Ótrúleg hæfileikaverksmiðja Benfica Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. mars 2023 09:01 Verður Gonçalo Ramos næsti leikmaðurinn sem Benfica selur á meira en tug milljarða íslenskra króna? Carlos Rodrigues/Getty Images Benfica frá Portúgal er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Það eitt og sér er ef til vill ekki það merkilegt, ótrúlegustu lið slysast langt í Meistaradeildinni ár frá ári. Að Benfica geti það þrátt fyrir að selja hverja stórstjörnuna á fætur annarri, ár eftir ár, er hins vegar ótrúlegt. Benfica seldi heimsmeistarann Enzo Fernándes til Chelsea í janúar á upphæð sem er vart hægt að íslenska. Hann er talinn hafa kostað rúmlega 105 milljónir punda eða rúma 18 milljarða íslenskra króna. Hann var ekki eini eftirsótti leikmaður Benfica í janúar en félaginu tókst þó að halda í framherjann Gonçalo Ramos, um stundar sakir allavega. Félagið er þó byrjað að telja niður dagana í að hann verði seldur á upphæð ekki mikið lægri en þá sem Enzo fór á. Benfica er að eiga frábært tímabil og virðist nær öruggt að félagið verði portúgalskur meistari. Þá er spurning hversu langt það getur farið í Meistaradeildinni en brotthvarf Enzo hafði ekki mikil áhrif gegn Club Brugge í 16-liða úrslitum. Mótherjinn í 8-liða úrslitum mun þó vera töluvert erfiðari. Eftir söluna á Enzo hafa erlendir fjölmiðlar keppst við að skrifa um hina ótrúlegu hæfileikaverksmiðju sem staðsett í Lissabon. Akademía félagsins virðist sú best rekna í heimi en ár hvert kynnir Benfica nýtt undrabarn til leiks. Benfica are looking to reach the last eight of the #UCL for the second time in as many seasons.From dance lessons to sports psychologists at training, @stujames75 went behind the scenes at their academy - Europe's biggest talent factory.— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 7, 2023 Síðan 2015 hefur Benfica selt leikmenn úr akademíu sinni fyrir 336 milljónir punda eða rúmlega 57 milljarða íslenskra króna. Salan á Enzo er ekki inn í þessari tölu þar sem hann var keyptur til félagsins aðeins hálfu ári áður en það seldi hann á himinháa upphæð til Chelsea. Darwin Núñez er annað dæmi um mann sem Benfica keypti og seldi síðan á fúlgur fjár. Þá er nóg af dæmum um menn sem hafa komið úr unglingastarfinu og hafa verið seldir dýrum dómum til erlendra félaga. Þar má til að mynda nefna: João Félix til Atlético Madríd Rúben Dias til Manchester City João Cancelo til Valencia Ederson til Man City Næstur af færibandinu verður eflaust miðvörðurinn António Silva. Sá er 19 ára gamall og talinn einn efnilegasti varnarmaður í heimi. Ástæðurnar fyrir frábæru unglingastarfi Benfica eru margþættar. Félagið fær til sín leikmenn frá öllum hornum Portúgal, er með mjög skipulagt unglingastarf og ræður aðeins færasta fólkið. Það er vel hugsar um líkamlega og andlega heilsu leikmanna, er með færa njósnara erlendis – sérstaklega í Suður-Ameríku. Þá er B-liðið þeirra í næstefstu deild frekar en hefðbundinni varaliðsdeild. Proactive in the market Competitive environment MentalityBut how do these factors combine so perfectly at SL Benfica that the club has become a renowned talent factory? #BBCFootball #BBCEuroFooty— BBC Sport (@BBCSport) March 7, 2023 Hversu lengi þessi gullöld Benfica varir kemur í ljós en eins og áður sagði má reikna með að félagið græði allavega nokkra tugi milljóna punda til viðbótar þegar félagaskiptaglugginn opnar aftur í sumar. Fótbolti Portúgalski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Sjá meira
Benfica seldi heimsmeistarann Enzo Fernándes til Chelsea í janúar á upphæð sem er vart hægt að íslenska. Hann er talinn hafa kostað rúmlega 105 milljónir punda eða rúma 18 milljarða íslenskra króna. Hann var ekki eini eftirsótti leikmaður Benfica í janúar en félaginu tókst þó að halda í framherjann Gonçalo Ramos, um stundar sakir allavega. Félagið er þó byrjað að telja niður dagana í að hann verði seldur á upphæð ekki mikið lægri en þá sem Enzo fór á. Benfica er að eiga frábært tímabil og virðist nær öruggt að félagið verði portúgalskur meistari. Þá er spurning hversu langt það getur farið í Meistaradeildinni en brotthvarf Enzo hafði ekki mikil áhrif gegn Club Brugge í 16-liða úrslitum. Mótherjinn í 8-liða úrslitum mun þó vera töluvert erfiðari. Eftir söluna á Enzo hafa erlendir fjölmiðlar keppst við að skrifa um hina ótrúlegu hæfileikaverksmiðju sem staðsett í Lissabon. Akademía félagsins virðist sú best rekna í heimi en ár hvert kynnir Benfica nýtt undrabarn til leiks. Benfica are looking to reach the last eight of the #UCL for the second time in as many seasons.From dance lessons to sports psychologists at training, @stujames75 went behind the scenes at their academy - Europe's biggest talent factory.— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 7, 2023 Síðan 2015 hefur Benfica selt leikmenn úr akademíu sinni fyrir 336 milljónir punda eða rúmlega 57 milljarða íslenskra króna. Salan á Enzo er ekki inn í þessari tölu þar sem hann var keyptur til félagsins aðeins hálfu ári áður en það seldi hann á himinháa upphæð til Chelsea. Darwin Núñez er annað dæmi um mann sem Benfica keypti og seldi síðan á fúlgur fjár. Þá er nóg af dæmum um menn sem hafa komið úr unglingastarfinu og hafa verið seldir dýrum dómum til erlendra félaga. Þar má til að mynda nefna: João Félix til Atlético Madríd Rúben Dias til Manchester City João Cancelo til Valencia Ederson til Man City Næstur af færibandinu verður eflaust miðvörðurinn António Silva. Sá er 19 ára gamall og talinn einn efnilegasti varnarmaður í heimi. Ástæðurnar fyrir frábæru unglingastarfi Benfica eru margþættar. Félagið fær til sín leikmenn frá öllum hornum Portúgal, er með mjög skipulagt unglingastarf og ræður aðeins færasta fólkið. Það er vel hugsar um líkamlega og andlega heilsu leikmanna, er með færa njósnara erlendis – sérstaklega í Suður-Ameríku. Þá er B-liðið þeirra í næstefstu deild frekar en hefðbundinni varaliðsdeild. Proactive in the market Competitive environment MentalityBut how do these factors combine so perfectly at SL Benfica that the club has become a renowned talent factory? #BBCFootball #BBCEuroFooty— BBC Sport (@BBCSport) March 7, 2023 Hversu lengi þessi gullöld Benfica varir kemur í ljós en eins og áður sagði má reikna með að félagið græði allavega nokkra tugi milljóna punda til viðbótar þegar félagaskiptaglugginn opnar aftur í sumar.
Fótbolti Portúgalski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Sjá meira