Fréttir af ótímabærum dauða lausagöngu búfjár stórlega ýktar! Trausti Hjálmarsson skrifar 13. mars 2023 11:01 Í áliti umboðsmanns Alþingis frá 11. október 2022 (mál nr. 11167/2021) var fjallað um leiðbeiningar samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins frá 2. júní 2021 í máli nr. SRN20070003 í tilefni af kvörtun A yfir stjórnsýslu sveitarfélags í tengslum við beiðni hans um smölun ágangsfjár á jörð hans. Í leiðbeiningunum kom fram sú afstaða að ákvæði í lögum um búfjárhald gengju framar eldri ákvæðum laga um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. Athugun umboðsmanns var einungis afmörkuð við hvort framangreind afstaða samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis samrýmdist lögum. Það var niðurstaða umboðsmanns að túlkun samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins stæðist ekki. Í samantekt á niðurstöðum í álitinu segir: „Niðurstaða umboðsmanns var að skýra yrði ákvæði laga um búfjárhald til samræmis við almennar reglur laga um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. viðvíkjandi úrræðum umráðamanns lands við óheimilli beit búfjár í landi hans svo og grunnreglur eignarréttar. Af því leiddi að umræddi lagagrein gæti ekki orðið annars efnis eða haft önnur réttaráhrif en þau sem texti hennar mælti fyrir um, þ.e. að umráðamanni lands væri heimil sérstök friðun og nyti þá þeirra heimilda sem kveðið væri á um í lögunum. Hefði umráðamaður lands hins vegar ekki nýtt sér heimild til friðunar giltu um réttarstöðu hans þær reglur sem að meginstefnu hefðu gilt hér á landi um þessi efni frá fornu fari auk þess sem hann kynni að njóta þess sérstaka verndarréttar sem verið hefði í íslenskum rétti frá gildistöku fyrstu heildarlaga um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. árið 1969. Umboðsmaður tók aftur á móti enga afstöðu til þeirra atvika sem lýst var í erindi til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins eða réttarstöðu viðkomandi að öðru leyti.“ Í úrskurði dómsmálaráðuneytisins (mál nr. DMR21080053) frá 11. janúar 2023 var til umfjöllunar ákvörðun lögreglustjóra að synja beiðni A um að smala ágangsfé úr landi jarðar hans. Ákvörðun lögreglustjóra byggði á fyrrgreindum leiðbeiningum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, þ.e. að 8. og 9. gr. laga nr. 38/2013 væru ósamrýmanleg 33. gr. laga nr. 6/1986. Ráðuneytið var ósammála ákvörðun lögreglustjóra og tók undir þá niðurstöðu sem fram kemur í fyrrgreindu áliti umboðsmanns Alþingis. Eftir að álit umboðsmanns Alþingis og úrskurður dómsmálaráðuneytisins lágu fyrir, hefur því verið haldið fram að lausaganga búfjár í ógirtum heimalöndum sé ágangur. Af þeim sökum sé sveitarfélögum eða eftir atvikum lögreglu skylt að bregðast við óskum landeigenda og fjarlægja búféð á kostnað eigenda þess. Sú meginregla gildir í íslenskum rétti að mönnum er ekki skylt að hafa dýr sín í vörslu nema lög eða stjórnvaldsfyrirmæli mæli fyrir um slíkt. Það hefur Hæstiréttur Íslands staðfest. Búfjáreigendum eða vörslumönnum verður ekki metið það til sakar ef búféð gengur laust ef lausaganga er heimil í viðkomandi sveitarfélagi sbr. lögum nr. 38/2013 um búfjárhald. Sveitarfélög eiga að setja sér fjallskilasamþykkt á grunni laga nr. 6/1986 um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. þar sem lögin eru nánar útfærð. Það kann að vera að í sumum tilfellum þurfi að bæta þær. Það er alveg skýrt að ekki hafa orðið neinar breytingar á lögum er varða lausagöngu búfjár og það sætir því furðu að fylgjast með fréttaflutningi þar sem öðru er haldið fram. Það er lágmarkskrafa þegar fjallað er um svo mikilvægt málefni að fréttamiðlar vandi sína vinnu og framsetningu. Höfundur er formaður deildar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Í áliti umboðsmanns Alþingis frá 11. október 2022 (mál nr. 11167/2021) var fjallað um leiðbeiningar samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins frá 2. júní 2021 í máli nr. SRN20070003 í tilefni af kvörtun A yfir stjórnsýslu sveitarfélags í tengslum við beiðni hans um smölun ágangsfjár á jörð hans. Í leiðbeiningunum kom fram sú afstaða að ákvæði í lögum um búfjárhald gengju framar eldri ákvæðum laga um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. Athugun umboðsmanns var einungis afmörkuð við hvort framangreind afstaða samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis samrýmdist lögum. Það var niðurstaða umboðsmanns að túlkun samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins stæðist ekki. Í samantekt á niðurstöðum í álitinu segir: „Niðurstaða umboðsmanns var að skýra yrði ákvæði laga um búfjárhald til samræmis við almennar reglur laga um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. viðvíkjandi úrræðum umráðamanns lands við óheimilli beit búfjár í landi hans svo og grunnreglur eignarréttar. Af því leiddi að umræddi lagagrein gæti ekki orðið annars efnis eða haft önnur réttaráhrif en þau sem texti hennar mælti fyrir um, þ.e. að umráðamanni lands væri heimil sérstök friðun og nyti þá þeirra heimilda sem kveðið væri á um í lögunum. Hefði umráðamaður lands hins vegar ekki nýtt sér heimild til friðunar giltu um réttarstöðu hans þær reglur sem að meginstefnu hefðu gilt hér á landi um þessi efni frá fornu fari auk þess sem hann kynni að njóta þess sérstaka verndarréttar sem verið hefði í íslenskum rétti frá gildistöku fyrstu heildarlaga um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. árið 1969. Umboðsmaður tók aftur á móti enga afstöðu til þeirra atvika sem lýst var í erindi til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins eða réttarstöðu viðkomandi að öðru leyti.“ Í úrskurði dómsmálaráðuneytisins (mál nr. DMR21080053) frá 11. janúar 2023 var til umfjöllunar ákvörðun lögreglustjóra að synja beiðni A um að smala ágangsfé úr landi jarðar hans. Ákvörðun lögreglustjóra byggði á fyrrgreindum leiðbeiningum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, þ.e. að 8. og 9. gr. laga nr. 38/2013 væru ósamrýmanleg 33. gr. laga nr. 6/1986. Ráðuneytið var ósammála ákvörðun lögreglustjóra og tók undir þá niðurstöðu sem fram kemur í fyrrgreindu áliti umboðsmanns Alþingis. Eftir að álit umboðsmanns Alþingis og úrskurður dómsmálaráðuneytisins lágu fyrir, hefur því verið haldið fram að lausaganga búfjár í ógirtum heimalöndum sé ágangur. Af þeim sökum sé sveitarfélögum eða eftir atvikum lögreglu skylt að bregðast við óskum landeigenda og fjarlægja búféð á kostnað eigenda þess. Sú meginregla gildir í íslenskum rétti að mönnum er ekki skylt að hafa dýr sín í vörslu nema lög eða stjórnvaldsfyrirmæli mæli fyrir um slíkt. Það hefur Hæstiréttur Íslands staðfest. Búfjáreigendum eða vörslumönnum verður ekki metið það til sakar ef búféð gengur laust ef lausaganga er heimil í viðkomandi sveitarfélagi sbr. lögum nr. 38/2013 um búfjárhald. Sveitarfélög eiga að setja sér fjallskilasamþykkt á grunni laga nr. 6/1986 um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. þar sem lögin eru nánar útfærð. Það kann að vera að í sumum tilfellum þurfi að bæta þær. Það er alveg skýrt að ekki hafa orðið neinar breytingar á lögum er varða lausagöngu búfjár og það sætir því furðu að fylgjast með fréttaflutningi þar sem öðru er haldið fram. Það er lágmarkskrafa þegar fjallað er um svo mikilvægt málefni að fréttamiðlar vandi sína vinnu og framsetningu. Höfundur er formaður deildar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands.
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun