Í tilefni dagsins Birna Einarsdóttir skrifar 8. mars 2023 13:31 Það var hálf einmanalegt í hinu svokallaða „Félagi kvenna í Kauphöllinni“ í júní 2021 þegar bankinn var skráður á markað. Þó dró fljótt til tíðinda og á tæplega tveimur árum hafa bæst við þrjár öflugar konur í stöður forstjóra hjá skráðum félögum. Í dag, þegar við höldum upp á Alþjóðlegan baráttudag kvenna, er ágætt að minna sig á hvert við erum komin og hvert við stefnum. Þó okkur kvenforstjórum fari fjölgandi er hlutfallið samt aðeins 13% og hlutföllin eru enn víða mjög skökk. Hér er um að ræða kunnuglega sögu, tvö skref áfram og eitt aftur á bak. Konur eru í dag um 30% af eigendum skráðra hlutabréfa og við skráningu bankans sáum við það hlutfall vera 36%. Um 29% framkvæmdastjóra skráðra félaga eru konur og 10% stjórnarformanna eru konur. Það er því enn mikið verk að vinna. En hvers vegna skiptir þetta máli? Fyrirtæki um allan heim hafa sett sjálfbærni á dagskrá og jafnréttismálin eru hluti af því. Það þýðir að stjórnendur sjái fram á betri rekstur og eftirsóttari vinnustaði með sjálfbærni að leiðarljósi. Við sjáum fyrirtæki taka frekari skref er varða þátttöku allra, sem er mjög jákvætt. Með áherslu á fjölbreytni í efri lögum fyrirtækja aukast líkur á að sú fjölbreytni hafi áhrif í öll mengi fyrirtækjanna og það höfum við séð hjá Íslandsbanka. Við ræðum þessi mál í framkvæmdastjórn, en ánægjulegust eru samtöl okkar við birgja og viðskiptavini og að fá jákvæð viðbrögð við þeim – því í langflestum tilvikum fagna samstarfsaðilar okkar samtalinu. Í gegnum fræðslu bankans höfum við einnig rætt jafnréttismál með margvíslegum hætti og hafa yfir 2.000 gestir mætt á slíka fundi svo ekki skortir áhugann. Sérstaklega er áhuginn áberandi þegar við ræðum um konur og fjárfestingar enda mikilvægt að efla konur til fjárfestinga. Með þessum hætti erum við sannarlega hreyfiafl til góðra verka. Við sjáum líka í mælingum að sífellt fleiri viðskiptavinir telja sjálfbærnimál almennt skipta meira máli, sem er mikið fagnaðarefni og gaman að sjá fyrirtæki senda skýr samfélagsskilaboð samhliða uppgjörsefni.Einhverjir kunna að telja það koma niður á hlutverki fyrirtækja að skila góðri afkomu að setja sjálfbærnimál á dagskrá. Við teljum því öfugt farið og látum okkar tölur tala sínu máli þegar við fögnum góðu rekstrarári 2022. Okkar vegferð er að byrja og við leitum stöðugt leiða til að bæta okkur og ræðum það reglulega við starfsfólk bankans. Við verðum þrátt fyrir allt að geta talað um hlutina þó við séum ekki fullkomin. Von mín er að fjölbreytt forysta komi til með að endurspegla fjölbreyttar áherslur fyrirtækja og við leyfum okkur að berjast fyrir litlum sem stórum málum í daglegum ákvörðunum. Bjartsýn hlakka ég til að drekka kaffi með fjölmennari hóp „Félags kvenna í Kauphöllinni.“ Höfundur er bankastjóri Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Kjaramál Íslandsbanki Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Það var hálf einmanalegt í hinu svokallaða „Félagi kvenna í Kauphöllinni“ í júní 2021 þegar bankinn var skráður á markað. Þó dró fljótt til tíðinda og á tæplega tveimur árum hafa bæst við þrjár öflugar konur í stöður forstjóra hjá skráðum félögum. Í dag, þegar við höldum upp á Alþjóðlegan baráttudag kvenna, er ágætt að minna sig á hvert við erum komin og hvert við stefnum. Þó okkur kvenforstjórum fari fjölgandi er hlutfallið samt aðeins 13% og hlutföllin eru enn víða mjög skökk. Hér er um að ræða kunnuglega sögu, tvö skref áfram og eitt aftur á bak. Konur eru í dag um 30% af eigendum skráðra hlutabréfa og við skráningu bankans sáum við það hlutfall vera 36%. Um 29% framkvæmdastjóra skráðra félaga eru konur og 10% stjórnarformanna eru konur. Það er því enn mikið verk að vinna. En hvers vegna skiptir þetta máli? Fyrirtæki um allan heim hafa sett sjálfbærni á dagskrá og jafnréttismálin eru hluti af því. Það þýðir að stjórnendur sjái fram á betri rekstur og eftirsóttari vinnustaði með sjálfbærni að leiðarljósi. Við sjáum fyrirtæki taka frekari skref er varða þátttöku allra, sem er mjög jákvætt. Með áherslu á fjölbreytni í efri lögum fyrirtækja aukast líkur á að sú fjölbreytni hafi áhrif í öll mengi fyrirtækjanna og það höfum við séð hjá Íslandsbanka. Við ræðum þessi mál í framkvæmdastjórn, en ánægjulegust eru samtöl okkar við birgja og viðskiptavini og að fá jákvæð viðbrögð við þeim – því í langflestum tilvikum fagna samstarfsaðilar okkar samtalinu. Í gegnum fræðslu bankans höfum við einnig rætt jafnréttismál með margvíslegum hætti og hafa yfir 2.000 gestir mætt á slíka fundi svo ekki skortir áhugann. Sérstaklega er áhuginn áberandi þegar við ræðum um konur og fjárfestingar enda mikilvægt að efla konur til fjárfestinga. Með þessum hætti erum við sannarlega hreyfiafl til góðra verka. Við sjáum líka í mælingum að sífellt fleiri viðskiptavinir telja sjálfbærnimál almennt skipta meira máli, sem er mikið fagnaðarefni og gaman að sjá fyrirtæki senda skýr samfélagsskilaboð samhliða uppgjörsefni.Einhverjir kunna að telja það koma niður á hlutverki fyrirtækja að skila góðri afkomu að setja sjálfbærnimál á dagskrá. Við teljum því öfugt farið og látum okkar tölur tala sínu máli þegar við fögnum góðu rekstrarári 2022. Okkar vegferð er að byrja og við leitum stöðugt leiða til að bæta okkur og ræðum það reglulega við starfsfólk bankans. Við verðum þrátt fyrir allt að geta talað um hlutina þó við séum ekki fullkomin. Von mín er að fjölbreytt forysta komi til með að endurspegla fjölbreyttar áherslur fyrirtækja og við leyfum okkur að berjast fyrir litlum sem stórum málum í daglegum ákvörðunum. Bjartsýn hlakka ég til að drekka kaffi með fjölmennari hóp „Félags kvenna í Kauphöllinni.“ Höfundur er bankastjóri Íslandsbanka.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun