„Skrípaleikur“ Sigmars Hildur Sverrisdóttir skrifar 18. mars 2023 07:00 Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar hefur lýst yfir mikilli furðu yfir beiðni meirihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að fá á fund nefndarinnar þá ríkisendurskoðendur sem komu að gerð skýrslu embættisins um Lindarhvol þrátt fyrir tilvist trúnaðarskjals í málinu. Furða þingmannsins yfir beiðninni er reyndar svo gríðarleg að hann kallar hana „einhvers konar heimsmet í skrípaleik“ og farsa sem sé „með þeim lélegri á dagskrá Alþingis í manna minnum“ Þetta hafa greinilega verið miklir dagar hjá þingmanninum þar sem hann hefur núna á einni viku að auki upplifað „einn einkennilegasta opna nefndarfund í sögu Alþingis“. Þó það sé hægt að samgleðjast þingmanninum að hafa verið viðstaddur svo stór augnablik í ekki bara þingsögunni heldur heimssögunni þá vekja þessi orð þingmannsins upp spurningar. Ekki síst þar sem þetta meinta heimsmet á sér fordæmi á opnum fundi sem þingmaðurinn sat í fyrra þar sem fyrir lá áður en fundurinn var haldinn að gögn í málinu mætti ekki opinbera eða ræða. Þá brá ekki fyrir skoðunum þingmannsins um að sá fundur væri tilgangslaus og um væri að ræða einhvers konar fáránlegan tvískinnung um „leyndó í beinni útsendingu“ eins og þingmaðurinn glensaði með á þessum vettvangi í gær. Það vekur því óneitanlega upp spurningar af hverju þingmaðurinn vilji mála þetta svo dökkum og tortryggilegum litum nú. Forsaga flókna trúnaðargagnsins Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá mörgum að mikil umræða hefur átt sér stað á þingi um hvort það megi birta gagn sem fyrrverandi settur ríkisendurskoðandi sendi til nýs ríkisendurskoðanda, forseta Alþingis og fleiri aðila sumarið 2018. Málið er flókið en í örstuttu máli er um að ræða gagn sem ríkisendurskoðandi og úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafa gefið út að sé vinnugagn og því háð trúnaði, sem megi ekki birta samkvæmt lögum um Ríkisendurskoðun. Ríkisendurskoðandi hefur því sagt að ef þingið myndi birta trúnaðargagnið gæti það vegið að sjálfstæði Ríkisendurskoðunar. Þrátt fyrir það er mörgum sem þykir efni skjalsins eiga erindi við almenning og eigi því samt að birta. Sú staða er erfið og verður að fá botn í, en er ekki á borði stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og verður því ekki leyst úr þar. Hins vegar er á borði stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar skoðun nefndarinnar á endanlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi Lindarhvols alveg eins og nefndin skoðar aðrar skýrslur embættisins. Vert er að nefna í því samhengi að viðkomandi trúnaðargagn er samkvæmt Ríkisendurskoðun ekki óskylt þeirri skýrslu heldur er um að ræða samantekt eftirlitsstarfa um úttekt á starfsemi Lindarhvols. Sú samantekt var svo unnin endanlega samkvæmt málsmeðferðarreglum embættisins og skilað til þingsins sem endanlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar um málefnið. En þingmanninum finnst sumsé að það sé skrípaleikur að nefndin fari í umfjöllun skýrslunnar með boðun aðila á fund sem ekki er hægt að ræða opinberlega efni trúnaðarskjals. Við þau orð er rétt að staldra. Vel hægt að sinna starfi sínu þrátt fyrir trúnaðarskyldu Fyrir það fyrsta er alveg kýrskýrt að öll drög sem eru gerð af mismunandi aðilum við gerð skýrslna Ríkisendurskoðunar eru háð trúnaði og hefur að mínu viti aldrei verið gerð krafa um að slík gögn verði gerð opinber til að geta unnið að yfirferð endanlegrar skýrslu. Í öðru lagi eru allir embættismenn bundnir ákveðinni þagnarskyldu um sín störf sem helst þrátt fyrir að þeir hætti störfum. Það breytir í engu um að hægt sé að spyrja þá út í fjölda annarra þátta eins og nefndir gera iðulega í störfum sínum við vinnslu ýmissa mála. Umræddur fyrrverandi settur ríkisendurskoðandi getur til að mynda sagt sínar skoðanir á efnisatriðum máls og endanlegrar skýrslu Ríkisendurskoðunar. Einnig hvað hann telji að betur mátti fara og vakið athygli nefndarinnar á hvað hann telji að nefndin þurfi að skoða betur. Allt án þess að rjúfa trúnað þann sem hann hefur sjálfur sagt að gildi um umrætt trúnaðarskjal og sem almennt gilda um embættismenn. Athugasemdir hans hafa enda oft komið fram í fjölmiðlum. Hann bar einnig nýverið opinberlega vitni í dómsmáli þar sem ríkið og Lindarhvoll var sýknað af kröfum varðandi sölu eigna sem ku samkvæmt fréttaflutningi vera meðal annars til umfjöllunar í viðkomandi trúnaðarskjali. Sú skoðun þingmannsins og annarra úr minnihlutanum að ómögulegt sé að halda fund þar sem að fyrir liggi trúnaðargagn í málinu er því að mínu áliti fyrirsláttur. Eins og áður segir þarf heldur ekki að leita fordæmis lengra en til þessarar sömu nefndar á þessu sama kjörtímabili og þá án þess að minnihlutinn hafi hreyft við nokkrum mótmælum. Þau hafa því sýnt það í verki að finnast í góðu lagi að á opnum fundi sé undirliggjandi trúnaðargagn sem ekki má opinbera. Kannski felst munurinn í því að sá fundur var að beiðni Sigmars sjálfs og annarra úr minnihlutanum. Einhverjir gætu sagt að það væri einhvers konar skrípaleikur. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Starfsemi Lindarhvols Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Sjá meira
Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar hefur lýst yfir mikilli furðu yfir beiðni meirihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að fá á fund nefndarinnar þá ríkisendurskoðendur sem komu að gerð skýrslu embættisins um Lindarhvol þrátt fyrir tilvist trúnaðarskjals í málinu. Furða þingmannsins yfir beiðninni er reyndar svo gríðarleg að hann kallar hana „einhvers konar heimsmet í skrípaleik“ og farsa sem sé „með þeim lélegri á dagskrá Alþingis í manna minnum“ Þetta hafa greinilega verið miklir dagar hjá þingmanninum þar sem hann hefur núna á einni viku að auki upplifað „einn einkennilegasta opna nefndarfund í sögu Alþingis“. Þó það sé hægt að samgleðjast þingmanninum að hafa verið viðstaddur svo stór augnablik í ekki bara þingsögunni heldur heimssögunni þá vekja þessi orð þingmannsins upp spurningar. Ekki síst þar sem þetta meinta heimsmet á sér fordæmi á opnum fundi sem þingmaðurinn sat í fyrra þar sem fyrir lá áður en fundurinn var haldinn að gögn í málinu mætti ekki opinbera eða ræða. Þá brá ekki fyrir skoðunum þingmannsins um að sá fundur væri tilgangslaus og um væri að ræða einhvers konar fáránlegan tvískinnung um „leyndó í beinni útsendingu“ eins og þingmaðurinn glensaði með á þessum vettvangi í gær. Það vekur því óneitanlega upp spurningar af hverju þingmaðurinn vilji mála þetta svo dökkum og tortryggilegum litum nú. Forsaga flókna trúnaðargagnsins Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá mörgum að mikil umræða hefur átt sér stað á þingi um hvort það megi birta gagn sem fyrrverandi settur ríkisendurskoðandi sendi til nýs ríkisendurskoðanda, forseta Alþingis og fleiri aðila sumarið 2018. Málið er flókið en í örstuttu máli er um að ræða gagn sem ríkisendurskoðandi og úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafa gefið út að sé vinnugagn og því háð trúnaði, sem megi ekki birta samkvæmt lögum um Ríkisendurskoðun. Ríkisendurskoðandi hefur því sagt að ef þingið myndi birta trúnaðargagnið gæti það vegið að sjálfstæði Ríkisendurskoðunar. Þrátt fyrir það er mörgum sem þykir efni skjalsins eiga erindi við almenning og eigi því samt að birta. Sú staða er erfið og verður að fá botn í, en er ekki á borði stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og verður því ekki leyst úr þar. Hins vegar er á borði stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar skoðun nefndarinnar á endanlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi Lindarhvols alveg eins og nefndin skoðar aðrar skýrslur embættisins. Vert er að nefna í því samhengi að viðkomandi trúnaðargagn er samkvæmt Ríkisendurskoðun ekki óskylt þeirri skýrslu heldur er um að ræða samantekt eftirlitsstarfa um úttekt á starfsemi Lindarhvols. Sú samantekt var svo unnin endanlega samkvæmt málsmeðferðarreglum embættisins og skilað til þingsins sem endanlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar um málefnið. En þingmanninum finnst sumsé að það sé skrípaleikur að nefndin fari í umfjöllun skýrslunnar með boðun aðila á fund sem ekki er hægt að ræða opinberlega efni trúnaðarskjals. Við þau orð er rétt að staldra. Vel hægt að sinna starfi sínu þrátt fyrir trúnaðarskyldu Fyrir það fyrsta er alveg kýrskýrt að öll drög sem eru gerð af mismunandi aðilum við gerð skýrslna Ríkisendurskoðunar eru háð trúnaði og hefur að mínu viti aldrei verið gerð krafa um að slík gögn verði gerð opinber til að geta unnið að yfirferð endanlegrar skýrslu. Í öðru lagi eru allir embættismenn bundnir ákveðinni þagnarskyldu um sín störf sem helst þrátt fyrir að þeir hætti störfum. Það breytir í engu um að hægt sé að spyrja þá út í fjölda annarra þátta eins og nefndir gera iðulega í störfum sínum við vinnslu ýmissa mála. Umræddur fyrrverandi settur ríkisendurskoðandi getur til að mynda sagt sínar skoðanir á efnisatriðum máls og endanlegrar skýrslu Ríkisendurskoðunar. Einnig hvað hann telji að betur mátti fara og vakið athygli nefndarinnar á hvað hann telji að nefndin þurfi að skoða betur. Allt án þess að rjúfa trúnað þann sem hann hefur sjálfur sagt að gildi um umrætt trúnaðarskjal og sem almennt gilda um embættismenn. Athugasemdir hans hafa enda oft komið fram í fjölmiðlum. Hann bar einnig nýverið opinberlega vitni í dómsmáli þar sem ríkið og Lindarhvoll var sýknað af kröfum varðandi sölu eigna sem ku samkvæmt fréttaflutningi vera meðal annars til umfjöllunar í viðkomandi trúnaðarskjali. Sú skoðun þingmannsins og annarra úr minnihlutanum að ómögulegt sé að halda fund þar sem að fyrir liggi trúnaðargagn í málinu er því að mínu áliti fyrirsláttur. Eins og áður segir þarf heldur ekki að leita fordæmis lengra en til þessarar sömu nefndar á þessu sama kjörtímabili og þá án þess að minnihlutinn hafi hreyft við nokkrum mótmælum. Þau hafa því sýnt það í verki að finnast í góðu lagi að á opnum fundi sé undirliggjandi trúnaðargagn sem ekki má opinbera. Kannski felst munurinn í því að sá fundur var að beiðni Sigmars sjálfs og annarra úr minnihlutanum. Einhverjir gætu sagt að það væri einhvers konar skrípaleikur. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun