KV gefst ekki upp: Segir stóra málið að KSÍ hafi ekki farið eftir reglum Sindri Sverrisson skrifar 15. mars 2023 14:00 Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, og hennar stjórn fóru að mati KV ekki eftir settum reglum þegar Ægi var úthlutað sæti í Lengjudeild vegna brotthvarfs Kórdrengja. Vísir/Hulda Margrét Þó að aðeins 50 dagar séu þar til að keppni í Lengjudeild karla í fótbolta ríkir enn ákveðin óvissa um hvaða lið spila þar. KV hefur skotið til baka kæru til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ og krefst áframhaldandi sætis í deildinni, sem þó er ekki víst að félagið þiggi. Um miðjan febrúar greindi Knattspyrnusamband Íslands frá þeirri ákvörðun stjórnar að taka þátttökutilkynningu Kórdrengja, sem áttu sæti í Lengjudeildinni, ekki gilda. Stjórnin samþykkti þá jafnframt að færa lið Ægis upp í Lengjudeildina, en Þorlákshafnarbúar höfðu endað í 3. sæti í 2. deild í fyrra og þar með verið einu sæti frá því að komast upp í Lengjudeild. Þetta hafa Vesturbæingarnir í KV sett stórt spurningamerki við, en þeir enduðu í næstneðsta sæti Lengjudeildarinnar í fyrra. Þeir kærðu ákvörðun stjórnarinnar til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ, sem vísaði málinu frá. Það gerði nefndin meðal annars með þeim rökum að KV hefði ekki gert skýra kröfu um sæti í Lengjudeildinni, heldur aðeins farið fram á „réttmætan möguleika“ á sæti þar, og að beina hefði átt kærunni einnig að Ægi. „Ef farið væri eftir settum reglum ætti KV að vera boðið að fá sætið“ Auðunn Örn Gylfason, formaður KV, segir að nú sé búið að skjóta málinu aftur til aga- og úrskurðarnefndar sem væntanlega þarf að hafa hraðar hendur nú þegar óðum styttist í að Íslandsmótið hefjist. „Við fengum knappan tíma til að leggja fram kæru fyrst og erum betur undirbúnir núna til að koma kærunni til skila í samræmi við það sem var krafist. Nú hafa lögfræðingar okkar skrifað upp kæruna og sá formgalli ætti að vera úr sögunni sem var meginástæðan fyrir því að málinu var vísað frá,“ segir Auðunn. Í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót segir að almenna reglan sé sú að liðið í 3. sæti næstu deildar fyrir neðan flytjist upp um deild þegar liði sé vísað úr keppni. En ef slíkt er afleiðing þess að þátttökuleyfi hafi ekki verið veitt, eða dregið til baka samkvæmt leyfiskerfi KSÍ, skal farið eftir þessari reglu: „Ef sæti losnar í 1. deild vegna þess að umsókn um þátttökuleyfi var hafnað skal liðið sem féll úr deildinni árið áður og var í næstneðsta sæti, taka lausa sætið ef það uppfyllir skilyrði til þátttökuleyfis í 1. deild, ella liðið sem varð í neðsta sæti, og síðan liðið sem varð í 3. sæti í 2. deild, o.s.frv.“ Þess vegna telja forráðamenn KV sig hafa verið hlunnfarna þegar Ægi var boðið laust sæti: „Við erum bara að óska eftir því að farið sé rétt eftir reglugerðum og lögum um knattspyrnumót þegar kemur að því að Kórdrengjum sé vísað úr keppni og öðru liði boðið sæti. Ef farið væri eftir settum reglum ætti KV að vera boðið að fá sætið,“ segir Auðunn sem gefur hins vegar lítið upp um það hvort að KV myndi þiggja sæti í Lengjudeild ef til þess kæmi, svo skömmu fyrir mót: „Nú er í forgangi að vinna þetta mál. Við erum bjartsýnir á góða niðurstöðu og við eigum rétt á sætinu. Þá værum við alla vega búnir að vinna það mál að KSÍ hafi ekki farið eftir settum reglum, sem er stóra málið í þessu.“ KV Lengjudeild karla KSÍ Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Sjá meira
Um miðjan febrúar greindi Knattspyrnusamband Íslands frá þeirri ákvörðun stjórnar að taka þátttökutilkynningu Kórdrengja, sem áttu sæti í Lengjudeildinni, ekki gilda. Stjórnin samþykkti þá jafnframt að færa lið Ægis upp í Lengjudeildina, en Þorlákshafnarbúar höfðu endað í 3. sæti í 2. deild í fyrra og þar með verið einu sæti frá því að komast upp í Lengjudeild. Þetta hafa Vesturbæingarnir í KV sett stórt spurningamerki við, en þeir enduðu í næstneðsta sæti Lengjudeildarinnar í fyrra. Þeir kærðu ákvörðun stjórnarinnar til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ, sem vísaði málinu frá. Það gerði nefndin meðal annars með þeim rökum að KV hefði ekki gert skýra kröfu um sæti í Lengjudeildinni, heldur aðeins farið fram á „réttmætan möguleika“ á sæti þar, og að beina hefði átt kærunni einnig að Ægi. „Ef farið væri eftir settum reglum ætti KV að vera boðið að fá sætið“ Auðunn Örn Gylfason, formaður KV, segir að nú sé búið að skjóta málinu aftur til aga- og úrskurðarnefndar sem væntanlega þarf að hafa hraðar hendur nú þegar óðum styttist í að Íslandsmótið hefjist. „Við fengum knappan tíma til að leggja fram kæru fyrst og erum betur undirbúnir núna til að koma kærunni til skila í samræmi við það sem var krafist. Nú hafa lögfræðingar okkar skrifað upp kæruna og sá formgalli ætti að vera úr sögunni sem var meginástæðan fyrir því að málinu var vísað frá,“ segir Auðunn. Í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót segir að almenna reglan sé sú að liðið í 3. sæti næstu deildar fyrir neðan flytjist upp um deild þegar liði sé vísað úr keppni. En ef slíkt er afleiðing þess að þátttökuleyfi hafi ekki verið veitt, eða dregið til baka samkvæmt leyfiskerfi KSÍ, skal farið eftir þessari reglu: „Ef sæti losnar í 1. deild vegna þess að umsókn um þátttökuleyfi var hafnað skal liðið sem féll úr deildinni árið áður og var í næstneðsta sæti, taka lausa sætið ef það uppfyllir skilyrði til þátttökuleyfis í 1. deild, ella liðið sem varð í neðsta sæti, og síðan liðið sem varð í 3. sæti í 2. deild, o.s.frv.“ Þess vegna telja forráðamenn KV sig hafa verið hlunnfarna þegar Ægi var boðið laust sæti: „Við erum bara að óska eftir því að farið sé rétt eftir reglugerðum og lögum um knattspyrnumót þegar kemur að því að Kórdrengjum sé vísað úr keppni og öðru liði boðið sæti. Ef farið væri eftir settum reglum ætti KV að vera boðið að fá sætið,“ segir Auðunn sem gefur hins vegar lítið upp um það hvort að KV myndi þiggja sæti í Lengjudeild ef til þess kæmi, svo skömmu fyrir mót: „Nú er í forgangi að vinna þetta mál. Við erum bjartsýnir á góða niðurstöðu og við eigum rétt á sætinu. Þá værum við alla vega búnir að vinna það mál að KSÍ hafi ekki farið eftir settum reglum, sem er stóra málið í þessu.“
„Ef sæti losnar í 1. deild vegna þess að umsókn um þátttökuleyfi var hafnað skal liðið sem féll úr deildinni árið áður og var í næstneðsta sæti, taka lausa sætið ef það uppfyllir skilyrði til þátttökuleyfis í 1. deild, ella liðið sem varð í neðsta sæti, og síðan liðið sem varð í 3. sæti í 2. deild, o.s.frv.“
KV Lengjudeild karla KSÍ Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Sjá meira