hafi gert. And here Putin visits some locals who tell him they were praying for him and say Russia built them a little piece of heaven to replace their destroyed apartments. pic.twitter.com/pXtUhalSKx— max seddon (@maxseddon) March 19, 2023 Blaðamaður Wall Street Journal deildi einnig myndbandi af Pútín hitta fólkið og segir litlar líkur á því að um raunverulega íbúa borgarinnar sé að ræða. Um ár er síðan Rússar gerðu loftárás á leikhús í Maríupól þar sem talið er að minnst þrjú hundruð óbreyttir borgarar hafi leitað sér skjóls frá sprengjuregninu. Frá því Rússar hertóku Maríupól hefur nöfnum á götum verið breytt og hafa þær fengið sömu nöfn og þær höfðu á tímum Sovétríkjanna. Þar að auki hefur minnisvarði um Holodomor, manngerða hungursneyð frá 1932 til 1933, verið rifinn niður. Milljónir Úkraínumanna dóu úr hungri vegna ástandsins sem leiðtogum Sovétríkjanna er kennt um. Sjá einnig: Pútin heldur upp á ólöglega innlimun Krímskaga Hersveitir Rússa náðu snemma að Maríupól í innrás þeirra í Úkraínu en hún er um fjörutíu kílómetra frá landamærum Rússlands og er mikilvæg hafnarborg við Asóvhaf. Við það hófst 86 daga umsátur þar sem gerðar voru linnulausar stórskotaliðs- og loftárásir á borgina. Borgin var svo gott sem lögð í rúst en óljóst er hvort raunverulegt mannfall meðal óbreyttra borgara muni nokkurn tímann líta dagsins ljós. Eftir vettvangsferðina til Maríupól mun Pútín hafa farið til Rostov-on-Don og heimsótt þar stjórnstöð fyrir innrás Rússa í Úkraínu. Dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins gáfu á föstudaginn út handtökuskipun á hendur Pútín en hann er sakaður um að bera ábyrgð á því að fjölmörgum börnum hafi rænt í Úkraínu og þau flutt til Rússlands.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Tengdar fréttir Biden segir augljóst að Pútín sé sekur um stríðsglæpi Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, fagnar því að dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) hafi í gær gefið út handtökuskipun á hendur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. Pútín er sakaður um að bera ábyrgð á því að fjöldi barna hafi verið flutt frá Úkraínu til Rússlands en Biden sagði augljóst að svo væri. 18. mars 2023 09:57 Xi heimsækir Pútín eftir helgi Xi Jinping Kínaforseti mun halda í opinbera heimsókn til Rússlands í næstu viku þar sem hann mun meðal annars eiga fundi með Vladimír Pútín Rússlandsforseta. 17. mars 2023 07:45 Sagðir ætla að höfða mál gegn Rússum fyrir stríðsglæpi Saksóknarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) ætla að höfða tvö mál gegn Rússum vegna ódæða þeirra í Úkraínu. Saksóknarar vilja leggja fram nokkrar handtökuskipanir vegna stríðsglæpa en rannsakendur dómstólsins hafa um mánaða skeið verið að störfum í Úkraínu. 13. mars 2023 15:23 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Af hverju vilja Úkraínumenn halda Bakhmut? Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að framtíð Úkraínumanna muni ráðast á víglínunum í austurhluta landsins. Hann segir stöðuna þar vera mjög erfiða en það þurfi að gera út af við hernaðarmátt Rússa og það muni Úkraínumenn gera. 14. mars 2023 14:01 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Fleiri fréttir Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Sjá meira
Biden segir augljóst að Pútín sé sekur um stríðsglæpi Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, fagnar því að dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) hafi í gær gefið út handtökuskipun á hendur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. Pútín er sakaður um að bera ábyrgð á því að fjöldi barna hafi verið flutt frá Úkraínu til Rússlands en Biden sagði augljóst að svo væri. 18. mars 2023 09:57
Xi heimsækir Pútín eftir helgi Xi Jinping Kínaforseti mun halda í opinbera heimsókn til Rússlands í næstu viku þar sem hann mun meðal annars eiga fundi með Vladimír Pútín Rússlandsforseta. 17. mars 2023 07:45
Sagðir ætla að höfða mál gegn Rússum fyrir stríðsglæpi Saksóknarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) ætla að höfða tvö mál gegn Rússum vegna ódæða þeirra í Úkraínu. Saksóknarar vilja leggja fram nokkrar handtökuskipanir vegna stríðsglæpa en rannsakendur dómstólsins hafa um mánaða skeið verið að störfum í Úkraínu. 13. mars 2023 15:23
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Af hverju vilja Úkraínumenn halda Bakhmut? Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að framtíð Úkraínumanna muni ráðast á víglínunum í austurhluta landsins. Hann segir stöðuna þar vera mjög erfiða en það þurfi að gera út af við hernaðarmátt Rússa og það muni Úkraínumenn gera. 14. mars 2023 14:01