Kjósendur styðja forseta sem ætlar að brjóta gegn stjórnarskrá Kjartan Kjartansson skrifar 15. mars 2023 07:01 Naib Bukele, forseti El Salvador, hefur varið ákvörðun sína um að bjóða sig fram til endurkjörs með því að benda á að þróuð ríki leyfi forsetum að sitja fleira en eitt kjörtímabil í röð. Þau ríki hafa þau ekki stjórnarskrárbundið bann við því að forseti sitji lengur en eitt kjörtímabil, ólíkt heimalandi hans. Vísir/EPA Hátt í sjötíu prósent svarenda í nýrri skoðanakönnun styðja Nayib Bukele, forseta El Salvador, til endurkjörs þrátt fyrir að stjórnarskrá landsins kveði á um að forseti geti ekki setið fleiri en eitt kjörtímabil í einu. Bukele ætlar að bjóða sig fram engu að síður. El Salvador hefur hneigst í valdboðsátt eftir að Bukele varð forseti landsins árið 2019. Hann hefur stýrt landinu eftir neyðarlögum í tæpt ár sem hann réttlætir með stríði sínu gegn skipulagðri glæpastarfsemi í landinu. Tugir þúsunda ungra karlamanna hafa verið handteknir á þeim tíma en á grundvelli neyðarlaganna eru grunaðir menn sviptir ýmsum borgararéttindum. Bukele tilkynnti í september að hann ætlaði að bjóða sig fram til endurkjörs á næsta ári þrátt fyrir að stjórnarskrá landsins leggi blátt bann við því að forseti sitji lengur en eitt fimm ára kjörtímabil í einu. Mannréttindasamtök og Bandaríkjastjórn eru á meðal þeirra sem hafa fordæmt ákvörðun hans og segja hana sýna að lýðræði fari hnignandi í Mið-Ameríkuríkinu. Hæstiréttur landsins, sem er skipaður dómurum sem Bukele valdi, komst að þeirri niðurstöðu að það væru mannréttindi hans að bjóða sig fram aftur. Skoðanakönnun dagblaðsins La Prensa Gráfica bendir til þess að hópur kjósenda sé til í að kjósa Bukele aftur jafnvel þó að þeir telji að stjórnarskráin leyfi honum það ekki. Aðeins þrettán prósent svarenda voru andvíg því að Bukele yrði endurkjörinn en 68 prósent fylgjandi, að því er kemur fram í frétt Reuters. El Salvador Tengdar fréttir Þúsundir meintra glæpamanna flutt í risafangelsi Yfirvöld í Mið-Ameríkuríkinu El Salvador byrjuðu að flytja þúsundir grunaðra glæpamanna í risavaxið fangelsi sem á að hýsa allt að fjörutíu þúsund fanga. Aðgerðin er liður í harðlínustefnu Nayibs Bukele forseta gegn glæpagengjum. 25. febrúar 2023 14:09 Sendir inn 10.000 hermenn til að svæla út glæpagengi Forseti El Salvadors sendi um 10.000 her- og lögreglumenn til þess að umkringja úthverfi höfuðborgarinnar San Salvador og handtaka félaga í glæpagengjum. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt herför forsetans gegn gengjum landsins. 4. desember 2022 08:44 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
El Salvador hefur hneigst í valdboðsátt eftir að Bukele varð forseti landsins árið 2019. Hann hefur stýrt landinu eftir neyðarlögum í tæpt ár sem hann réttlætir með stríði sínu gegn skipulagðri glæpastarfsemi í landinu. Tugir þúsunda ungra karlamanna hafa verið handteknir á þeim tíma en á grundvelli neyðarlaganna eru grunaðir menn sviptir ýmsum borgararéttindum. Bukele tilkynnti í september að hann ætlaði að bjóða sig fram til endurkjörs á næsta ári þrátt fyrir að stjórnarskrá landsins leggi blátt bann við því að forseti sitji lengur en eitt fimm ára kjörtímabil í einu. Mannréttindasamtök og Bandaríkjastjórn eru á meðal þeirra sem hafa fordæmt ákvörðun hans og segja hana sýna að lýðræði fari hnignandi í Mið-Ameríkuríkinu. Hæstiréttur landsins, sem er skipaður dómurum sem Bukele valdi, komst að þeirri niðurstöðu að það væru mannréttindi hans að bjóða sig fram aftur. Skoðanakönnun dagblaðsins La Prensa Gráfica bendir til þess að hópur kjósenda sé til í að kjósa Bukele aftur jafnvel þó að þeir telji að stjórnarskráin leyfi honum það ekki. Aðeins þrettán prósent svarenda voru andvíg því að Bukele yrði endurkjörinn en 68 prósent fylgjandi, að því er kemur fram í frétt Reuters.
El Salvador Tengdar fréttir Þúsundir meintra glæpamanna flutt í risafangelsi Yfirvöld í Mið-Ameríkuríkinu El Salvador byrjuðu að flytja þúsundir grunaðra glæpamanna í risavaxið fangelsi sem á að hýsa allt að fjörutíu þúsund fanga. Aðgerðin er liður í harðlínustefnu Nayibs Bukele forseta gegn glæpagengjum. 25. febrúar 2023 14:09 Sendir inn 10.000 hermenn til að svæla út glæpagengi Forseti El Salvadors sendi um 10.000 her- og lögreglumenn til þess að umkringja úthverfi höfuðborgarinnar San Salvador og handtaka félaga í glæpagengjum. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt herför forsetans gegn gengjum landsins. 4. desember 2022 08:44 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Þúsundir meintra glæpamanna flutt í risafangelsi Yfirvöld í Mið-Ameríkuríkinu El Salvador byrjuðu að flytja þúsundir grunaðra glæpamanna í risavaxið fangelsi sem á að hýsa allt að fjörutíu þúsund fanga. Aðgerðin er liður í harðlínustefnu Nayibs Bukele forseta gegn glæpagengjum. 25. febrúar 2023 14:09
Sendir inn 10.000 hermenn til að svæla út glæpagengi Forseti El Salvadors sendi um 10.000 her- og lögreglumenn til þess að umkringja úthverfi höfuðborgarinnar San Salvador og handtaka félaga í glæpagengjum. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt herför forsetans gegn gengjum landsins. 4. desember 2022 08:44