Blaðamannafélagið telur ákvörðun dómara takmarka tjáningarfrelsi Bjarki Sigurðsson skrifar 9. mars 2023 10:57 Sigríður Dögg Auðunsdóttir er formaður Blaðamannafélags Íslands. Vísir/Vilhelm Blaðamannafélag Íslands telur ákvörðun dómara um að banna fréttaflutning af Stóra kókaínmálinu á meðan beðið var eftir því að öllum skýrslutökum málsins væri lokið vera takmörkun á tjáningarfrelsinu. Félagið lýsir yfir þungum áhyggjum af ákvörðun dómara málsins. Í gær voru fulltrúar fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar kallaðir fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur fyrir að hafa farið gegn fréttabanninu. Frétt um þinghaldið birtist á Vísi þremur dögum áður en bannið átti að renna út. Ritstjórn Vísis telur að dómari í málinu túlki reglur um málsmeðferð of þröngt. Í yfirlýsingu á vef Blaðamannafélags Íslands er þungum áhyggjum lýst yfir af ákvörðun Sigríðar Elsu Kjartansdóttur, dómara málsins, að kalla fulltrúa fréttastofunnar fyrir dóm. Þá mótmælir félagið túlkun dómara á lögum um meðferð sakamála og telur hana stangast á við ákvæðu um tjáningarfrelsi í stjórnarskrá og mannréttindasáttmála. „Blaðamannafélagið telur augljóst að dómari sé með ákvörðun sinni að túlka þetta ákvæði mun þrengra en löggjafinn hafði áform um og fagnar því að fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar hafi ákveðið að láta reyna á túlkunina með því að brjóta gegn fyrirmælum dómarans. Félagið telur mikilvægt í ljósi almannahagsmuna að skorið verði úr um hvort túlkun dómarans sé réttmæt enda hefur þessi rangtúlkun haft þær alvarlegu afleiðingar að fleiri dómarar eru farnir að afbaka ákvæðið sem sama hætti og Sigríður Elsa,“ segir í yfirlýsingu félagsins. Að mati félagsins er eina rétta ákvörðun dómara málsins að láta málið gegn Vísi niður falla. Félagið hefur fengið lögmann sinn, Flóka Ásgeirsson, til að skrifa bréf fyrir hönd félagsins til Dómstólasýslunnar, allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis og dómsmálaráðherra þar sem lagaleg hlið málsins er skýrð. „Félagið beinir þeirri eindregnu áskorun til allra viðtakenda bréfsins að leggja sitt af mörkum til að tryggja að fjölmiðlar fái í reynd notið þess tjáningarfrelsis sem þeir eiga að njóta samkvæmt stjórnarskrá og alþjóðasáttmálum,“ segir í yfirlýsingunni. Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Dómstólar Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Í gær voru fulltrúar fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar kallaðir fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur fyrir að hafa farið gegn fréttabanninu. Frétt um þinghaldið birtist á Vísi þremur dögum áður en bannið átti að renna út. Ritstjórn Vísis telur að dómari í málinu túlki reglur um málsmeðferð of þröngt. Í yfirlýsingu á vef Blaðamannafélags Íslands er þungum áhyggjum lýst yfir af ákvörðun Sigríðar Elsu Kjartansdóttur, dómara málsins, að kalla fulltrúa fréttastofunnar fyrir dóm. Þá mótmælir félagið túlkun dómara á lögum um meðferð sakamála og telur hana stangast á við ákvæðu um tjáningarfrelsi í stjórnarskrá og mannréttindasáttmála. „Blaðamannafélagið telur augljóst að dómari sé með ákvörðun sinni að túlka þetta ákvæði mun þrengra en löggjafinn hafði áform um og fagnar því að fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar hafi ákveðið að láta reyna á túlkunina með því að brjóta gegn fyrirmælum dómarans. Félagið telur mikilvægt í ljósi almannahagsmuna að skorið verði úr um hvort túlkun dómarans sé réttmæt enda hefur þessi rangtúlkun haft þær alvarlegu afleiðingar að fleiri dómarar eru farnir að afbaka ákvæðið sem sama hætti og Sigríður Elsa,“ segir í yfirlýsingu félagsins. Að mati félagsins er eina rétta ákvörðun dómara málsins að láta málið gegn Vísi niður falla. Félagið hefur fengið lögmann sinn, Flóka Ásgeirsson, til að skrifa bréf fyrir hönd félagsins til Dómstólasýslunnar, allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis og dómsmálaráðherra þar sem lagaleg hlið málsins er skýrð. „Félagið beinir þeirri eindregnu áskorun til allra viðtakenda bréfsins að leggja sitt af mörkum til að tryggja að fjölmiðlar fái í reynd notið þess tjáningarfrelsis sem þeir eiga að njóta samkvæmt stjórnarskrá og alþjóðasáttmálum,“ segir í yfirlýsingunni.
Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Dómstólar Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira