Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörgu voru ferðamennirnir staddir á Vatnsrásarhöfði, rét norður af Remundargilshöfði en þar liggur þekkt gönguleið úr Þakgili að Kötlujökli.
Boðaðar voru út björgunarsveitir frá Vík og Kirkjubæjarklaustri. Björgunarsveitarfólkið fann ferðamennina tvo á gönguleiðinni um klukkan 18 í gær. Fengu ferðamennirnir þá aðstoð niður að björgunarsveitarbíl.
Í kjölfarið fengu ferðamennirnir far með bílnum inn í Þakgil þar sem þeir höfðu lagt bílnum sínum við upphaf gönguferðarinnar. Ferðamennirnir þurftu svo ekki á frekari aðstoð að halda og lauk því aðgerðinni í Þakgili.