800 ný störf í Þorlákshöfn í kringum fiskeldi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. mars 2023 13:04 Það eru mikil umsvif í Þorlákshöfn í kringum laxeldi á landi enda á að setja á næstu fimm til sjö árum 160 til 180 milljarða króna í verkefnið. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fiskeldi á landi verður langstærsta atvinnugreinin í Þorlákshöfn en þar er gert ráð fyrir sex til átta hundruð nýjum störfum í kringum fiskeldi á næstu árum. Á sama tíma er gert ráð fyrir að verja 180 milljörðum króna til þessara framkvæmda Stærstu verkefni Sveitarfélagsins Ölfuss um þessar mundir er uppbygging fulleldis eða þauleldis á laxi á landi. Framkvæmdirnar eiga sér flestar stað í Þorlákshöfn þar sem alls staðar er verið að byggja og undirbúa laxeldið. Fiskar eru komnir í einhver ker en það er verið að steypa önnur. Elliði Vignisson, bæjarstjóri segir þetta risa, risa framkvæmdir í ekki stærra sveitarfélagi. „Á næstu fimm til sjö árum þá er stefnt að því að verja 160 til 180 milljörðum til þessara framkvæmda og svona til samanburðar þá kostaði Kárahnjúkavirkjun 146 milljarða, þannig að þetta er gríðarlega mikil framkvæmd og áætluð útflutningsverðmæti þegar þessi verkefni verða að fullu komin til, segjum innan fimm til sjö ára, þá gætu útflutningsverðmætin verið nærri 120 milljörðum og til samanburðar þá voru útflutningsverðmæti allra skipanna hjá Brim árið 2021 20 milljarðar,“ segir Elliði. Elliði segir að fiskeldið á landi muni skapa mjög mikið af nýjum störfum. „Já, það verða til sex til átta hundruð störf beint við þetta, auk afleiddra starfa, þannig að framtíðin hér er björt.“ En hvað er það, sem gerir Þorlákshöfn að svona vinsælum stað þegar fiskeldi er annars vegar? „Við erum náttúrlega með vaxandi höfn, við erum að setja þrjá til fimm milljarða í höfnina núna á þremur árum og hér eru náttúrulegar aðstæður til allra matvælavinnslu góðar. Það er mikið af jarðsjó, það er gott vatn og næg orka og mikið land. Þetta í bland við öfluga íbúa gerir þetta svæði mjög aðlaðandi og nú erum við að byrja að þróa Græna iðngarða og mikill áhugi hjá fyrirtækjum að taka þátt í því“, segir Elliði enn fremur. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Ölfuss, sem er stoltur og ánægður með þá miklu uppbyggingu, sem á sér stað í sveitarfélaginu þegar fiskeldi á landi er annars vegar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ölfus Fiskeldi Landeldi Vinnumarkaður Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira
Stærstu verkefni Sveitarfélagsins Ölfuss um þessar mundir er uppbygging fulleldis eða þauleldis á laxi á landi. Framkvæmdirnar eiga sér flestar stað í Þorlákshöfn þar sem alls staðar er verið að byggja og undirbúa laxeldið. Fiskar eru komnir í einhver ker en það er verið að steypa önnur. Elliði Vignisson, bæjarstjóri segir þetta risa, risa framkvæmdir í ekki stærra sveitarfélagi. „Á næstu fimm til sjö árum þá er stefnt að því að verja 160 til 180 milljörðum til þessara framkvæmda og svona til samanburðar þá kostaði Kárahnjúkavirkjun 146 milljarða, þannig að þetta er gríðarlega mikil framkvæmd og áætluð útflutningsverðmæti þegar þessi verkefni verða að fullu komin til, segjum innan fimm til sjö ára, þá gætu útflutningsverðmætin verið nærri 120 milljörðum og til samanburðar þá voru útflutningsverðmæti allra skipanna hjá Brim árið 2021 20 milljarðar,“ segir Elliði. Elliði segir að fiskeldið á landi muni skapa mjög mikið af nýjum störfum. „Já, það verða til sex til átta hundruð störf beint við þetta, auk afleiddra starfa, þannig að framtíðin hér er björt.“ En hvað er það, sem gerir Þorlákshöfn að svona vinsælum stað þegar fiskeldi er annars vegar? „Við erum náttúrlega með vaxandi höfn, við erum að setja þrjá til fimm milljarða í höfnina núna á þremur árum og hér eru náttúrulegar aðstæður til allra matvælavinnslu góðar. Það er mikið af jarðsjó, það er gott vatn og næg orka og mikið land. Þetta í bland við öfluga íbúa gerir þetta svæði mjög aðlaðandi og nú erum við að byrja að þróa Græna iðngarða og mikill áhugi hjá fyrirtækjum að taka þátt í því“, segir Elliði enn fremur. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Ölfuss, sem er stoltur og ánægður með þá miklu uppbyggingu, sem á sér stað í sveitarfélaginu þegar fiskeldi á landi er annars vegar.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ölfus Fiskeldi Landeldi Vinnumarkaður Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira