Kynjahljóð Sigurður Helgi Guðjónsson skrifar 15. mars 2023 13:01 Annað veifið koma til kasta Húseigendafélagsins klögumál vegna kynlífsóhljóða í fjölbýlishúsum. Fólk spyr hver sé réttur þess þegar um þverbak keyrir. Oft er í húsum heyrandi nær. Það er margt sem bendir til að kynlíf sé stundað í allríkum mæli í fjöleignarhúsum og hefur svo verið frá öðli alda. Réttur fólks í því efni er álitinn sjálfsagður hluti af eignaráðum þess og er venjuhelgaður. Meginreglan er sú að fólk má stunda kynlíf í íbúðum sínum og það jafnvel með tilþrifum og þarf hvorki að fá til þess leyfi né að standa nokkrum reikningsskap gerða sinna. Á móti kemur réttur annarra íbúa hússins til næðis og friðar og til að þurfa ekki nauðugt viljugt að vera áheyrnarfulltrúar að kynlífsbrölti nágranna sinna. Hávært kynlíf í fjölbýli eitt gleggsta dæmið um að það sem er einum til ánægju og yndis geti verið öðrum til ama og leiðinda. Þetta eru oftast óþægileg feimnismál sem grannar veigra sér við að kvarta yfir. Það er afstætt í tíma og rúmi hvað má og ekki má og hvað er viðeigandi og eðlilegt og hvað er óviðeigandi og óeðlilegt. Það eru engar nákvæmar reglur eða staðlar til um þetta og staðlaráð EB hefur meira að segja látið þetta svið í frið. Óhljóð af þessum toga geta verið skemmtileg fyrst en eru óþolandi til lengdar og særa svo blygðunarsemi granna. Umburðarlyndi og tillitssemi. Í raun og veru gilda alveg sömu sjónarmið og reglur um kynlíf í fjölbýli og um aðrar mannlegar athafnir. Hér eru það eins og endranær hagsmunamat og hin gullnu gildi, tillitssemi og umburðarlyndi sem ráða því hvað má og ekki má. Það er meðalhófið sem gildir um kynlífið eins og annað í fjöleignarhúsum. Eigendum fjöleignarhúsa er skylt að haga hagnýtingu sinni og umgengni þannig að aðrir í húsinu verði ekki fyrir meiri ama, ónæði og óþægindum en óhjákvæmileg er og venjulegt í sambærilegum húsum. Yfirvegað og settlegt kynlíf er sem sagt venjuhelgaður partur af heimilisbrölti fólks. Aðrir eigendur hafa þröngar heimildir til afskipta af því en þó má húsfélag hugsanlega setja hömlulausu og hávaðasömu kynlífi einhverjar skorður. Er þá miðað við meðalhóf og upp- og ofanfólk. Alltaf má í hita leiks búast við einhverjum ópum, skrækjum og fyrirgangi frá íbúðum og venjulegt grannakynlíf verða aðrir eigendur að umlíða þrátt fyrir stöku stunu og eitt og eitt andvarp milli hæða. Öfgar og náttúruhamfarir. Það er alveg ljóst að það er hægt að gerast offari í þessu efni með fyrirgangi og óhljóðum sem fara út fyrir allt velsæmi og æra óstöðugan. Þá er sameigendum óskylt að búa við ósköpin. Það er afstætt í tíma og rúmi hvað má og hvað er eðlilegt. Þeir sem eru fyrirferðarmiklir og háværir eiga ekki kröfu á því að grannar umlíði þeim það. Sömuleiðis eiga þeir sem eru viðkvæmir ekki rétt á því að grannarnir taki sérstakt tillit til þeirra. Allt mannanna bauk og brölt getur valdið óþægindum og ónæði. Eigendur hljóta alltaf að verða fyrir einhverju ónæði eða óþægindum. Það er gömul saga og ný að sumir eru fyrirferðarmeiri í þessu efni en aðrir og aðrir viðkvæmari fyrir kynlífi en sumir. Sumt fólk er hömlulausara og háværara en annað. Sumir koma í kyrrþey, hægt og hljótt, meðan aðrir koma með miklum fyrigangi og látum. Meðan sumir láta fágað andvarp duga, þá hrína aðrir hástöfum. Stundum má líkja því við náttúruhamfarir. Fólki ber eftir föngum að gera ráðstafanir til að draga úr hljóðum sínum og tempra þau eftir föngum. Mörg góð húsráð eru til enda vandamálið ekki nýtt af nálinni. Hefur t.d sængurhorn og koddi í gegn um tíðina reynst vel í að drepa hljóð og varnað mörgu kynlegu hljóði frá að magnast um allt hús. Kópavogur á kortið. Safaríkasta málið af þessum toga er “Óp-og stunumálið í Kópavogi” sem upp kom fyrir hálfum öðrum áratug og olli því að þjóðin stóð á öndinni yfir lýsingum fólks á rekkjulátum nágranna. Ástarleikirnir voru 3 á dag og stóðu í þrjá tíma hver og hafði svo verið í 7 mánuði áður en sambýlisfólkið bugaðist. Óhljóðin voru ómennsk; sambland af útburðarvæli, spangóli hunds, jarmi kinda og Tarsanöskra eins og Johnny Weismuller, var að gera alla gráhærða með á elliheimilinu. Fram að þessu var Kópavogur síðasta sort. Menn villtust stundum og höfnuðu þar en enginn kom þangað viljandi. En þetta mál kom Kópavogi á kortið og síðan hefur verið þar rífandi uppgangur og velmegun. Það er gott að búa í Kópavogi. Úrræði. Hvað er til ráða? Dugi kvartanir og umvandanir ekki kemur til greina að aðvara fólkið og benda því á að brot á skráðum og óskráðum umgengnisreglum getur réttlætt kröfu um brottvísun og/eða sölu íbúðar. Í því efni eru gerðar ríkar kröfur um brot og sönnun fyrir þeim. Húsfélag eða einstakir eigendur verða að sanna brot og að þau séu það stórvægileg og þess eðlis að til svo róttækra úrræða megi grípa. Sennilega er best að bíða bylinn af sér. Það er verst að maður veit aldrei hversu lengi hann stendur og hversu harður hann verður. Höfundur er formaður Húseigendafélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fjölbýlishúsa Kynlíf Sigurður Helgi Guðjónsson Mest lesið Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Annað veifið koma til kasta Húseigendafélagsins klögumál vegna kynlífsóhljóða í fjölbýlishúsum. Fólk spyr hver sé réttur þess þegar um þverbak keyrir. Oft er í húsum heyrandi nær. Það er margt sem bendir til að kynlíf sé stundað í allríkum mæli í fjöleignarhúsum og hefur svo verið frá öðli alda. Réttur fólks í því efni er álitinn sjálfsagður hluti af eignaráðum þess og er venjuhelgaður. Meginreglan er sú að fólk má stunda kynlíf í íbúðum sínum og það jafnvel með tilþrifum og þarf hvorki að fá til þess leyfi né að standa nokkrum reikningsskap gerða sinna. Á móti kemur réttur annarra íbúa hússins til næðis og friðar og til að þurfa ekki nauðugt viljugt að vera áheyrnarfulltrúar að kynlífsbrölti nágranna sinna. Hávært kynlíf í fjölbýli eitt gleggsta dæmið um að það sem er einum til ánægju og yndis geti verið öðrum til ama og leiðinda. Þetta eru oftast óþægileg feimnismál sem grannar veigra sér við að kvarta yfir. Það er afstætt í tíma og rúmi hvað má og ekki má og hvað er viðeigandi og eðlilegt og hvað er óviðeigandi og óeðlilegt. Það eru engar nákvæmar reglur eða staðlar til um þetta og staðlaráð EB hefur meira að segja látið þetta svið í frið. Óhljóð af þessum toga geta verið skemmtileg fyrst en eru óþolandi til lengdar og særa svo blygðunarsemi granna. Umburðarlyndi og tillitssemi. Í raun og veru gilda alveg sömu sjónarmið og reglur um kynlíf í fjölbýli og um aðrar mannlegar athafnir. Hér eru það eins og endranær hagsmunamat og hin gullnu gildi, tillitssemi og umburðarlyndi sem ráða því hvað má og ekki má. Það er meðalhófið sem gildir um kynlífið eins og annað í fjöleignarhúsum. Eigendum fjöleignarhúsa er skylt að haga hagnýtingu sinni og umgengni þannig að aðrir í húsinu verði ekki fyrir meiri ama, ónæði og óþægindum en óhjákvæmileg er og venjulegt í sambærilegum húsum. Yfirvegað og settlegt kynlíf er sem sagt venjuhelgaður partur af heimilisbrölti fólks. Aðrir eigendur hafa þröngar heimildir til afskipta af því en þó má húsfélag hugsanlega setja hömlulausu og hávaðasömu kynlífi einhverjar skorður. Er þá miðað við meðalhóf og upp- og ofanfólk. Alltaf má í hita leiks búast við einhverjum ópum, skrækjum og fyrirgangi frá íbúðum og venjulegt grannakynlíf verða aðrir eigendur að umlíða þrátt fyrir stöku stunu og eitt og eitt andvarp milli hæða. Öfgar og náttúruhamfarir. Það er alveg ljóst að það er hægt að gerast offari í þessu efni með fyrirgangi og óhljóðum sem fara út fyrir allt velsæmi og æra óstöðugan. Þá er sameigendum óskylt að búa við ósköpin. Það er afstætt í tíma og rúmi hvað má og hvað er eðlilegt. Þeir sem eru fyrirferðarmiklir og háværir eiga ekki kröfu á því að grannar umlíði þeim það. Sömuleiðis eiga þeir sem eru viðkvæmir ekki rétt á því að grannarnir taki sérstakt tillit til þeirra. Allt mannanna bauk og brölt getur valdið óþægindum og ónæði. Eigendur hljóta alltaf að verða fyrir einhverju ónæði eða óþægindum. Það er gömul saga og ný að sumir eru fyrirferðarmeiri í þessu efni en aðrir og aðrir viðkvæmari fyrir kynlífi en sumir. Sumt fólk er hömlulausara og háværara en annað. Sumir koma í kyrrþey, hægt og hljótt, meðan aðrir koma með miklum fyrigangi og látum. Meðan sumir láta fágað andvarp duga, þá hrína aðrir hástöfum. Stundum má líkja því við náttúruhamfarir. Fólki ber eftir föngum að gera ráðstafanir til að draga úr hljóðum sínum og tempra þau eftir föngum. Mörg góð húsráð eru til enda vandamálið ekki nýtt af nálinni. Hefur t.d sængurhorn og koddi í gegn um tíðina reynst vel í að drepa hljóð og varnað mörgu kynlegu hljóði frá að magnast um allt hús. Kópavogur á kortið. Safaríkasta málið af þessum toga er “Óp-og stunumálið í Kópavogi” sem upp kom fyrir hálfum öðrum áratug og olli því að þjóðin stóð á öndinni yfir lýsingum fólks á rekkjulátum nágranna. Ástarleikirnir voru 3 á dag og stóðu í þrjá tíma hver og hafði svo verið í 7 mánuði áður en sambýlisfólkið bugaðist. Óhljóðin voru ómennsk; sambland af útburðarvæli, spangóli hunds, jarmi kinda og Tarsanöskra eins og Johnny Weismuller, var að gera alla gráhærða með á elliheimilinu. Fram að þessu var Kópavogur síðasta sort. Menn villtust stundum og höfnuðu þar en enginn kom þangað viljandi. En þetta mál kom Kópavogi á kortið og síðan hefur verið þar rífandi uppgangur og velmegun. Það er gott að búa í Kópavogi. Úrræði. Hvað er til ráða? Dugi kvartanir og umvandanir ekki kemur til greina að aðvara fólkið og benda því á að brot á skráðum og óskráðum umgengnisreglum getur réttlætt kröfu um brottvísun og/eða sölu íbúðar. Í því efni eru gerðar ríkar kröfur um brot og sönnun fyrir þeim. Húsfélag eða einstakir eigendur verða að sanna brot og að þau séu það stórvægileg og þess eðlis að til svo róttækra úrræða megi grípa. Sennilega er best að bíða bylinn af sér. Það er verst að maður veit aldrei hversu lengi hann stendur og hversu harður hann verður. Höfundur er formaður Húseigendafélagsins.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun