ÍBV sagði um vinalegt klapp við mjaðmakúlu að ræða Sindri Sverrisson skrifar 8. mars 2023 11:30 Sigurður Bragason missir af næstu tveimur leikjum ÍBV vegna bannsins. Vísir/Diego Í greinargerð ÍBV vegna máls Sigurðar Bragasonar, þjálfara kvennaliðs félagsins í handbolta, sem sakaður var um að slá kvenkyns starfsmann Vals tvívegis í rassinn, segir að Sigurður hafi í raun klappað með vinalegum hætti í mjöðm starfsmannsins. Þetta kemur fram í úrskurði aganefndar HSÍ sem birtur var í gær. Sigurður var þar úrskurðaður í tveggja leikja bann en það var þó ekki vegna fyrrgreinds atviks því aganefnd ljóst að aðilum bæri í grundvallaratriðum ekki saman um hvað gerst hefði. Orð stæði gegn orði hvað þennan hluta málsins varðaði og frekari sannanir væru ekki fyrir hendi. Sigurður fékk bannið hins vegar þar sem sannað þótti að hann hefði sýnt af sér afar óíþróttamannslega framkomu gagnvart starfsmönnum og leikmönnum Vals, eftir dramatískan sigur ÍBV gegn Val í Olís-deildinni um þarsíðustu helgi, og viðhaft orðin „fokkaðu þér“ gagnvart leikmanni Vals. Sigurður viðurkenndi að hafa látið þau orð falla en sagðist hafa gert það eftir að hafa snöggreiðst þegar hann var sakaður um að slá starfsmanninn á rassinn. Í greinargerð ÍBV segir að lýsingar á því atviki, í bréfi framkvæmdastjóra HSÍ til aganefndar, hafi verið rangar og meintri hegðun Sigurðar „nánast lýst eins og um kynferðislega áreitni hafi verið að ræða“. Hið rétta sé að Sigurður hafi ætlað að þakka starfsmanninum fyrir leikinn en í sama mund hafi hann snúið sér við og beygt sig niður: „Sigurður beygir sig niður til hennar og hægri höndin á honum fer yfir bakið á liðsstjóranum og fer á mjöðmina á henni. Sigurður klappar þá tvisvar með vinalegum hætti í hægri mjöðm, við mjaðmarkúlu liðsstjórans með orðum um þakkir fyrir leikinn,“ segir í greinargerð ÍBV. Engar upptökur eða lýsingar vitna Í niðurstöðu aganefndar er erindi framkvæmdastjóra HSÍ, þar sem Sigurði var gefið að sök að hafa slegið í rass starfsmanns Vals, vísað frá vegna skorts á gögnum. Tekið er fram að atvikalýsingin í bréfinu sé í samræmi við greinargerð sem óskað var eftir frá Val, þar sem starfsmaðurinn lýsti sinni hlið á málinu en eins og fyrr segir er hún á skjön við lýsingar ÍBV. Úrskurðurinn um bann byggir því eins og fyrr segir á því að Sigurður hafi sýnt óíþróttamannslega framkomu, með því að fagna fyrir framan hóp Valsara „með öskrum og mjög áberandi hætti“, eins og segir í skýrslu dómara, og með því að segja leikmanni Vals að „fokka sér“. Aganefnd bendir hins vegar á að ekki sé útilokað að atvikið sem snýr að snertingu Sigurðar við starfsmann Vals verði tekið fyrir að nýju. Til þess þyrfti aganefnd að berast nýtt erindi og frekari upplýsingar um málsatvik. Nefndin bendir á að engin ósk hafi borist um að aðilum væri gefinn kostur á munnlegum eða skriflegum málflutningi, og að ekki hafi legið fyrir myndbandsupptökur, lýsingar vitna eða skýrsla dómara eða eftirlitsmanns um þetta atvik. Rétt er að taka fram að málið var tekið fyrir vegna erindis framkvæmdastjóra HSÍ og vegna skýrslu dómara, en ekki að frumkvæði Valsara sem samkvæmt upplýsingum Vísis hafa ekki í hyggju að aðhafast neitt vegna úrskurðarins. Gæti snúið aftur í úrslitaleik gegn Val Eins og fyrr segir var Sigurður úrskurðaður í tveggja leikja bann. Því er mögulegt að hann snúi aftur úr banni í bikarúrslitaleik gegn Val um þarnæstu helgi, því bæði lið leika í undanúrslitum í næstu viku og Eyjakonur eiga leik við Hauka í Olís-deildinni á föstudagskvöld. Vísir hefur reynt ítrekað að ná tali af Sigurði vegna málsins en án árangurs. Olís-deild kvenna ÍBV Valur Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Sjá meira
Þetta kemur fram í úrskurði aganefndar HSÍ sem birtur var í gær. Sigurður var þar úrskurðaður í tveggja leikja bann en það var þó ekki vegna fyrrgreinds atviks því aganefnd ljóst að aðilum bæri í grundvallaratriðum ekki saman um hvað gerst hefði. Orð stæði gegn orði hvað þennan hluta málsins varðaði og frekari sannanir væru ekki fyrir hendi. Sigurður fékk bannið hins vegar þar sem sannað þótti að hann hefði sýnt af sér afar óíþróttamannslega framkomu gagnvart starfsmönnum og leikmönnum Vals, eftir dramatískan sigur ÍBV gegn Val í Olís-deildinni um þarsíðustu helgi, og viðhaft orðin „fokkaðu þér“ gagnvart leikmanni Vals. Sigurður viðurkenndi að hafa látið þau orð falla en sagðist hafa gert það eftir að hafa snöggreiðst þegar hann var sakaður um að slá starfsmanninn á rassinn. Í greinargerð ÍBV segir að lýsingar á því atviki, í bréfi framkvæmdastjóra HSÍ til aganefndar, hafi verið rangar og meintri hegðun Sigurðar „nánast lýst eins og um kynferðislega áreitni hafi verið að ræða“. Hið rétta sé að Sigurður hafi ætlað að þakka starfsmanninum fyrir leikinn en í sama mund hafi hann snúið sér við og beygt sig niður: „Sigurður beygir sig niður til hennar og hægri höndin á honum fer yfir bakið á liðsstjóranum og fer á mjöðmina á henni. Sigurður klappar þá tvisvar með vinalegum hætti í hægri mjöðm, við mjaðmarkúlu liðsstjórans með orðum um þakkir fyrir leikinn,“ segir í greinargerð ÍBV. Engar upptökur eða lýsingar vitna Í niðurstöðu aganefndar er erindi framkvæmdastjóra HSÍ, þar sem Sigurði var gefið að sök að hafa slegið í rass starfsmanns Vals, vísað frá vegna skorts á gögnum. Tekið er fram að atvikalýsingin í bréfinu sé í samræmi við greinargerð sem óskað var eftir frá Val, þar sem starfsmaðurinn lýsti sinni hlið á málinu en eins og fyrr segir er hún á skjön við lýsingar ÍBV. Úrskurðurinn um bann byggir því eins og fyrr segir á því að Sigurður hafi sýnt óíþróttamannslega framkomu, með því að fagna fyrir framan hóp Valsara „með öskrum og mjög áberandi hætti“, eins og segir í skýrslu dómara, og með því að segja leikmanni Vals að „fokka sér“. Aganefnd bendir hins vegar á að ekki sé útilokað að atvikið sem snýr að snertingu Sigurðar við starfsmann Vals verði tekið fyrir að nýju. Til þess þyrfti aganefnd að berast nýtt erindi og frekari upplýsingar um málsatvik. Nefndin bendir á að engin ósk hafi borist um að aðilum væri gefinn kostur á munnlegum eða skriflegum málflutningi, og að ekki hafi legið fyrir myndbandsupptökur, lýsingar vitna eða skýrsla dómara eða eftirlitsmanns um þetta atvik. Rétt er að taka fram að málið var tekið fyrir vegna erindis framkvæmdastjóra HSÍ og vegna skýrslu dómara, en ekki að frumkvæði Valsara sem samkvæmt upplýsingum Vísis hafa ekki í hyggju að aðhafast neitt vegna úrskurðarins. Gæti snúið aftur í úrslitaleik gegn Val Eins og fyrr segir var Sigurður úrskurðaður í tveggja leikja bann. Því er mögulegt að hann snúi aftur úr banni í bikarúrslitaleik gegn Val um þarnæstu helgi, því bæði lið leika í undanúrslitum í næstu viku og Eyjakonur eiga leik við Hauka í Olís-deildinni á föstudagskvöld. Vísir hefur reynt ítrekað að ná tali af Sigurði vegna málsins en án árangurs.
Olís-deild kvenna ÍBV Valur Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti