Einar Örn um íslenska handboltalandsliðið: Þetta er ekki lið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2023 10:01 Íslenska handboltalandsliðið er óþekkjanlegt þessa dagana. Vísir/Vilhelm Einar Örn Jónsson þekkir íslenska handboltalandsliðið frá öllum hliðum og hann var í sjokki eftir leik íslenska liðsins á móti Tékkum á miðvikudaginn. Íslenska liðið tapaði leiknum með fimm marka mun og þarf nú sex marka sigur um helgina ætli liðið sér að vinna riðilinn og komast í efsta styrkleikaflokk fyrir dráttinn í riðla á EM sem fer fram í Þýskalandi í janúar. „Maður getur orðið fúll yfir því að nokkrar sóknir fari forgörðum, að það líði nokkrar mínútur milli marka, en að spila hræðilegan fyrri hálfleik og taka síðan heilt korter í þeim seinni í að skora eitt mark með tilliti til slæms fyrri hálfleiks. Það var þá sem ég varð bara fyrir sjokki. Ég bjóst aldrei við því að sjá þetta frá íslensku landsliði og þá kannski síst frá þessu tiltekna íslenska landsliði,“ sagði Einar Örn í samtali við Fréttablaðið. Einar Örn Jónsson, er eins og flestir vita fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta og núverandi íþróttafréttamaður hjá RÚV. Hann segir að liðið sem hópur, virðist vera á mjög erfiðum stað. „Það þarf að búa til lið, finna réttu blönduna og græja allt það sem þarf að græja svo lið smelli saman. Maður hélt að allt það væri til staðar hjá þessu íslenska landsliði af því að við höfum séð það áður. En svo horfir maður á þennan leik gegn Tékkunum og verður, í framhaldi af honum, að segja að þetta er ekki lið. Við erum ekki með lið, því lið verja sig gegn svona áföllum. Lið geta alveg tapað leikjum en þau verja sig gegn svona. Lið stendur saman, berst áfram í gegnum hlutina, það þekkja allir sín hlutverk og enginn er brotin skel inni á vellinum,“ sagði Einar Örn. „Maður sá brot af því á HM, að við værum ekki lið, en svo sá maður það að fullu á móti Tékkunum þegar við fórum á háværan útivöll gegn algjöru miðlungsliði og steinliggjum. Það er enginn sem að ber hönd fyrir höfuð sér til að verja liðið gegn þessu áhlaupi og áfalli,“ sagði Einar Örn. Það má lesa allt viðtalið hér. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Fótbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Sjá meira
Íslenska liðið tapaði leiknum með fimm marka mun og þarf nú sex marka sigur um helgina ætli liðið sér að vinna riðilinn og komast í efsta styrkleikaflokk fyrir dráttinn í riðla á EM sem fer fram í Þýskalandi í janúar. „Maður getur orðið fúll yfir því að nokkrar sóknir fari forgörðum, að það líði nokkrar mínútur milli marka, en að spila hræðilegan fyrri hálfleik og taka síðan heilt korter í þeim seinni í að skora eitt mark með tilliti til slæms fyrri hálfleiks. Það var þá sem ég varð bara fyrir sjokki. Ég bjóst aldrei við því að sjá þetta frá íslensku landsliði og þá kannski síst frá þessu tiltekna íslenska landsliði,“ sagði Einar Örn í samtali við Fréttablaðið. Einar Örn Jónsson, er eins og flestir vita fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta og núverandi íþróttafréttamaður hjá RÚV. Hann segir að liðið sem hópur, virðist vera á mjög erfiðum stað. „Það þarf að búa til lið, finna réttu blönduna og græja allt það sem þarf að græja svo lið smelli saman. Maður hélt að allt það væri til staðar hjá þessu íslenska landsliði af því að við höfum séð það áður. En svo horfir maður á þennan leik gegn Tékkunum og verður, í framhaldi af honum, að segja að þetta er ekki lið. Við erum ekki með lið, því lið verja sig gegn svona áföllum. Lið geta alveg tapað leikjum en þau verja sig gegn svona. Lið stendur saman, berst áfram í gegnum hlutina, það þekkja allir sín hlutverk og enginn er brotin skel inni á vellinum,“ sagði Einar Örn. „Maður sá brot af því á HM, að við værum ekki lið, en svo sá maður það að fullu á móti Tékkunum þegar við fórum á háværan útivöll gegn algjöru miðlungsliði og steinliggjum. Það er enginn sem að ber hönd fyrir höfuð sér til að verja liðið gegn þessu áhlaupi og áfalli,“ sagði Einar Örn. Það má lesa allt viðtalið hér.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Fótbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Sjá meira