Beinlínis hættulega lítill raki á sumum heimilum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 16. mars 2023 23:00 Kristinn Johnson er framkvæmdastjóri Eirbergs. Vísir Kristinn Johnson framkvæmdastjóri Eirbergs segir að það versta fyrir loftgæði heimilisins sé að loka öllum gluggum og hækka ofna í botn. Of lítill raki á heimilinu geti beinlínis verið hættulegur heilsu. „Þessi særindi í hálsi er auðvitað slímhúðin að þorna. Við erum kannski sér á báti sem þjóð að við kyndum rosalega mikið. Bara það að kynda, út af því að því heitara sem loftið er, því meira sogar það til sín raka, og svo auðvitað opnum við svo út. Þá eiginlega erum við að henda út þessu heita og raka lofti. Og eftir stendur bara þurrt loft,“ segir Kristinn viðtali samtali í Reykjavík síðdegis. Það sem líkaminn vill Hann segir að fólk skapi jafnan óheilbrigt andrúmsloft í kringum sig – án þess endilega að gera sér grein fyrir því, til dæmis á heimilinu eða á vinnustaðnum. „Þú vilt auðvitað opna út og lofta. Ekkert hús er fulleinangrað þannig að þó að þú sért með lokaða glugga þá fer alltaf eitthvað út. En um leið og þú ert að kynda, þá leitar loftið upp og út og þá ertu að þurrka loftið. Við, sem dýrategund, viljum vera í tiltölulega röku lofti. Það er talað um fjörutíu eða fimmtíu prósent raka sem líkaminn vill – slímhúð, lungun, húðin og augun. Það er svona kjörraki.“ Kristinn segir að á veturna hafi verið að mælast allt undir tuttugu prósent raka á sumum heimilum. Það geti reynst slæmt fyrir heilsuna, parket og húsgögn. En hvað er til bragðs að taka? „Það er þessi fína lína. Þú vilt auðvitað kynda og þú vilt auðvitað hafa notalegt heima hjá þér. Það eru margar leiðir að þessu. Eitt af þessu er þetta rakatæki. Það sem hefur verið vinsælt er raka- og lofthreinsitæki sem er bæði að rakametta náttúrulega og að hreinsa loftið þá líka af ýmsum ofnæmisvökum.“ „Það er líka vitundarvakning“ Nokkur atriði skipti máli, til dæmis að passa upp á rakastigið og vera ekki með mettun af ofnæmisvökum eða rokgjörnum efnum. Rokgjörn efni geti verið í nýjum dýnum, sófum og öðrum húsgögnum, og reynst skaðleg fyrir fólk. Framleiðendur rúmdýna hafi jafnvel sumir brugðið á það ráð að hvetja fólk til að lofta sérstaklega vel út, þegar spánný dýna er keypt inn á heimilið. „Það er líka vitundarvakning. Fólk er byrjað að hugsa lengra. Við viljum auðvitað vera með hreint vatn, við viljum vita hvað við erum að setja ofan í okkur – við lesum innihaldslýsingar á matnum okkar og segjum okei: Hvað er ég að setja ofan í mig. Að því leyti er auðvitað eðlilegt að hugsa um loftgæðin.“ Fyrir þá sem eru í hugleiðingum segir Kristinn fínt að kaupa einfaldan rakamæli. Þá sé hægt að kanna stöðuna og fara þá í aðrar – og dýrari – aðgerðir, ef raki reynist langt undir eðlilegum viðmiðum. „Þú vilt vera duglegur í að vera með góð loftskipti. Hvort sem það er með lofthreinsitæki, viftu eða hreinlega opna gluggann nógu oft á dag,“ segir Kristinn að lokum. Hér er aðeins stiklað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Loftgæði Reykjavík síðdegis Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Sjá meira
„Þessi særindi í hálsi er auðvitað slímhúðin að þorna. Við erum kannski sér á báti sem þjóð að við kyndum rosalega mikið. Bara það að kynda, út af því að því heitara sem loftið er, því meira sogar það til sín raka, og svo auðvitað opnum við svo út. Þá eiginlega erum við að henda út þessu heita og raka lofti. Og eftir stendur bara þurrt loft,“ segir Kristinn viðtali samtali í Reykjavík síðdegis. Það sem líkaminn vill Hann segir að fólk skapi jafnan óheilbrigt andrúmsloft í kringum sig – án þess endilega að gera sér grein fyrir því, til dæmis á heimilinu eða á vinnustaðnum. „Þú vilt auðvitað opna út og lofta. Ekkert hús er fulleinangrað þannig að þó að þú sért með lokaða glugga þá fer alltaf eitthvað út. En um leið og þú ert að kynda, þá leitar loftið upp og út og þá ertu að þurrka loftið. Við, sem dýrategund, viljum vera í tiltölulega röku lofti. Það er talað um fjörutíu eða fimmtíu prósent raka sem líkaminn vill – slímhúð, lungun, húðin og augun. Það er svona kjörraki.“ Kristinn segir að á veturna hafi verið að mælast allt undir tuttugu prósent raka á sumum heimilum. Það geti reynst slæmt fyrir heilsuna, parket og húsgögn. En hvað er til bragðs að taka? „Það er þessi fína lína. Þú vilt auðvitað kynda og þú vilt auðvitað hafa notalegt heima hjá þér. Það eru margar leiðir að þessu. Eitt af þessu er þetta rakatæki. Það sem hefur verið vinsælt er raka- og lofthreinsitæki sem er bæði að rakametta náttúrulega og að hreinsa loftið þá líka af ýmsum ofnæmisvökum.“ „Það er líka vitundarvakning“ Nokkur atriði skipti máli, til dæmis að passa upp á rakastigið og vera ekki með mettun af ofnæmisvökum eða rokgjörnum efnum. Rokgjörn efni geti verið í nýjum dýnum, sófum og öðrum húsgögnum, og reynst skaðleg fyrir fólk. Framleiðendur rúmdýna hafi jafnvel sumir brugðið á það ráð að hvetja fólk til að lofta sérstaklega vel út, þegar spánný dýna er keypt inn á heimilið. „Það er líka vitundarvakning. Fólk er byrjað að hugsa lengra. Við viljum auðvitað vera með hreint vatn, við viljum vita hvað við erum að setja ofan í okkur – við lesum innihaldslýsingar á matnum okkar og segjum okei: Hvað er ég að setja ofan í mig. Að því leyti er auðvitað eðlilegt að hugsa um loftgæðin.“ Fyrir þá sem eru í hugleiðingum segir Kristinn fínt að kaupa einfaldan rakamæli. Þá sé hægt að kanna stöðuna og fara þá í aðrar – og dýrari – aðgerðir, ef raki reynist langt undir eðlilegum viðmiðum. „Þú vilt vera duglegur í að vera með góð loftskipti. Hvort sem það er með lofthreinsitæki, viftu eða hreinlega opna gluggann nógu oft á dag,“ segir Kristinn að lokum. Hér er aðeins stiklað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Loftgæði Reykjavík síðdegis Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Sjá meira