Takk! Björg Þórsdóttir skrifar 8. mars 2023 12:00 Í haust lýkur yngsta dóttir mín leikskólagöngu sinni og ákveðnum kafla í bók fjölskyldunnar lokið. Því fylgja blendnar tilfinningar, enda hefur margt gerst á þessum árum; margt sem maður myndi vilja endurtaka og annað ekki. En ég finn hjá mér djúpa þörf fyrir að segja takk. Takk, kæru leikskólakennarar og starfsfólk leikskólanna sem dætur mínar hafa verið á. Takk fyrir að kyssa á bágtið. Takk fyrir að kynna koppinn. Takk fyrir að syngja. Takk fyrir að lesa. Takk fyrir að segja sögur. Takk fyrir að hlusta á þeirra sögur. Takk fyrir að hjálpa okkur að finna út úr þessu með mjólkuróþolið. Takk fyrir að muna eftir því að frændi stelpnanna átti stígvélin á undan þeim og þessvegna voru þau ekki rétt merkt. Takk fyrir að minna okkur á að panta nafnalímmiða. Takk fyrir allar sögurnar og myndirnar af stelpunum. Takk fyrir að skrifa niður það sem þær höfðu að segja. Takk fyrir að bjóða okkur í kaffi, þegar það mátti. Takk fyrir að lána pollagalla þegar við gleymdum honum heima. Takk fyrir að eiga auka föt, þegar aukafata-kassinn var tómur. Takk fyrir að sitja á gólfinu með þeim. Takk fyrir renna upp og setja yfir og teygjuna undir. Takk fyrir að setja teygju í hárið. Takk fyrir að kenna rétt grip á liti og skæri. Takk fyrir að fylgjast með orðaforðanum. Takk fyrir að standa vaktina í covid-ástandinu! Takk fyrir að vera lausnarmiðuð, hugmyndarík og harðdugleg. Takk fyrir að finna leiðir í myglu, manneklu og mótlæti. Takk fyrir að vera ennþá á leikskólanum með mikilvægasta fólkinu, börnunum okkar. Þið eigið allt það besta skilið. Höfundur er tónmenntakennari og þriggja barna móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í haust lýkur yngsta dóttir mín leikskólagöngu sinni og ákveðnum kafla í bók fjölskyldunnar lokið. Því fylgja blendnar tilfinningar, enda hefur margt gerst á þessum árum; margt sem maður myndi vilja endurtaka og annað ekki. En ég finn hjá mér djúpa þörf fyrir að segja takk. Takk, kæru leikskólakennarar og starfsfólk leikskólanna sem dætur mínar hafa verið á. Takk fyrir að kyssa á bágtið. Takk fyrir að kynna koppinn. Takk fyrir að syngja. Takk fyrir að lesa. Takk fyrir að segja sögur. Takk fyrir að hlusta á þeirra sögur. Takk fyrir að hjálpa okkur að finna út úr þessu með mjólkuróþolið. Takk fyrir að muna eftir því að frændi stelpnanna átti stígvélin á undan þeim og þessvegna voru þau ekki rétt merkt. Takk fyrir að minna okkur á að panta nafnalímmiða. Takk fyrir allar sögurnar og myndirnar af stelpunum. Takk fyrir að skrifa niður það sem þær höfðu að segja. Takk fyrir að bjóða okkur í kaffi, þegar það mátti. Takk fyrir að lána pollagalla þegar við gleymdum honum heima. Takk fyrir að eiga auka föt, þegar aukafata-kassinn var tómur. Takk fyrir að sitja á gólfinu með þeim. Takk fyrir renna upp og setja yfir og teygjuna undir. Takk fyrir að setja teygju í hárið. Takk fyrir að kenna rétt grip á liti og skæri. Takk fyrir að fylgjast með orðaforðanum. Takk fyrir að standa vaktina í covid-ástandinu! Takk fyrir að vera lausnarmiðuð, hugmyndarík og harðdugleg. Takk fyrir að finna leiðir í myglu, manneklu og mótlæti. Takk fyrir að vera ennþá á leikskólanum með mikilvægasta fólkinu, börnunum okkar. Þið eigið allt það besta skilið. Höfundur er tónmenntakennari og þriggja barna móðir.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar