Þorsteinn Gauti spilaði í sigri Finna og Eistar unnu í riðli Íslands Smári Jökull Jónsson skrifar 9. mars 2023 18:52 Þorsteinn Gauti leikur með finnska landsliðinu í handknattleik. Vísir/Hulda Margrét Þorsteinn Gauti Hjálmarsson skoraði tvö mörk í sigri Finnlands í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik á næsta ári. Þá unnu Eistar sigur á Ísrael í riðli Íslands. Þorsteinn Gauti var nokkuð óvænt valinn í finnska landsliðið í handbolta í vetur. Í ljós kom að hann er gjaldgengur hjá Finnum þar sem amma hans var finnsk. Leikurinn gegn Slóvakíu í dag var fyrsti keppnisleikur Þorsteins Gauta með Finnum. Þjóðirnar voru báðar án sigurs fyrir leikinn í dag en auk þeirra eru Serbía og Noregur með þeim í riðli. Leikurinn í dag var jafn og spennandi og skiptust liðin á forystunni í fyrri hálfleiknum. Staðan í hálfleik 13-12 fyrir Slóavkíu. Leikurinn var áfram jafn fyrstu mínútur seinni hálfleiks en þá náðu heimamenn í Finnlandi frumkvæðinu og komust í 22-19 um miðjan hálfleikinn. Slóvakía náði aldrei að jafna metin eftir það og Finnar fögnuðu 30-27 sigri og eru þar með komnir með tvö stig í riðlinum. Þorsteinn Gauti lét að sér kveða í sínum fyrsta landsleik fyrir Finna. Hann skoraði tvö mörk úr fjórum skotum en Max Granlund var markahæstur með átta mörk. Norðmenn köstuðu frá sér forystu Í hinum leik riðilsins mættust Serbía og Noregur í Serbíu. Norðmenn byrjuðu betur og náðu fjögurra marka forskoti í fyrri hálfleik en að honum loknum leiddu þeir 14-12. Í síðari hálfleik komu heimamenn hins vegar til baka. Þeir komust í 20-19 um miðjan hálfleikinn en það var í fyrsta sinn sem Serbar voru yfir síðan í stöðunni 2-1. Dejan Milosavljev var Norðmönnum erfiður í marki Serba og varði meðal annars þrjú vítaskot. Norðmönnum tókst þó að jafna og lokamínúturnar voru æsispennandi. Serbía komst í 23-22 þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir en gestirnir jöfnuðu í tvígang eftir það. Heimamenn áttu hins vegar lokaorðið, Uros Borzas skoraði sigurmarkið fjórum sekúndum fyrir leikslok og Serbar eru því í efsta sæti riðilsins eftir þrjá leiki. Í riðli Íslands mættust Eistland og Ísrael í Eistlandi. Þar höfðu heimamenn betur og náðu þar með í sín fyrstu stig í riðlinum. Hvorugt liðið á raunhæfa möguleika á að komast áfram þar sem Ísland og Tékkland hafa unnið fremur auðvelda sigra gegn þjóðunum hingað til. EM 2024 í handbolta Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Valdimar verður með í forsetaslagnum Sport Fleiri fréttir Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Sjá meira
Þorsteinn Gauti var nokkuð óvænt valinn í finnska landsliðið í handbolta í vetur. Í ljós kom að hann er gjaldgengur hjá Finnum þar sem amma hans var finnsk. Leikurinn gegn Slóvakíu í dag var fyrsti keppnisleikur Þorsteins Gauta með Finnum. Þjóðirnar voru báðar án sigurs fyrir leikinn í dag en auk þeirra eru Serbía og Noregur með þeim í riðli. Leikurinn í dag var jafn og spennandi og skiptust liðin á forystunni í fyrri hálfleiknum. Staðan í hálfleik 13-12 fyrir Slóavkíu. Leikurinn var áfram jafn fyrstu mínútur seinni hálfleiks en þá náðu heimamenn í Finnlandi frumkvæðinu og komust í 22-19 um miðjan hálfleikinn. Slóvakía náði aldrei að jafna metin eftir það og Finnar fögnuðu 30-27 sigri og eru þar með komnir með tvö stig í riðlinum. Þorsteinn Gauti lét að sér kveða í sínum fyrsta landsleik fyrir Finna. Hann skoraði tvö mörk úr fjórum skotum en Max Granlund var markahæstur með átta mörk. Norðmenn köstuðu frá sér forystu Í hinum leik riðilsins mættust Serbía og Noregur í Serbíu. Norðmenn byrjuðu betur og náðu fjögurra marka forskoti í fyrri hálfleik en að honum loknum leiddu þeir 14-12. Í síðari hálfleik komu heimamenn hins vegar til baka. Þeir komust í 20-19 um miðjan hálfleikinn en það var í fyrsta sinn sem Serbar voru yfir síðan í stöðunni 2-1. Dejan Milosavljev var Norðmönnum erfiður í marki Serba og varði meðal annars þrjú vítaskot. Norðmönnum tókst þó að jafna og lokamínúturnar voru æsispennandi. Serbía komst í 23-22 þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir en gestirnir jöfnuðu í tvígang eftir það. Heimamenn áttu hins vegar lokaorðið, Uros Borzas skoraði sigurmarkið fjórum sekúndum fyrir leikslok og Serbar eru því í efsta sæti riðilsins eftir þrjá leiki. Í riðli Íslands mættust Eistland og Ísrael í Eistlandi. Þar höfðu heimamenn betur og náðu þar með í sín fyrstu stig í riðlinum. Hvorugt liðið á raunhæfa möguleika á að komast áfram þar sem Ísland og Tékkland hafa unnið fremur auðvelda sigra gegn þjóðunum hingað til.
EM 2024 í handbolta Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Valdimar verður með í forsetaslagnum Sport Fleiri fréttir Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Sjá meira