Beinlínis hættulega lítill raki á sumum heimilum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 16. mars 2023 23:00 Kristinn Johnson er framkvæmdastjóri Eirbergs. Vísir Kristinn Johnson framkvæmdastjóri Eirbergs segir að það versta fyrir loftgæði heimilisins sé að loka öllum gluggum og hækka ofna í botn. Of lítill raki á heimilinu geti beinlínis verið hættulegur heilsu. „Þessi særindi í hálsi er auðvitað slímhúðin að þorna. Við erum kannski sér á báti sem þjóð að við kyndum rosalega mikið. Bara það að kynda, út af því að því heitara sem loftið er, því meira sogar það til sín raka, og svo auðvitað opnum við svo út. Þá eiginlega erum við að henda út þessu heita og raka lofti. Og eftir stendur bara þurrt loft,“ segir Kristinn viðtali samtali í Reykjavík síðdegis. Það sem líkaminn vill Hann segir að fólk skapi jafnan óheilbrigt andrúmsloft í kringum sig – án þess endilega að gera sér grein fyrir því, til dæmis á heimilinu eða á vinnustaðnum. „Þú vilt auðvitað opna út og lofta. Ekkert hús er fulleinangrað þannig að þó að þú sért með lokaða glugga þá fer alltaf eitthvað út. En um leið og þú ert að kynda, þá leitar loftið upp og út og þá ertu að þurrka loftið. Við, sem dýrategund, viljum vera í tiltölulega röku lofti. Það er talað um fjörutíu eða fimmtíu prósent raka sem líkaminn vill – slímhúð, lungun, húðin og augun. Það er svona kjörraki.“ Kristinn segir að á veturna hafi verið að mælast allt undir tuttugu prósent raka á sumum heimilum. Það geti reynst slæmt fyrir heilsuna, parket og húsgögn. En hvað er til bragðs að taka? „Það er þessi fína lína. Þú vilt auðvitað kynda og þú vilt auðvitað hafa notalegt heima hjá þér. Það eru margar leiðir að þessu. Eitt af þessu er þetta rakatæki. Það sem hefur verið vinsælt er raka- og lofthreinsitæki sem er bæði að rakametta náttúrulega og að hreinsa loftið þá líka af ýmsum ofnæmisvökum.“ „Það er líka vitundarvakning“ Nokkur atriði skipti máli, til dæmis að passa upp á rakastigið og vera ekki með mettun af ofnæmisvökum eða rokgjörnum efnum. Rokgjörn efni geti verið í nýjum dýnum, sófum og öðrum húsgögnum, og reynst skaðleg fyrir fólk. Framleiðendur rúmdýna hafi jafnvel sumir brugðið á það ráð að hvetja fólk til að lofta sérstaklega vel út, þegar spánný dýna er keypt inn á heimilið. „Það er líka vitundarvakning. Fólk er byrjað að hugsa lengra. Við viljum auðvitað vera með hreint vatn, við viljum vita hvað við erum að setja ofan í okkur – við lesum innihaldslýsingar á matnum okkar og segjum okei: Hvað er ég að setja ofan í mig. Að því leyti er auðvitað eðlilegt að hugsa um loftgæðin.“ Fyrir þá sem eru í hugleiðingum segir Kristinn fínt að kaupa einfaldan rakamæli. Þá sé hægt að kanna stöðuna og fara þá í aðrar – og dýrari – aðgerðir, ef raki reynist langt undir eðlilegum viðmiðum. „Þú vilt vera duglegur í að vera með góð loftskipti. Hvort sem það er með lofthreinsitæki, viftu eða hreinlega opna gluggann nógu oft á dag,“ segir Kristinn að lokum. Hér er aðeins stiklað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Loftgæði Reykjavík síðdegis Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
„Þessi særindi í hálsi er auðvitað slímhúðin að þorna. Við erum kannski sér á báti sem þjóð að við kyndum rosalega mikið. Bara það að kynda, út af því að því heitara sem loftið er, því meira sogar það til sín raka, og svo auðvitað opnum við svo út. Þá eiginlega erum við að henda út þessu heita og raka lofti. Og eftir stendur bara þurrt loft,“ segir Kristinn viðtali samtali í Reykjavík síðdegis. Það sem líkaminn vill Hann segir að fólk skapi jafnan óheilbrigt andrúmsloft í kringum sig – án þess endilega að gera sér grein fyrir því, til dæmis á heimilinu eða á vinnustaðnum. „Þú vilt auðvitað opna út og lofta. Ekkert hús er fulleinangrað þannig að þó að þú sért með lokaða glugga þá fer alltaf eitthvað út. En um leið og þú ert að kynda, þá leitar loftið upp og út og þá ertu að þurrka loftið. Við, sem dýrategund, viljum vera í tiltölulega röku lofti. Það er talað um fjörutíu eða fimmtíu prósent raka sem líkaminn vill – slímhúð, lungun, húðin og augun. Það er svona kjörraki.“ Kristinn segir að á veturna hafi verið að mælast allt undir tuttugu prósent raka á sumum heimilum. Það geti reynst slæmt fyrir heilsuna, parket og húsgögn. En hvað er til bragðs að taka? „Það er þessi fína lína. Þú vilt auðvitað kynda og þú vilt auðvitað hafa notalegt heima hjá þér. Það eru margar leiðir að þessu. Eitt af þessu er þetta rakatæki. Það sem hefur verið vinsælt er raka- og lofthreinsitæki sem er bæði að rakametta náttúrulega og að hreinsa loftið þá líka af ýmsum ofnæmisvökum.“ „Það er líka vitundarvakning“ Nokkur atriði skipti máli, til dæmis að passa upp á rakastigið og vera ekki með mettun af ofnæmisvökum eða rokgjörnum efnum. Rokgjörn efni geti verið í nýjum dýnum, sófum og öðrum húsgögnum, og reynst skaðleg fyrir fólk. Framleiðendur rúmdýna hafi jafnvel sumir brugðið á það ráð að hvetja fólk til að lofta sérstaklega vel út, þegar spánný dýna er keypt inn á heimilið. „Það er líka vitundarvakning. Fólk er byrjað að hugsa lengra. Við viljum auðvitað vera með hreint vatn, við viljum vita hvað við erum að setja ofan í okkur – við lesum innihaldslýsingar á matnum okkar og segjum okei: Hvað er ég að setja ofan í mig. Að því leyti er auðvitað eðlilegt að hugsa um loftgæðin.“ Fyrir þá sem eru í hugleiðingum segir Kristinn fínt að kaupa einfaldan rakamæli. Þá sé hægt að kanna stöðuna og fara þá í aðrar – og dýrari – aðgerðir, ef raki reynist langt undir eðlilegum viðmiðum. „Þú vilt vera duglegur í að vera með góð loftskipti. Hvort sem það er með lofthreinsitæki, viftu eða hreinlega opna gluggann nógu oft á dag,“ segir Kristinn að lokum. Hér er aðeins stiklað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Loftgæði Reykjavík síðdegis Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent