Fær ekki að áfrýja dómi vegna skotárásarinnar á Egilsstöðum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. mars 2023 14:03 Frá aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Austurlands. Gunnar Gunnarsson/Austurfrétt Hæstiréttur telur ekki ástæðu til að veita Árnmari Jóhannesi Guðmundssyni leyfi til að áfrýja átta ára fangelsisdómi fyrir skotárás á Egilsstöðum í ágúst árið 2021. Seint á síðasta ári staðfesti Landsréttur dóm Héraðsdóms Austurlands yfir Árnmari. Árnmar játaði brot sitt að hluta í héraði en neitaði þó alvarlegustu sakargiftunum, tilraun til manndráps. Óskaði hann eftir því að fá leyfi til áfrýja niðurstöðu Landsréttar vegna tveggja ákæruliða, sem sneru að tilraun til manndráps. Taldi hann dóm Landsréttar bersýnilega rangan auk þess sem að eki hafi verið hægt að staðreyna ásetning hans með beinum hætti. Það hefði verulega almenna þýðingu að fá úr málinu skorið. Taldi hann einnig að til grundvallar niðurstöðu dómsins hafi verið lagður framburður lögreglumanns sem hafi hlutdræga aðkomu að málinu auk þess sem margvíslegir annmarkar hafi verið á vettvangsrannsókn lögreglu. Hæstiréttur féllst ekki á þessar röksemdir og telur að ekki verði séð að málið lúti að atriðum sem hafi verulega almenna þýðingu. Þá byggi niðurstaða Landsréttar um sakfellingu jafnframt að verulegu leyti á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar en það mat verður ekki endurskoðað fyrir Hæstarétti. Skotinn af lögreglu á Egilsstöðum Skotvopn Lögreglan Lögreglumál Dómsmál Múlaþing Tengdar fréttir Átta ára fangelsi yfir Árnmari endanleg niðurstaða Landsréttur staðfesti í dag átta ára fangelsisdóm yfir Árnmari Jóhannesi Guðmundssyni fyrir skotárás á Egilsstöðum í ágúst í fyrra. 16. desember 2022 14:33 Átta ára fangelsi fyrir skotárás á Egilsstöðum Árnmar Jóhannes Guðmundsson hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi, meðal annars fyrir tilraun til manndráps, eftir skotárás á Egilsstöðum í ágúst í fyrra. Hann var skotinn af lögregluþjóni eftir að hafa farið vopnaður skammbyssu og haglabyssu að húsi barnsföður kærustu sinnar, þar sem hann beindi byssu að tveimur sonum hans. 20. apríl 2022 16:37 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Seint á síðasta ári staðfesti Landsréttur dóm Héraðsdóms Austurlands yfir Árnmari. Árnmar játaði brot sitt að hluta í héraði en neitaði þó alvarlegustu sakargiftunum, tilraun til manndráps. Óskaði hann eftir því að fá leyfi til áfrýja niðurstöðu Landsréttar vegna tveggja ákæruliða, sem sneru að tilraun til manndráps. Taldi hann dóm Landsréttar bersýnilega rangan auk þess sem að eki hafi verið hægt að staðreyna ásetning hans með beinum hætti. Það hefði verulega almenna þýðingu að fá úr málinu skorið. Taldi hann einnig að til grundvallar niðurstöðu dómsins hafi verið lagður framburður lögreglumanns sem hafi hlutdræga aðkomu að málinu auk þess sem margvíslegir annmarkar hafi verið á vettvangsrannsókn lögreglu. Hæstiréttur féllst ekki á þessar röksemdir og telur að ekki verði séð að málið lúti að atriðum sem hafi verulega almenna þýðingu. Þá byggi niðurstaða Landsréttar um sakfellingu jafnframt að verulegu leyti á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar en það mat verður ekki endurskoðað fyrir Hæstarétti.
Skotinn af lögreglu á Egilsstöðum Skotvopn Lögreglan Lögreglumál Dómsmál Múlaþing Tengdar fréttir Átta ára fangelsi yfir Árnmari endanleg niðurstaða Landsréttur staðfesti í dag átta ára fangelsisdóm yfir Árnmari Jóhannesi Guðmundssyni fyrir skotárás á Egilsstöðum í ágúst í fyrra. 16. desember 2022 14:33 Átta ára fangelsi fyrir skotárás á Egilsstöðum Árnmar Jóhannes Guðmundsson hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi, meðal annars fyrir tilraun til manndráps, eftir skotárás á Egilsstöðum í ágúst í fyrra. Hann var skotinn af lögregluþjóni eftir að hafa farið vopnaður skammbyssu og haglabyssu að húsi barnsföður kærustu sinnar, þar sem hann beindi byssu að tveimur sonum hans. 20. apríl 2022 16:37 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Átta ára fangelsi yfir Árnmari endanleg niðurstaða Landsréttur staðfesti í dag átta ára fangelsisdóm yfir Árnmari Jóhannesi Guðmundssyni fyrir skotárás á Egilsstöðum í ágúst í fyrra. 16. desember 2022 14:33
Átta ára fangelsi fyrir skotárás á Egilsstöðum Árnmar Jóhannes Guðmundsson hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi, meðal annars fyrir tilraun til manndráps, eftir skotárás á Egilsstöðum í ágúst í fyrra. Hann var skotinn af lögregluþjóni eftir að hafa farið vopnaður skammbyssu og haglabyssu að húsi barnsföður kærustu sinnar, þar sem hann beindi byssu að tveimur sonum hans. 20. apríl 2022 16:37