OK kaupir netöryggislausnir Cyren og stofnar Varist Atli Ísleifsson skrifar 13. mars 2023 11:06 Hallgrímur Th. Björnsson er framkvæmdastjóri Varist. Vísir/Vilhelm Upplýsingatæknifyrirtækið OK hefur fest kaup á vírusvarnarhugbúnaði alþjóðlega netöryggisfyrirtækisins Cyren Ltd. en félagið sótti nýverið um gjaldþrotaskipti í Ísrael. Kaupin eru gerð í gegnum nýtt félag, Varist ehf. Í tilkynningu kemur fram að félagið verði í sameiginlegri eigu OK og fyrrverandi starfsmanna Cyren á Íslandi sem hafi unnið saman að viðskiptunum síðan öllum starfsmönnum Cyren á Íslandi var sagt upp störfum þann 1. febrúar síðastliðinn. Hallgrímur Th. Björnsson verður framkvæmdastjóri nýs félags sem mun sérhæfa sig í netöryggislausnum og tengdri þjónustu. Fram kemur í tilkynningunni að hugbúnaðarlausnirnar sem um ræði séu nýttar af mörgum af helstu tæknifyrirtækjum heims, meðal annars Microsoft, Google og Zscaler. „Lausnirnar eiga sér djúpar rætur á Íslandi, en yfir 30 ár eru síðan þær litu fyrst dagsins ljós, þá undir nafninu Lykla-Pétur. Commtouch, forveri Cyren, keypti svo starfsemina á Íslandi árið 2012 en rekstur og þróun lausnanna var áfram hér á landi. Samtals komu 40 starfsmenn að þeim rekstri, mestmegnis hérlendis og á Filippseyjum,“ segir í tilkynningunni. Merki hins nýstofnaða félags. Verðmætum bjargað Haft er eftir Hallgrími Th. Björnssyni, framkvæmdastjóra Varist, að það sé virkilega ánægjulegt að tekist hafi að bjarga verðmætum sem hafi verið byggð upp af starfsfólki á síðustu áratugum og um leið tryggja áframhaldandi starfsemi á Íslandi. „Starfsfólkið er óaðskiljanlegur hluti af lausnunum og þekking þeirra og reynsla í netöryggismálum telur samtals yfir 250 ár. Með kaupunum fáum við tækifæri til að sækja fram og halda áfram að þróa netöryggislausnir sem eru í fremstu röð á heimsvísu.Ég vil sérstaklega þakka starfsfólki okkar fyrir að hafa staðið með okkur í þessari vegferð,“ segir Hallgrímur. Netöryggismál aldrei verið eins mikilvæg og nú Þá er haft eftir Gunnari Zoega, forstjóra OK, að netöryggismál hafi aldrei verið eins mikilvæg og þau séu í dag. „Með stofnun Varist og kaupum á öryggislausnunum stígur OK stórt skref í átt að aukinni sérþekkingu á þessu sviði og leggur grunn að auknu vöruframboði og þjónustu til að mæta þörfum viðskiptavina,“ segir Gunnar. Netöryggi Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 miljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 miljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira
Í tilkynningu kemur fram að félagið verði í sameiginlegri eigu OK og fyrrverandi starfsmanna Cyren á Íslandi sem hafi unnið saman að viðskiptunum síðan öllum starfsmönnum Cyren á Íslandi var sagt upp störfum þann 1. febrúar síðastliðinn. Hallgrímur Th. Björnsson verður framkvæmdastjóri nýs félags sem mun sérhæfa sig í netöryggislausnum og tengdri þjónustu. Fram kemur í tilkynningunni að hugbúnaðarlausnirnar sem um ræði séu nýttar af mörgum af helstu tæknifyrirtækjum heims, meðal annars Microsoft, Google og Zscaler. „Lausnirnar eiga sér djúpar rætur á Íslandi, en yfir 30 ár eru síðan þær litu fyrst dagsins ljós, þá undir nafninu Lykla-Pétur. Commtouch, forveri Cyren, keypti svo starfsemina á Íslandi árið 2012 en rekstur og þróun lausnanna var áfram hér á landi. Samtals komu 40 starfsmenn að þeim rekstri, mestmegnis hérlendis og á Filippseyjum,“ segir í tilkynningunni. Merki hins nýstofnaða félags. Verðmætum bjargað Haft er eftir Hallgrími Th. Björnssyni, framkvæmdastjóra Varist, að það sé virkilega ánægjulegt að tekist hafi að bjarga verðmætum sem hafi verið byggð upp af starfsfólki á síðustu áratugum og um leið tryggja áframhaldandi starfsemi á Íslandi. „Starfsfólkið er óaðskiljanlegur hluti af lausnunum og þekking þeirra og reynsla í netöryggismálum telur samtals yfir 250 ár. Með kaupunum fáum við tækifæri til að sækja fram og halda áfram að þróa netöryggislausnir sem eru í fremstu röð á heimsvísu.Ég vil sérstaklega þakka starfsfólki okkar fyrir að hafa staðið með okkur í þessari vegferð,“ segir Hallgrímur. Netöryggismál aldrei verið eins mikilvæg og nú Þá er haft eftir Gunnari Zoega, forstjóra OK, að netöryggismál hafi aldrei verið eins mikilvæg og þau séu í dag. „Með stofnun Varist og kaupum á öryggislausnunum stígur OK stórt skref í átt að aukinni sérþekkingu á þessu sviði og leggur grunn að auknu vöruframboði og þjónustu til að mæta þörfum viðskiptavina,“ segir Gunnar.
Netöryggi Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 miljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 miljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira