Hefja viðræður um kaup Festi á Lyfju fyrir um 7,8 milljarða króna Árni Sæberg skrifar 17. mars 2023 17:33 Ásta S. Fjeldsted er forstjóri Festi. Stöð 2/Egill Forsvarsmenn Festi hf. og SID ehf. undirrituðu í dag samkomulag um helstu skilmála vegna fyrirhugaðra kaupa Festi á öllu útgefnu hlutafé Lyfju hf.. Samkomulagið felur í sér að heildarvirði Lyfju sé 7,8 milljarðar króna en endanlegt kaupverð hlutafjár mun ráðast af skuldastöðu félags við afhendingu ásamt gengi hlutabréfa í Festi á þeim tíma. Þetta kemur fram í tilkynningu Festi til kauphallar vegna samkomulagsins. Þar segir að Festi sérhæfi sig í rekstri smásölufyrirtækja og reki meðal annars Krónuna, N1 og Elko ásamt því að eiga og reka alls 87 fasteignir samtals um 95.000 fermetra að stærð, víðs vegar um landið. Einnig reki félagið tvö vöruhús undir nafni Bakkans vöruhótels sem sérhæfi sig í vöruhúsaþjónustu og dreifingu. Heildarvelta Festi hafi 131 milljarður króna árið 2022. Þá segir að félögin tvö muni í framhaldi af undirrituninni hefja samningaviðræður um kaupin með það að markmiði að komast að samkomulagi um efni endanlegs kaupsamnings. Samningaviðræðurnar byggi á forsendum og skilmálum samkomulagsins sem undirritað var í dag, að teknu tillits til niðurstaðna áreiðanleikakönnunar kaupanda. Lyfja metin á 7,8 milljarða króna Samkomulagið felur í sér að heildarvirði Lyfju sé 7,8 milljarðar króna en endanlegt kaupverð hlutafjár mun ráðast af skuldastöðu félags við afhendingu ásamt gengi hlutabréfa í Festi á þeim tíma. Samkvæmt tilkynningu segir að áætlanir Lyfju geri ráð fyrir að hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA), án IFRS16 áhrifa nemi 1.044 milljónum króna. Í samkomulaginu sé gert ráð fyrir að greiða kaupverðið með afhendingu 10 milljónum hluta í Festi eða 1,8 milljarða miðað við dagslokagengi Festi í Kauphöll og sex milljarða króna með handbæru fé. Þá segir að kaupin séu meðal annars háð skilyrðum um að samkomulag náist um endanlegan kaupsamning, framkvæmd áreiðanleikakönnunar, fjármögnun viðskiptanna, að hluthafafundur kaupanda samþykki ráðstöfun hlutafjár vegna viðskiptanna og samþykki Samkeppniseftirlitsins. Kom af krafti inn úr fæðingarorlofi Í fréttatilkynningu segir að Ásta S. Fjeldsted, forstjóri Festi, hafi mætt formlega aftur til leiks í dag eftir fæðingarorlof. Hennar fyrsta verk var því að undirrita samkomulag um kaup á stærstu apótekskeðju landsins. „Kaupin eru hluti af framtíðarsýn Festi um að bjóða upp á breitt vöruúrval nauðsynjavara á hagkvæmu verði um allt land. Með sölu lyfja og lækningavara getum við betur þjónað viðskiptavinum okkar ásamt því að taka þátt í að stuðla að bættri lýðheilsu í landinu. Lyfja er traust fyrirtæki sem hefur lagt ríka áherslu á fræðslu og fyrirbyggjandi heilsuvernd. Þessi áhersla kallast á við framtíðarsýn félaga innan Festi. Með rótgrónu og sterku vörumerki Lyfju og því reynslumikla fagfólki sem þar starfar verður hægt að byggja enn eina sterka stoð innan samstæðu Festi,“ er haft eftir henni í tilkynningu. Keypti Lyfju af Lindarhvoli fyrir fimm árum Eigandi Lyfju, SID ehf., er að mestu í eigu framtakssjóðsins SÍA III, sem er í rekstri sjóðastýringarfyrirtækisins Stefnis. Aðrir eigendur eru félög í eigu fjárfestanna Inga Guðjónssonar og Daníels Helgasonar. Félagið keypti Lyfju af Lindarhvoli, umsýslufélagi sem var falið að halda utan um stöðugleikaeignir íslenska ríkisins eftir efnahagshrunið árið 2008. Kaupverðið var um 4,2 milljarðar króna og því hafa eigendur ávaxtað pund sitt vel á fimm árum, ef af 7,8 milljarða kaupverðinu verður. Athygli vakti á sínum tíma að tilboð SID ehf. í Lyfju var ekki það hæsta sem barst. Árið 2017 hafði Samkeppniseftirlitið ógilt kaup Haga á Lyfju en smásölurisinn hafði samþykkt að greiða 6,7 milljarða króna fyrir apótekskeðjuna. Kaup og sala fyrirtækja Festi Starfsemi Lindarhvols Lyf Verslun Tengdar fréttir Höfnuðu tilboði frá Festi og slitu söluferlinu á Lyfju Eigendur Lyfju, stærstu apótekskeðju landsins, hættu við áform sín um að selja allt hlutafé í félaginu í síðasta mánuði eftir að þau tilboð sem bárust í söluferli sem hafði verið sett af stað reyndust talsvert undir þeim væntingum sem hluthafar höfðu gert sér um virði fyrirtækisins. Stærsti eigandi Lyfju, með 70 prósenta hlut, er framtakssjóðurinn SÍA III sem er í rekstri sjóðastýringarfyrirtækisins Stefnis. 22. nóvember 2021 10:29 Mest lesið Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu Festi til kauphallar vegna samkomulagsins. Þar segir að Festi sérhæfi sig í rekstri smásölufyrirtækja og reki meðal annars Krónuna, N1 og Elko ásamt því að eiga og reka alls 87 fasteignir samtals um 95.000 fermetra að stærð, víðs vegar um landið. Einnig reki félagið tvö vöruhús undir nafni Bakkans vöruhótels sem sérhæfi sig í vöruhúsaþjónustu og dreifingu. Heildarvelta Festi hafi 131 milljarður króna árið 2022. Þá segir að félögin tvö muni í framhaldi af undirrituninni hefja samningaviðræður um kaupin með það að markmiði að komast að samkomulagi um efni endanlegs kaupsamnings. Samningaviðræðurnar byggi á forsendum og skilmálum samkomulagsins sem undirritað var í dag, að teknu tillits til niðurstaðna áreiðanleikakönnunar kaupanda. Lyfja metin á 7,8 milljarða króna Samkomulagið felur í sér að heildarvirði Lyfju sé 7,8 milljarðar króna en endanlegt kaupverð hlutafjár mun ráðast af skuldastöðu félags við afhendingu ásamt gengi hlutabréfa í Festi á þeim tíma. Samkvæmt tilkynningu segir að áætlanir Lyfju geri ráð fyrir að hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA), án IFRS16 áhrifa nemi 1.044 milljónum króna. Í samkomulaginu sé gert ráð fyrir að greiða kaupverðið með afhendingu 10 milljónum hluta í Festi eða 1,8 milljarða miðað við dagslokagengi Festi í Kauphöll og sex milljarða króna með handbæru fé. Þá segir að kaupin séu meðal annars háð skilyrðum um að samkomulag náist um endanlegan kaupsamning, framkvæmd áreiðanleikakönnunar, fjármögnun viðskiptanna, að hluthafafundur kaupanda samþykki ráðstöfun hlutafjár vegna viðskiptanna og samþykki Samkeppniseftirlitsins. Kom af krafti inn úr fæðingarorlofi Í fréttatilkynningu segir að Ásta S. Fjeldsted, forstjóri Festi, hafi mætt formlega aftur til leiks í dag eftir fæðingarorlof. Hennar fyrsta verk var því að undirrita samkomulag um kaup á stærstu apótekskeðju landsins. „Kaupin eru hluti af framtíðarsýn Festi um að bjóða upp á breitt vöruúrval nauðsynjavara á hagkvæmu verði um allt land. Með sölu lyfja og lækningavara getum við betur þjónað viðskiptavinum okkar ásamt því að taka þátt í að stuðla að bættri lýðheilsu í landinu. Lyfja er traust fyrirtæki sem hefur lagt ríka áherslu á fræðslu og fyrirbyggjandi heilsuvernd. Þessi áhersla kallast á við framtíðarsýn félaga innan Festi. Með rótgrónu og sterku vörumerki Lyfju og því reynslumikla fagfólki sem þar starfar verður hægt að byggja enn eina sterka stoð innan samstæðu Festi,“ er haft eftir henni í tilkynningu. Keypti Lyfju af Lindarhvoli fyrir fimm árum Eigandi Lyfju, SID ehf., er að mestu í eigu framtakssjóðsins SÍA III, sem er í rekstri sjóðastýringarfyrirtækisins Stefnis. Aðrir eigendur eru félög í eigu fjárfestanna Inga Guðjónssonar og Daníels Helgasonar. Félagið keypti Lyfju af Lindarhvoli, umsýslufélagi sem var falið að halda utan um stöðugleikaeignir íslenska ríkisins eftir efnahagshrunið árið 2008. Kaupverðið var um 4,2 milljarðar króna og því hafa eigendur ávaxtað pund sitt vel á fimm árum, ef af 7,8 milljarða kaupverðinu verður. Athygli vakti á sínum tíma að tilboð SID ehf. í Lyfju var ekki það hæsta sem barst. Árið 2017 hafði Samkeppniseftirlitið ógilt kaup Haga á Lyfju en smásölurisinn hafði samþykkt að greiða 6,7 milljarða króna fyrir apótekskeðjuna.
Kaup og sala fyrirtækja Festi Starfsemi Lindarhvols Lyf Verslun Tengdar fréttir Höfnuðu tilboði frá Festi og slitu söluferlinu á Lyfju Eigendur Lyfju, stærstu apótekskeðju landsins, hættu við áform sín um að selja allt hlutafé í félaginu í síðasta mánuði eftir að þau tilboð sem bárust í söluferli sem hafði verið sett af stað reyndust talsvert undir þeim væntingum sem hluthafar höfðu gert sér um virði fyrirtækisins. Stærsti eigandi Lyfju, með 70 prósenta hlut, er framtakssjóðurinn SÍA III sem er í rekstri sjóðastýringarfyrirtækisins Stefnis. 22. nóvember 2021 10:29 Mest lesið Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Höfnuðu tilboði frá Festi og slitu söluferlinu á Lyfju Eigendur Lyfju, stærstu apótekskeðju landsins, hættu við áform sín um að selja allt hlutafé í félaginu í síðasta mánuði eftir að þau tilboð sem bárust í söluferli sem hafði verið sett af stað reyndust talsvert undir þeim væntingum sem hluthafar höfðu gert sér um virði fyrirtækisins. Stærsti eigandi Lyfju, með 70 prósenta hlut, er framtakssjóðurinn SÍA III sem er í rekstri sjóðastýringarfyrirtækisins Stefnis. 22. nóvember 2021 10:29