Bönkunum gert að spara meira fyrir mögulegum áföllum Heimir Már Pétursson skrifar 15. mars 2023 11:55 Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans hefur ákveðið að hækka framlög viðskiptabankanna í fjármálastöðugleika úr 2 prósentum í 2,5 prósent og tekur hækkunin samkvæmt reglum gildu eftir tólf mánuði. Vísir/Vilhelm Seðlabankinn ákvað í dag að hækka framlög viðskiptabankanna í sveiflujöfnunarauka upp í 2,5 prósent og hefur hlutfallið aldrei verið hærra. Þótt fjármálakerfið standi traustum fótum að mati bankans fari fjármálaskilyrði heimila og fyrirtækja versnandi í þrálátri verðbólgu. Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans kynnti skýrslu sína um stöðu efnahagsmála í morgun þar sem segir að rekstur kerfislega mikilvægra banka hafi gengið vel og þeir stutt við heimili og fyrirtæki. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir eiginfjár- og lausafjárstöðu bankanna sterka. „Fjármálaskilyrði heimila og fyrirtækja fara þó versnandi vegna mikillar verðbólgu og hærri vaxta. Útlit er fyrir að verðbólga verði þrálát og að greiðslubyrði lána þyngist,“ segir Ásgeir. Ásgeir Jónsson segir allar aðgerðir Seðlabankans miða að því að hægja á fjármálakerfinu og draga úr neyslu.Vísir/Vilhelm Vandi fjármálafyrirtækja á alþjóðlegum mörkuðum væri áminning um nauðsyn þess að innlánsstofnanir byggju yfir nægjanlegum styrk til að geta sinnt hlutverki sínu. Aðgerðir Seðlabanks með hertari lánaskilyrðum vegna húsnæðislána og hækkunum vaxta hafi náð að vinna gegn mikilli þenslu í þjóðfélaginu og dregið hefði úr spennu á íbúðamarkaði, „Lánþegaskilyrðin hafa dregið markvert úr áhættusömum lánveitingum. Einnig eru lánveitendur vel í stakk búnir til að draga úr greiðslubyrði með breyttu lánsformi. Fjármálastöðugleikanefnd áréttar mikilvægi þess að lánveitendur á íbúðalánamarkaði vinni með lántakendum, nú sem áður, til að fyrirbyggja greiðsluerfiðleika eins og kostur er,“ segir seðlabankastjóri. Við endurskipulagningu bankakerfisins eftir hrun þess árið 2008 voru varnir fjármálakerfisins efldar og ýmsir varnaglar slegnir. Til að mynda var tekinn upp svo kallaður sveiflujöfnunarauki sem er krafa á að bankarnir leggi til fjármuni til að mæta áföllum. Hann var afnuminn haustið 2020 en settur aftur á í fyrra og var þá 2 prósent. Í morgun ákvað fjármálastöðufleikanefnd að hækka sveiflujöfnunaraukann í 2,5 prósent og hefur hann aldrei verið hærri. „Sem bæði ætti að hægja á bankakerfinu að lána út og einnig ættu þeir að búa í haginn ef það verður hörð lending í efnahagslífinu eftir ár eða tvö. Þannig að við erum með þessum aðgerðum í rauninni að reyna að hægja á fjármálakerfinu,“ segir Ásgeir Jónsson. Hann vill hins vegar ekkert segja um líkur á hækkun meginvaxta Seðlabankans á vaxtaákvörðunardegi á miðvikudag í næstu viku þótt flestir spáaðilar reikni með að vextirnir hækki og þá um allt að 0,75 prósentustig.Það yrði þá tólfta vxtahækkun Seðlabankans í röð. Efnahagsmál Húsnæðismál Íslenskir bankar Seðlabankinn Tengdar fréttir Seðlabankinn hækkar eiginfjárkröfu á bankanna vegna aukinnar áhættu Þrátt fyrir að fjármálakerfið hér á landi „standi traustum fótum“ þá hefur fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands ákveðið að setja hærri eiginfjárkröfu á bankanna til að auka enn frekar viðnámsþrótt þeirra vegna innlendrar þenslu og aukinnar áhættu á erlendum mörkuðum. Þá hafa fjármálaskilyrði heimila farið versnandi og útlit er fyrir að verðbólga verði „þrálát og greiðslubyrði lána þyngist.“ 15. mars 2023 09:03 Spá 75 punkta stýrivaxtahækkun Seðlabankans Greining Íslandsbanka spáir því að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti um 75 punkta í næstu viku þannig að þeir fari úr 6,5 prósentum í 7,25 prósent. 15. mars 2023 08:45 Telja fjármálakerfið hér standa traustum fótum Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans telur að innlent fjármálakerf standi traustum fótum. Þó hafa fjármálaskilyrði heimila og fyrirtækja farið versnandi vegna mikillar verðbólgu og hærri vaxta. Útlit er fyrir að verðbólga verði þrálát. 15. mars 2023 08:43 Mest lesið Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Sjá meira
Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans kynnti skýrslu sína um stöðu efnahagsmála í morgun þar sem segir að rekstur kerfislega mikilvægra banka hafi gengið vel og þeir stutt við heimili og fyrirtæki. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir eiginfjár- og lausafjárstöðu bankanna sterka. „Fjármálaskilyrði heimila og fyrirtækja fara þó versnandi vegna mikillar verðbólgu og hærri vaxta. Útlit er fyrir að verðbólga verði þrálát og að greiðslubyrði lána þyngist,“ segir Ásgeir. Ásgeir Jónsson segir allar aðgerðir Seðlabankans miða að því að hægja á fjármálakerfinu og draga úr neyslu.Vísir/Vilhelm Vandi fjármálafyrirtækja á alþjóðlegum mörkuðum væri áminning um nauðsyn þess að innlánsstofnanir byggju yfir nægjanlegum styrk til að geta sinnt hlutverki sínu. Aðgerðir Seðlabanks með hertari lánaskilyrðum vegna húsnæðislána og hækkunum vaxta hafi náð að vinna gegn mikilli þenslu í þjóðfélaginu og dregið hefði úr spennu á íbúðamarkaði, „Lánþegaskilyrðin hafa dregið markvert úr áhættusömum lánveitingum. Einnig eru lánveitendur vel í stakk búnir til að draga úr greiðslubyrði með breyttu lánsformi. Fjármálastöðugleikanefnd áréttar mikilvægi þess að lánveitendur á íbúðalánamarkaði vinni með lántakendum, nú sem áður, til að fyrirbyggja greiðsluerfiðleika eins og kostur er,“ segir seðlabankastjóri. Við endurskipulagningu bankakerfisins eftir hrun þess árið 2008 voru varnir fjármálakerfisins efldar og ýmsir varnaglar slegnir. Til að mynda var tekinn upp svo kallaður sveiflujöfnunarauki sem er krafa á að bankarnir leggi til fjármuni til að mæta áföllum. Hann var afnuminn haustið 2020 en settur aftur á í fyrra og var þá 2 prósent. Í morgun ákvað fjármálastöðufleikanefnd að hækka sveiflujöfnunaraukann í 2,5 prósent og hefur hann aldrei verið hærri. „Sem bæði ætti að hægja á bankakerfinu að lána út og einnig ættu þeir að búa í haginn ef það verður hörð lending í efnahagslífinu eftir ár eða tvö. Þannig að við erum með þessum aðgerðum í rauninni að reyna að hægja á fjármálakerfinu,“ segir Ásgeir Jónsson. Hann vill hins vegar ekkert segja um líkur á hækkun meginvaxta Seðlabankans á vaxtaákvörðunardegi á miðvikudag í næstu viku þótt flestir spáaðilar reikni með að vextirnir hækki og þá um allt að 0,75 prósentustig.Það yrði þá tólfta vxtahækkun Seðlabankans í röð.
Efnahagsmál Húsnæðismál Íslenskir bankar Seðlabankinn Tengdar fréttir Seðlabankinn hækkar eiginfjárkröfu á bankanna vegna aukinnar áhættu Þrátt fyrir að fjármálakerfið hér á landi „standi traustum fótum“ þá hefur fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands ákveðið að setja hærri eiginfjárkröfu á bankanna til að auka enn frekar viðnámsþrótt þeirra vegna innlendrar þenslu og aukinnar áhættu á erlendum mörkuðum. Þá hafa fjármálaskilyrði heimila farið versnandi og útlit er fyrir að verðbólga verði „þrálát og greiðslubyrði lána þyngist.“ 15. mars 2023 09:03 Spá 75 punkta stýrivaxtahækkun Seðlabankans Greining Íslandsbanka spáir því að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti um 75 punkta í næstu viku þannig að þeir fari úr 6,5 prósentum í 7,25 prósent. 15. mars 2023 08:45 Telja fjármálakerfið hér standa traustum fótum Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans telur að innlent fjármálakerf standi traustum fótum. Þó hafa fjármálaskilyrði heimila og fyrirtækja farið versnandi vegna mikillar verðbólgu og hærri vaxta. Útlit er fyrir að verðbólga verði þrálát. 15. mars 2023 08:43 Mest lesið Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Sjá meira
Seðlabankinn hækkar eiginfjárkröfu á bankanna vegna aukinnar áhættu Þrátt fyrir að fjármálakerfið hér á landi „standi traustum fótum“ þá hefur fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands ákveðið að setja hærri eiginfjárkröfu á bankanna til að auka enn frekar viðnámsþrótt þeirra vegna innlendrar þenslu og aukinnar áhættu á erlendum mörkuðum. Þá hafa fjármálaskilyrði heimila farið versnandi og útlit er fyrir að verðbólga verði „þrálát og greiðslubyrði lána þyngist.“ 15. mars 2023 09:03
Spá 75 punkta stýrivaxtahækkun Seðlabankans Greining Íslandsbanka spáir því að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti um 75 punkta í næstu viku þannig að þeir fari úr 6,5 prósentum í 7,25 prósent. 15. mars 2023 08:45
Telja fjármálakerfið hér standa traustum fótum Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans telur að innlent fjármálakerf standi traustum fótum. Þó hafa fjármálaskilyrði heimila og fyrirtækja farið versnandi vegna mikillar verðbólgu og hærri vaxta. Útlit er fyrir að verðbólga verði þrálát. 15. mars 2023 08:43