Segja Rússa viljandi láta Wagner blæða í Bakhmut Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. mars 2023 07:13 ISW segir liðsmenn Wagner nú gjalda fyrir yfirlýsingar og pólitískan metnað Prigozhin. Getty/Mikhail Svetlov Bandaríska hugveitan Institute for the Study of War telur ósættið milli stjórnvalda í Rússlandi og Yevgeny Prigozhin, stofnanda Wagner málaliðahópsins, hafa náð hámarki. Rússneska varnarmálaráðuneytið sé mögulega viljandi að halda að sér höndum og leyfa liðsmönnum Wagner að falla á vígvellinum í Bakhmut. Eftir að hafa neitað því árum saman að hafa nokkuð með Wagner að gera steig Prigozhin fram í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu og viðurkenndi að hafa stofnað hópinn og fara fyrir honum. Þá var hann miskunarlaus í gangrýni sinni á hermálayfirvöld í Rússlandi, meðal annars varnarmálaráðherrann Sergey Shoigu og hershöfðingjann Valery Gerasimov. Orðrómur fór á kreik um pólitískan metnað Prigozhin, sem hefur einnig vakið reiði í Moskvu fyrir að eigna sveitum sínum allan góðan árangur Rússa í Úkraínu. Hann hefur meðal annars sagt Wagner liða standa nær eina í baráttunni um Bakhmut og gagnrýnt hermálayfirvöld í Rússlandi harðlega fyrir að sjá sér ekki fyrir skotfærum. NEW: Tonight's #Ukraine update establishes a comprehensive timeline of the rivalry between #Wagner Group financier Yevgeny #Prigozhin and the #Russian Ministry of Defense (MoD), which likely reached a boiling point over #Bakhmut. w/ @criticalthreats https://t.co/UpUF3CUtkG pic.twitter.com/ItWvbZ2osz— ISW (@TheStudyofWar) March 13, 2023 ISW segir að nú þegar sóknin í Bakhmut virðist hafa staðnað hafi ráðamenn í Moskvu séð sér leik á borði og séu að leyfa bæði vel þjálfuðum sveitum Wagner og þeim liðsmönnum sem sóttir voru í fangelsi Rússlands að deyja á vígvellinum, til að grafa undan Prigozhin. Hugveitan telur að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hafi orðið var um sig gagnvart Prigozhin í október síðastliðnum. Hann hafi komið í veg fyrir beinar árásir herforingja sinna á Prigozhin en sé nú búinn að gefa grænt ljós á að herinn nái aftur vopnum sínum, ef svo má að orði komast. Úkraínuher segist hafa hrundið 102 árásum Rússa síðasta sólarhringinn en innrásarliðið hefur verið í sókn í fimm héruðum í landinu. Herráð Úkraínu segir Rússa hafa gert þrjár flugskeytaárásir, þar á meðal á borgaralega innviði í Solvyansk, átta loftárásir og 49 eldflaugaárásir. Þá hafa rússneskar hersveitir sótt fram í Kupyansk og Lymansk og reynt að brjóta varnir Úkraínumanna á bak aftur, meðal annars með stórskotaliðsárásum og sókn fótgönguliða. Í daglegu ávarpi sínu í gærkvöldi fullyrti Volodomír Selenskí Úkraínuforseti að yfir þúsund rússneskir hermenn liggi í valnum og um 1.500 séu særðir eftir átök vikunnar. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Sjá meira
Rússneska varnarmálaráðuneytið sé mögulega viljandi að halda að sér höndum og leyfa liðsmönnum Wagner að falla á vígvellinum í Bakhmut. Eftir að hafa neitað því árum saman að hafa nokkuð með Wagner að gera steig Prigozhin fram í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu og viðurkenndi að hafa stofnað hópinn og fara fyrir honum. Þá var hann miskunarlaus í gangrýni sinni á hermálayfirvöld í Rússlandi, meðal annars varnarmálaráðherrann Sergey Shoigu og hershöfðingjann Valery Gerasimov. Orðrómur fór á kreik um pólitískan metnað Prigozhin, sem hefur einnig vakið reiði í Moskvu fyrir að eigna sveitum sínum allan góðan árangur Rússa í Úkraínu. Hann hefur meðal annars sagt Wagner liða standa nær eina í baráttunni um Bakhmut og gagnrýnt hermálayfirvöld í Rússlandi harðlega fyrir að sjá sér ekki fyrir skotfærum. NEW: Tonight's #Ukraine update establishes a comprehensive timeline of the rivalry between #Wagner Group financier Yevgeny #Prigozhin and the #Russian Ministry of Defense (MoD), which likely reached a boiling point over #Bakhmut. w/ @criticalthreats https://t.co/UpUF3CUtkG pic.twitter.com/ItWvbZ2osz— ISW (@TheStudyofWar) March 13, 2023 ISW segir að nú þegar sóknin í Bakhmut virðist hafa staðnað hafi ráðamenn í Moskvu séð sér leik á borði og séu að leyfa bæði vel þjálfuðum sveitum Wagner og þeim liðsmönnum sem sóttir voru í fangelsi Rússlands að deyja á vígvellinum, til að grafa undan Prigozhin. Hugveitan telur að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hafi orðið var um sig gagnvart Prigozhin í október síðastliðnum. Hann hafi komið í veg fyrir beinar árásir herforingja sinna á Prigozhin en sé nú búinn að gefa grænt ljós á að herinn nái aftur vopnum sínum, ef svo má að orði komast. Úkraínuher segist hafa hrundið 102 árásum Rússa síðasta sólarhringinn en innrásarliðið hefur verið í sókn í fimm héruðum í landinu. Herráð Úkraínu segir Rússa hafa gert þrjár flugskeytaárásir, þar á meðal á borgaralega innviði í Solvyansk, átta loftárásir og 49 eldflaugaárásir. Þá hafa rússneskar hersveitir sótt fram í Kupyansk og Lymansk og reynt að brjóta varnir Úkraínumanna á bak aftur, meðal annars með stórskotaliðsárásum og sókn fótgönguliða. Í daglegu ávarpi sínu í gærkvöldi fullyrti Volodomír Selenskí Úkraínuforseti að yfir þúsund rússneskir hermenn liggi í valnum og um 1.500 séu særðir eftir átök vikunnar.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Sjá meira