Formaður BHM ryður burt staðreyndum Jóhannes Þór Skúlason skrifar 16. mars 2023 09:31 Formaður BHM fór mikinn í fréttum RÚV í vikunni um að ruðningsáhrif af umsvifum ferðaþjónustu væru grunnurinn að gífurlegum verðhækkunum á húsnæðismarkaði síðastliðin ár. Skoðum þetta aðeins. Hækkun ráðstöfunartekna og sögulega lágt vaxtastig hafa ýtt undir aukin fasteignakaup Samkvæmt formanni BHM er greiningin sem vísað er til innlegg í kjaraviðræður, en þar er þó ekki minnst á þá staðreynd að laun í landinu hafa hækkað um tugi prósenta frá árinu 2015 – launavísitala hefur hækkað um rúmlega 340 stig eða að meðaltali um 7,5% á ári. Það er þróun sem m.a. hefur verið drifin áfram af BHM fyrir hönd háskólamenntaðs launafólks, enda sýna gögn Hagstofunnar að miðgildi tekna háskólamenntaðra hækkaði um 27% milli 2015 og 2020. Á sama tíma hefur kaupmáttur hækkað stöðugt, líka á faraldursárunum. Og hvers vegna skiptir það máli? Jú, það er vel þekkt staðreynd að auknar ráðstöfunartekjur og aukinn kaupmáttur launa hafa áhrif á hegðun fólks á fasteignamarkaði. Skuldir eru yfirleitt hlutfall af launum og fólk með hærri laun getur tekið hærri lán til að kaupa húsnæði - og gerir það. Þegar þessar staðreyndir parast við sögulega lágt vaxtastig (mjög ódýrt lánsfjármagn) og sögulega lága skuldsetningu heimila þá drífur það áfram ástand eins og við höfum séð á húsnæðismarkaði síðustu ár. Þar sem það varð nærri regla frekar en undantekning að fólk byði hærra verð í eignina en sett er upp. Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika benti á það nýlega að þegar greiðslugeta heimila til fasteignakaupa er borin saman á nokkurra ára tímabili þurfi að taka tillit til launahækkana og skattabreytinga, og að í yfir 70% tilvika hafi tekjur hækkað meira en greiðslubyrði lána. Þegar litið sé til meðaltalsreikninga hafi greiðslugeta fjölskyldu með tvö börn vaxið úr 250 þúsund í byrjun ársins 2020 í 450 þúsund. Þannig hefur hvati til fasteignakaupa aukist síðastliðin ár vegna hagfelldra undirliggjandi þátta heimilisbókhaldsins og á fjármálamarkaði. Það þarf ekki annað en að horfa á aðgerðir Seðlabanka Íslands til að stemma stigu við þessari þróun á síðustu misserum sem og yfirlýsingar Seðlabankastjóra um sama efni til að fá staðfestingu á þessu samhengi. Það skýtur því skökku við að ekkert sé fjallað um þessar þekktu staðreyndir í greiningu BHM og umfjöllun formannsins. Eignum í ferðaþjónustuútleigu hefur fækkað síðustu fjögur ár, ekki fjölgað En hvað með ruðningsáhrif ferðaþjónustu? Möguleg ruðningsáhrif byggja aðallega á tvennu, annars vegar minna framboði á húsnæðismarkaði vegna útleigu íbúa til ferðamanna (AirBnB ofl.) og hins vegar innflutningi erlends starfsfólks í ferðaþjónustu sem eykur eftirspurn á húsnæðismarkaði. Staðreyndin er hins vegar sú að á síðustu þremur árum, þegar húsnæðisverð hefur hækkað ótrúlega hratt, hafa áhrif beggja þessara þátta farið verulega og augljóslega minnkandi. - Skammtímaleiga til ferðamanna (AirBnB) Eins og fram kemur í greiningu BHM eru verðhækkanir á fasteignamarkaði síðustu þriggja ára mun meiri en árin þar á undan. Á því tímabili er hins vegar augljóst að ruðningsáhrif skammtímaleigu vegna ferðaþjónustu á fasteignamarkaði hafa farið minnkandi. Í mælaborði ferðaþjónustunnar sést að heilum eignum í AirBnB útleigu fækkaði um 36% á milli júlí 2018 og júlí 2020 og fækkaði um 21% milli júlí 2018 og júlí 2022. Það þýðir að á síðustu fjórum árum hafa eignir færst úr ferðaþjónustuútleigu yfir í langtímaleigu eða sölu á fasteignamarkaði og það hefur aukið framboð á markaðnum, ekki minnkað það. - Húsnæðisþörf vegna innflutts vinnuaflsSamkvæmt tölum Hagstofunnar jókst hlutfall starfandi innflytjenda á vinnumarkaði í heild úr 19% í 21% á árunum 2018 til 2022, sem er fjölgun um tæplega 5.500 manns. Það er því augljóst að ekki er hægt að kenna stórauknum þrýstingi vegna innflutts vinnuafls í ferðaþjónustu sérstaklega um hækkun húsnæðisverðs á þessu tímabili. Aðflutningur fólks til landsins eykur almennt þrýsting á húsnæðismarkaði en þar koma til margir samverkandi þættir, t.d. aukin þörf fyrir erlent vinnuafl í mörgum atvinnugreinum (ekki bara ferðaþjónustu heldur einnig t.d. í byggingariðnaði, fiskeldi og hugverkagreinum) og koma um 2500 flóttamanna til landsins á árinu 2022. Punkturinn hér er sá að það er ekki hægt að taka ruðningsáhrif vegna umsvifa ferðaþjónustu sérstaklega út fyrir sviga í þessu samhengi vegna áranna 2018-2022 þar sem hækkun húsnæðisverðs hefur verið hvað mest. Húsnæðisframboðið strandar á öðrum þáttum Húsnæðisverð hefur hækkað gífurlega síðustu fjögur ár. Á sama tíma hefur fasteignum í ferðaþjónustuútleigu fækkað um rúman fimmtung og fjölgun starfandi innflytjenda á vinnumarkaði ekki hækkað nema um þrjú prósentustig. Að sjálfsögðu býr aukin þörf á aðfluttu vinnuafli til þrýsting á húsnæðismarkað, en lítið hagkerfi í vexti þarf bráðnauðsynlega á innfluttu vinnuafli með fjölbreytta menntun að halda. Eins og staðan er í dag hamlar húsnæðisskortur því vexti atvinnugreina en ekki öfugt. Ljóst er að hækkun fasteignaverðs á tíma heimsfaraldurs Covid verður því ekki rakin sérstaklega til ruðningsáhrifa ferðaþjónustu. Hér skal ekki á móti því mælt að sprengivöxtur ferðaþjónustu olli ýmsum þrýstingi á innviði á síðasta áratug en eins og sjá má á myndinni (sem fengin er úr greiningu BHM) voru áhrif þess á húsnæðisverð nærri að fullu komin fram árið 2017. Jafnframt mat Hagdeild Íbúðalánasjóðs uppsöfnuð áhrif AirBnB gistingar til hækkunar meðalfermetraverðs 2015-2017 aðeins um 5-9% og mat Seðlabanka Íslands var að AirBnB hefði valdið 6% hækkun raunverðs íbúða á höfuðborgarsvæðinu á sama tímabili. Þegar kemur að hækkun húsnæðisverðs, sérstaklega síðustu þrjú til fjögur ár, verða formaður og hagfræðingar BHM því að leita annarra skýringa en að kenna ruðningsáhrifum umsvifa ferðaþjónustu um allt saman. Við skulum tala um hlutina eins og þeir eru, stóra vandamálið er skortur á framboði af húsnæði, lóðum og byggingum. Húsnæðisþörfin nemur um 4.000 íbúðum á ári en undan farin ár hefur árlegt framboð aðeins verið um 1.500-2000 íbúðir, og við bætist lóðaskortur sem stafar af því að byggingarferli tekur of langan tíma og þétting byggðar er svifasein í framkvæmd. Svo Síðast en ekki síst má benda BHM á að stjórnvöld og atvinnugreinin hafa þegar sett sameiginleg stefnumið um sjálfbæran vöxt ferðaþjónustu til framtíðar og að það sæmir ekki formanni BHM að saka heila atvinnugrein í viðspyrnu upp úr heimshruni um hömluleysi og gróðasókn í þessu samhengi. Kjaraviðræður veita ekki opið skotleyfi á heila atvinnugrein á hæpnum hagfræðilegum forsendum. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhannes Þór Skúlason Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Formaður BHM fór mikinn í fréttum RÚV í vikunni um að ruðningsáhrif af umsvifum ferðaþjónustu væru grunnurinn að gífurlegum verðhækkunum á húsnæðismarkaði síðastliðin ár. Skoðum þetta aðeins. Hækkun ráðstöfunartekna og sögulega lágt vaxtastig hafa ýtt undir aukin fasteignakaup Samkvæmt formanni BHM er greiningin sem vísað er til innlegg í kjaraviðræður, en þar er þó ekki minnst á þá staðreynd að laun í landinu hafa hækkað um tugi prósenta frá árinu 2015 – launavísitala hefur hækkað um rúmlega 340 stig eða að meðaltali um 7,5% á ári. Það er þróun sem m.a. hefur verið drifin áfram af BHM fyrir hönd háskólamenntaðs launafólks, enda sýna gögn Hagstofunnar að miðgildi tekna háskólamenntaðra hækkaði um 27% milli 2015 og 2020. Á sama tíma hefur kaupmáttur hækkað stöðugt, líka á faraldursárunum. Og hvers vegna skiptir það máli? Jú, það er vel þekkt staðreynd að auknar ráðstöfunartekjur og aukinn kaupmáttur launa hafa áhrif á hegðun fólks á fasteignamarkaði. Skuldir eru yfirleitt hlutfall af launum og fólk með hærri laun getur tekið hærri lán til að kaupa húsnæði - og gerir það. Þegar þessar staðreyndir parast við sögulega lágt vaxtastig (mjög ódýrt lánsfjármagn) og sögulega lága skuldsetningu heimila þá drífur það áfram ástand eins og við höfum séð á húsnæðismarkaði síðustu ár. Þar sem það varð nærri regla frekar en undantekning að fólk byði hærra verð í eignina en sett er upp. Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika benti á það nýlega að þegar greiðslugeta heimila til fasteignakaupa er borin saman á nokkurra ára tímabili þurfi að taka tillit til launahækkana og skattabreytinga, og að í yfir 70% tilvika hafi tekjur hækkað meira en greiðslubyrði lána. Þegar litið sé til meðaltalsreikninga hafi greiðslugeta fjölskyldu með tvö börn vaxið úr 250 þúsund í byrjun ársins 2020 í 450 þúsund. Þannig hefur hvati til fasteignakaupa aukist síðastliðin ár vegna hagfelldra undirliggjandi þátta heimilisbókhaldsins og á fjármálamarkaði. Það þarf ekki annað en að horfa á aðgerðir Seðlabanka Íslands til að stemma stigu við þessari þróun á síðustu misserum sem og yfirlýsingar Seðlabankastjóra um sama efni til að fá staðfestingu á þessu samhengi. Það skýtur því skökku við að ekkert sé fjallað um þessar þekktu staðreyndir í greiningu BHM og umfjöllun formannsins. Eignum í ferðaþjónustuútleigu hefur fækkað síðustu fjögur ár, ekki fjölgað En hvað með ruðningsáhrif ferðaþjónustu? Möguleg ruðningsáhrif byggja aðallega á tvennu, annars vegar minna framboði á húsnæðismarkaði vegna útleigu íbúa til ferðamanna (AirBnB ofl.) og hins vegar innflutningi erlends starfsfólks í ferðaþjónustu sem eykur eftirspurn á húsnæðismarkaði. Staðreyndin er hins vegar sú að á síðustu þremur árum, þegar húsnæðisverð hefur hækkað ótrúlega hratt, hafa áhrif beggja þessara þátta farið verulega og augljóslega minnkandi. - Skammtímaleiga til ferðamanna (AirBnB) Eins og fram kemur í greiningu BHM eru verðhækkanir á fasteignamarkaði síðustu þriggja ára mun meiri en árin þar á undan. Á því tímabili er hins vegar augljóst að ruðningsáhrif skammtímaleigu vegna ferðaþjónustu á fasteignamarkaði hafa farið minnkandi. Í mælaborði ferðaþjónustunnar sést að heilum eignum í AirBnB útleigu fækkaði um 36% á milli júlí 2018 og júlí 2020 og fækkaði um 21% milli júlí 2018 og júlí 2022. Það þýðir að á síðustu fjórum árum hafa eignir færst úr ferðaþjónustuútleigu yfir í langtímaleigu eða sölu á fasteignamarkaði og það hefur aukið framboð á markaðnum, ekki minnkað það. - Húsnæðisþörf vegna innflutts vinnuaflsSamkvæmt tölum Hagstofunnar jókst hlutfall starfandi innflytjenda á vinnumarkaði í heild úr 19% í 21% á árunum 2018 til 2022, sem er fjölgun um tæplega 5.500 manns. Það er því augljóst að ekki er hægt að kenna stórauknum þrýstingi vegna innflutts vinnuafls í ferðaþjónustu sérstaklega um hækkun húsnæðisverðs á þessu tímabili. Aðflutningur fólks til landsins eykur almennt þrýsting á húsnæðismarkaði en þar koma til margir samverkandi þættir, t.d. aukin þörf fyrir erlent vinnuafl í mörgum atvinnugreinum (ekki bara ferðaþjónustu heldur einnig t.d. í byggingariðnaði, fiskeldi og hugverkagreinum) og koma um 2500 flóttamanna til landsins á árinu 2022. Punkturinn hér er sá að það er ekki hægt að taka ruðningsáhrif vegna umsvifa ferðaþjónustu sérstaklega út fyrir sviga í þessu samhengi vegna áranna 2018-2022 þar sem hækkun húsnæðisverðs hefur verið hvað mest. Húsnæðisframboðið strandar á öðrum þáttum Húsnæðisverð hefur hækkað gífurlega síðustu fjögur ár. Á sama tíma hefur fasteignum í ferðaþjónustuútleigu fækkað um rúman fimmtung og fjölgun starfandi innflytjenda á vinnumarkaði ekki hækkað nema um þrjú prósentustig. Að sjálfsögðu býr aukin þörf á aðfluttu vinnuafli til þrýsting á húsnæðismarkað, en lítið hagkerfi í vexti þarf bráðnauðsynlega á innfluttu vinnuafli með fjölbreytta menntun að halda. Eins og staðan er í dag hamlar húsnæðisskortur því vexti atvinnugreina en ekki öfugt. Ljóst er að hækkun fasteignaverðs á tíma heimsfaraldurs Covid verður því ekki rakin sérstaklega til ruðningsáhrifa ferðaþjónustu. Hér skal ekki á móti því mælt að sprengivöxtur ferðaþjónustu olli ýmsum þrýstingi á innviði á síðasta áratug en eins og sjá má á myndinni (sem fengin er úr greiningu BHM) voru áhrif þess á húsnæðisverð nærri að fullu komin fram árið 2017. Jafnframt mat Hagdeild Íbúðalánasjóðs uppsöfnuð áhrif AirBnB gistingar til hækkunar meðalfermetraverðs 2015-2017 aðeins um 5-9% og mat Seðlabanka Íslands var að AirBnB hefði valdið 6% hækkun raunverðs íbúða á höfuðborgarsvæðinu á sama tímabili. Þegar kemur að hækkun húsnæðisverðs, sérstaklega síðustu þrjú til fjögur ár, verða formaður og hagfræðingar BHM því að leita annarra skýringa en að kenna ruðningsáhrifum umsvifa ferðaþjónustu um allt saman. Við skulum tala um hlutina eins og þeir eru, stóra vandamálið er skortur á framboði af húsnæði, lóðum og byggingum. Húsnæðisþörfin nemur um 4.000 íbúðum á ári en undan farin ár hefur árlegt framboð aðeins verið um 1.500-2000 íbúðir, og við bætist lóðaskortur sem stafar af því að byggingarferli tekur of langan tíma og þétting byggðar er svifasein í framkvæmd. Svo Síðast en ekki síst má benda BHM á að stjórnvöld og atvinnugreinin hafa þegar sett sameiginleg stefnumið um sjálfbæran vöxt ferðaþjónustu til framtíðar og að það sæmir ekki formanni BHM að saka heila atvinnugrein í viðspyrnu upp úr heimshruni um hömluleysi og gróðasókn í þessu samhengi. Kjaraviðræður veita ekki opið skotleyfi á heila atvinnugrein á hæpnum hagfræðilegum forsendum. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun