KV gefst ekki upp: Segir stóra málið að KSÍ hafi ekki farið eftir reglum Sindri Sverrisson skrifar 15. mars 2023 14:00 Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, og hennar stjórn fóru að mati KV ekki eftir settum reglum þegar Ægi var úthlutað sæti í Lengjudeild vegna brotthvarfs Kórdrengja. Vísir/Hulda Margrét Þó að aðeins 50 dagar séu þar til að keppni í Lengjudeild karla í fótbolta ríkir enn ákveðin óvissa um hvaða lið spila þar. KV hefur skotið til baka kæru til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ og krefst áframhaldandi sætis í deildinni, sem þó er ekki víst að félagið þiggi. Um miðjan febrúar greindi Knattspyrnusamband Íslands frá þeirri ákvörðun stjórnar að taka þátttökutilkynningu Kórdrengja, sem áttu sæti í Lengjudeildinni, ekki gilda. Stjórnin samþykkti þá jafnframt að færa lið Ægis upp í Lengjudeildina, en Þorlákshafnarbúar höfðu endað í 3. sæti í 2. deild í fyrra og þar með verið einu sæti frá því að komast upp í Lengjudeild. Þetta hafa Vesturbæingarnir í KV sett stórt spurningamerki við, en þeir enduðu í næstneðsta sæti Lengjudeildarinnar í fyrra. Þeir kærðu ákvörðun stjórnarinnar til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ, sem vísaði málinu frá. Það gerði nefndin meðal annars með þeim rökum að KV hefði ekki gert skýra kröfu um sæti í Lengjudeildinni, heldur aðeins farið fram á „réttmætan möguleika“ á sæti þar, og að beina hefði átt kærunni einnig að Ægi. „Ef farið væri eftir settum reglum ætti KV að vera boðið að fá sætið“ Auðunn Örn Gylfason, formaður KV, segir að nú sé búið að skjóta málinu aftur til aga- og úrskurðarnefndar sem væntanlega þarf að hafa hraðar hendur nú þegar óðum styttist í að Íslandsmótið hefjist. „Við fengum knappan tíma til að leggja fram kæru fyrst og erum betur undirbúnir núna til að koma kærunni til skila í samræmi við það sem var krafist. Nú hafa lögfræðingar okkar skrifað upp kæruna og sá formgalli ætti að vera úr sögunni sem var meginástæðan fyrir því að málinu var vísað frá,“ segir Auðunn. Í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót segir að almenna reglan sé sú að liðið í 3. sæti næstu deildar fyrir neðan flytjist upp um deild þegar liði sé vísað úr keppni. En ef slíkt er afleiðing þess að þátttökuleyfi hafi ekki verið veitt, eða dregið til baka samkvæmt leyfiskerfi KSÍ, skal farið eftir þessari reglu: „Ef sæti losnar í 1. deild vegna þess að umsókn um þátttökuleyfi var hafnað skal liðið sem féll úr deildinni árið áður og var í næstneðsta sæti, taka lausa sætið ef það uppfyllir skilyrði til þátttökuleyfis í 1. deild, ella liðið sem varð í neðsta sæti, og síðan liðið sem varð í 3. sæti í 2. deild, o.s.frv.“ Þess vegna telja forráðamenn KV sig hafa verið hlunnfarna þegar Ægi var boðið laust sæti: „Við erum bara að óska eftir því að farið sé rétt eftir reglugerðum og lögum um knattspyrnumót þegar kemur að því að Kórdrengjum sé vísað úr keppni og öðru liði boðið sæti. Ef farið væri eftir settum reglum ætti KV að vera boðið að fá sætið,“ segir Auðunn sem gefur hins vegar lítið upp um það hvort að KV myndi þiggja sæti í Lengjudeild ef til þess kæmi, svo skömmu fyrir mót: „Nú er í forgangi að vinna þetta mál. Við erum bjartsýnir á góða niðurstöðu og við eigum rétt á sætinu. Þá værum við alla vega búnir að vinna það mál að KSÍ hafi ekki farið eftir settum reglum, sem er stóra málið í þessu.“ KV Lengjudeild karla KSÍ Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu Sjá meira
Um miðjan febrúar greindi Knattspyrnusamband Íslands frá þeirri ákvörðun stjórnar að taka þátttökutilkynningu Kórdrengja, sem áttu sæti í Lengjudeildinni, ekki gilda. Stjórnin samþykkti þá jafnframt að færa lið Ægis upp í Lengjudeildina, en Þorlákshafnarbúar höfðu endað í 3. sæti í 2. deild í fyrra og þar með verið einu sæti frá því að komast upp í Lengjudeild. Þetta hafa Vesturbæingarnir í KV sett stórt spurningamerki við, en þeir enduðu í næstneðsta sæti Lengjudeildarinnar í fyrra. Þeir kærðu ákvörðun stjórnarinnar til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ, sem vísaði málinu frá. Það gerði nefndin meðal annars með þeim rökum að KV hefði ekki gert skýra kröfu um sæti í Lengjudeildinni, heldur aðeins farið fram á „réttmætan möguleika“ á sæti þar, og að beina hefði átt kærunni einnig að Ægi. „Ef farið væri eftir settum reglum ætti KV að vera boðið að fá sætið“ Auðunn Örn Gylfason, formaður KV, segir að nú sé búið að skjóta málinu aftur til aga- og úrskurðarnefndar sem væntanlega þarf að hafa hraðar hendur nú þegar óðum styttist í að Íslandsmótið hefjist. „Við fengum knappan tíma til að leggja fram kæru fyrst og erum betur undirbúnir núna til að koma kærunni til skila í samræmi við það sem var krafist. Nú hafa lögfræðingar okkar skrifað upp kæruna og sá formgalli ætti að vera úr sögunni sem var meginástæðan fyrir því að málinu var vísað frá,“ segir Auðunn. Í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót segir að almenna reglan sé sú að liðið í 3. sæti næstu deildar fyrir neðan flytjist upp um deild þegar liði sé vísað úr keppni. En ef slíkt er afleiðing þess að þátttökuleyfi hafi ekki verið veitt, eða dregið til baka samkvæmt leyfiskerfi KSÍ, skal farið eftir þessari reglu: „Ef sæti losnar í 1. deild vegna þess að umsókn um þátttökuleyfi var hafnað skal liðið sem féll úr deildinni árið áður og var í næstneðsta sæti, taka lausa sætið ef það uppfyllir skilyrði til þátttökuleyfis í 1. deild, ella liðið sem varð í neðsta sæti, og síðan liðið sem varð í 3. sæti í 2. deild, o.s.frv.“ Þess vegna telja forráðamenn KV sig hafa verið hlunnfarna þegar Ægi var boðið laust sæti: „Við erum bara að óska eftir því að farið sé rétt eftir reglugerðum og lögum um knattspyrnumót þegar kemur að því að Kórdrengjum sé vísað úr keppni og öðru liði boðið sæti. Ef farið væri eftir settum reglum ætti KV að vera boðið að fá sætið,“ segir Auðunn sem gefur hins vegar lítið upp um það hvort að KV myndi þiggja sæti í Lengjudeild ef til þess kæmi, svo skömmu fyrir mót: „Nú er í forgangi að vinna þetta mál. Við erum bjartsýnir á góða niðurstöðu og við eigum rétt á sætinu. Þá værum við alla vega búnir að vinna það mál að KSÍ hafi ekki farið eftir settum reglum, sem er stóra málið í þessu.“
„Ef sæti losnar í 1. deild vegna þess að umsókn um þátttökuleyfi var hafnað skal liðið sem féll úr deildinni árið áður og var í næstneðsta sæti, taka lausa sætið ef það uppfyllir skilyrði til þátttökuleyfis í 1. deild, ella liðið sem varð í neðsta sæti, og síðan liðið sem varð í 3. sæti í 2. deild, o.s.frv.“
KV Lengjudeild karla KSÍ Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu Sjá meira