Flatkökur og vínberjasulta í altarisgöngu Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 17. mars 2023 12:30 Brauð eru hluti af okkar hversdegi með órjúfanlegum hætti og svo sjálfsögð að við leiðum sjaldnast hugann að því hvernig líf okkar væri án brauða. Fornleifafræðingar eiga erfitt með að meta hversu gömul brauðgerð er, vegna þess að lífrænar leifar eyðast. Elstu heimildir okkar um fræ- og grasmölun eru 105.000 ára gamlar, frá Mósambík, þar sem fundist hafa verkfæri sem á voru leyfar sem hægt var að kolefnagreina. Þá hafa fundist mortél við fleiri en einn uppgröft, sem eru um 30.000 ára gamlir. Hvort það séu brauðgerðartæki eða áhöld til að gera smoothie eða hafragrauta vitum við því miður ekki. Við hið kunnuglega Galíleuvatn í Ísrael hafa fundist elstu þekktu merki um brauðgerð en í lögum við strönd vatnsins fundust steinílát með matarleifum sem eru 23.000 ára gamlar, gerðum úr fjölbreyttum fræjum og hveiti. Það sem er merkilegast er að fræin eru brennd eftir bakstur auk þess sem hjá þeim voru brenndar kolaleifar. Slíkt brauð hefur verið flatbrauð, en elstu heimildir okkar um hefað brauð eru mun yngri. Mörg brauð frá Egyptalandi til forna eru varðveitt á söfnum en fornleifafræðingar geta ekki sagt til um hvort þau brauð voru hefuð eða ekki, þar sem merki um ger eða súr hverfa við bakstur. Við vitum þó að bjórgerð þekktist á blómatíma Egypta og sami gerill getur gert bæði, gerjað bjór og hefað brauð. Þekktasti súrdeigshleifur allra tíma er líklega brauð, sem gæti verið úr bakaríinu Brauð og co., en varð að kolum í eldgosi Vesúvíusar og fannst í Pompeii. Súrdeigsbrauð, brauðið sem allir eru að tala um á 21. öldinni, er hið upprunalega hefaða brauð en í fornöld líkt og í dag var geymdur hluti af degi til að halda súrnum lifandi. Leyndardómar súrdeigs voru ekki þekktir í fornöld, það er að um sé að ræða bakteríu sem verið er að fóðra og rækta við framleiðsluferlið, en með tilraunum sköpuðust strangar reglur um hvernig á að umgangast súrdeigsgerla. Páskar eru í gyðingdómi tengdir við brottförina úr Egyptalandi og þeim fylgir hátíð hinna ósýrðu brauða, þegar þjóðin át ósýrt brauð á förinni gegnum eyðimörkina þar til Guð nærði þjóðina með himnesku brauði, manna, sem féll af himnum. Leiðbeiningarnar um undirbúning fyrir þá hátíð eru jafnframt ævafornar. Brauð verður í táknaheimi Mósebóka tákn fyrir hið himneska og leiðbeiningar um umgengni við súrdeig blandast við guðfræði á helgustu hátíð gyðinga, páskum. Það myndmál á sér djúpa skírskotun í kristinni hefð. Kristnir menn fasta á hveiti fyrir páska, þaðan er bolludagur kominn, og nota ósýrt brauð í altarisgöngum. Ósýrða brauðið okkar eru flatkökur og Gæðabakstur / Ömmubaksturheldur því fram að Flatkakan íslenska sé „væntanleg[a] eitt af fáu séríslensku brauðunum. Hún er hugsanlega óskilgreint rammíslenskt afkvæmi íslenskrar hagsýni, hugvits, fátæktar og hungurs.“ Hjá Helgu Sigurðardóttur, Lærið að Matbúa, er uppskriftin æði einföld ½ kg rúgmjöl – ¼ lítri heitt vatn, hnoðað saman og steikt. Brauðið í altarisgöngunni er tákn fyrir líf og í því ljósi er flatkakan fullkomin, þar sem fátækir Íslendingar drógu bókstaflega fram lífið með flatkökum. Rúgmjöl var um aldir ódýrasta hráefni sem hægt var að kaupa og ef það dugði ekki til var það drýgt með mosa og grösum. Í Fríkirkjunni í Reykjavík hefur um árabil verið notað eiginlegt brauð og safi í stað obláta og víns. Á sunnudaginn ætlum við að ganga skrefinu lengra og nota hið íslenska ósýrða brauð – flatkökur. Fæstar kirkjur nota orðið vín í altarisgöngu, enda óþarfi að fermingarungmenni fái ‚fyrsta sopann‘ í kirkjunni sinni. Við altarisgöngu skal nota það sem kemur af „ávexti vínviðarins“ og þar má alveg nota þykkari vökva, sultu sem gerð er úr vínberjum. Markmiðið er að eiga samfélag við hvert annað og í þeim anda bjóðum við til altaris. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. Heimild (Eric Pallant, Sourdough culture: A history of bread making from ancient to modern bakers, 2021). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Brauð eru hluti af okkar hversdegi með órjúfanlegum hætti og svo sjálfsögð að við leiðum sjaldnast hugann að því hvernig líf okkar væri án brauða. Fornleifafræðingar eiga erfitt með að meta hversu gömul brauðgerð er, vegna þess að lífrænar leifar eyðast. Elstu heimildir okkar um fræ- og grasmölun eru 105.000 ára gamlar, frá Mósambík, þar sem fundist hafa verkfæri sem á voru leyfar sem hægt var að kolefnagreina. Þá hafa fundist mortél við fleiri en einn uppgröft, sem eru um 30.000 ára gamlir. Hvort það séu brauðgerðartæki eða áhöld til að gera smoothie eða hafragrauta vitum við því miður ekki. Við hið kunnuglega Galíleuvatn í Ísrael hafa fundist elstu þekktu merki um brauðgerð en í lögum við strönd vatnsins fundust steinílát með matarleifum sem eru 23.000 ára gamlar, gerðum úr fjölbreyttum fræjum og hveiti. Það sem er merkilegast er að fræin eru brennd eftir bakstur auk þess sem hjá þeim voru brenndar kolaleifar. Slíkt brauð hefur verið flatbrauð, en elstu heimildir okkar um hefað brauð eru mun yngri. Mörg brauð frá Egyptalandi til forna eru varðveitt á söfnum en fornleifafræðingar geta ekki sagt til um hvort þau brauð voru hefuð eða ekki, þar sem merki um ger eða súr hverfa við bakstur. Við vitum þó að bjórgerð þekktist á blómatíma Egypta og sami gerill getur gert bæði, gerjað bjór og hefað brauð. Þekktasti súrdeigshleifur allra tíma er líklega brauð, sem gæti verið úr bakaríinu Brauð og co., en varð að kolum í eldgosi Vesúvíusar og fannst í Pompeii. Súrdeigsbrauð, brauðið sem allir eru að tala um á 21. öldinni, er hið upprunalega hefaða brauð en í fornöld líkt og í dag var geymdur hluti af degi til að halda súrnum lifandi. Leyndardómar súrdeigs voru ekki þekktir í fornöld, það er að um sé að ræða bakteríu sem verið er að fóðra og rækta við framleiðsluferlið, en með tilraunum sköpuðust strangar reglur um hvernig á að umgangast súrdeigsgerla. Páskar eru í gyðingdómi tengdir við brottförina úr Egyptalandi og þeim fylgir hátíð hinna ósýrðu brauða, þegar þjóðin át ósýrt brauð á förinni gegnum eyðimörkina þar til Guð nærði þjóðina með himnesku brauði, manna, sem féll af himnum. Leiðbeiningarnar um undirbúning fyrir þá hátíð eru jafnframt ævafornar. Brauð verður í táknaheimi Mósebóka tákn fyrir hið himneska og leiðbeiningar um umgengni við súrdeig blandast við guðfræði á helgustu hátíð gyðinga, páskum. Það myndmál á sér djúpa skírskotun í kristinni hefð. Kristnir menn fasta á hveiti fyrir páska, þaðan er bolludagur kominn, og nota ósýrt brauð í altarisgöngum. Ósýrða brauðið okkar eru flatkökur og Gæðabakstur / Ömmubaksturheldur því fram að Flatkakan íslenska sé „væntanleg[a] eitt af fáu séríslensku brauðunum. Hún er hugsanlega óskilgreint rammíslenskt afkvæmi íslenskrar hagsýni, hugvits, fátæktar og hungurs.“ Hjá Helgu Sigurðardóttur, Lærið að Matbúa, er uppskriftin æði einföld ½ kg rúgmjöl – ¼ lítri heitt vatn, hnoðað saman og steikt. Brauðið í altarisgöngunni er tákn fyrir líf og í því ljósi er flatkakan fullkomin, þar sem fátækir Íslendingar drógu bókstaflega fram lífið með flatkökum. Rúgmjöl var um aldir ódýrasta hráefni sem hægt var að kaupa og ef það dugði ekki til var það drýgt með mosa og grösum. Í Fríkirkjunni í Reykjavík hefur um árabil verið notað eiginlegt brauð og safi í stað obláta og víns. Á sunnudaginn ætlum við að ganga skrefinu lengra og nota hið íslenska ósýrða brauð – flatkökur. Fæstar kirkjur nota orðið vín í altarisgöngu, enda óþarfi að fermingarungmenni fái ‚fyrsta sopann‘ í kirkjunni sinni. Við altarisgöngu skal nota það sem kemur af „ávexti vínviðarins“ og þar má alveg nota þykkari vökva, sultu sem gerð er úr vínberjum. Markmiðið er að eiga samfélag við hvert annað og í þeim anda bjóðum við til altaris. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. Heimild (Eric Pallant, Sourdough culture: A history of bread making from ancient to modern bakers, 2021).
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar