Í tilkynningu frá Costco segir að lítraverð á venjulegu blýlausu bensíni sé nú 289,7 krónur fyrir meðlimi Costco. Á sama tíma er lítraverð á dísil komið undir 300 krónur og er nú 299,7 krónur.
Á vef Gasvaktarinnar, þar sem fylgst er með þróun eldsneytisverðs, má sjá að eldsneytisverð tók að hækka mikið um mitt ár 2021. Eldsneytisverð náði svo hámarki í júní í fyrra á síðasta ári þegar lítraverð á bensíni fór víða yfir 350 krónur. Hjá Costco fór verðið hæst í tæpar 320 krónur.
Verðið tók svo að lækka í vetur og er nú komið undir 290 krónur í fyrsta sinn síðan í maí á síðasta ári.
Lítraverð á bensíni hjá völdum stöðvum Orkunnar, ÓB og Atlantsolíu er nú tæpar 302 krónur og lítraverð á dísil tæpar 313 krónur.