Ritstjóri og blaðamaður Vísis kallaðir fyrir dóm Atli Ísleifsson skrifar 8. mars 2023 10:54 Erla Björg Gunnarsdóttir, ritstjóri Vísis, og Kolbeinn Tumi Daðason fréttastjóri Vísis, ásamt Reimari Péturssyni, lögmanni Sýnar, í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Vísir/Vilhelm Erla Björg Gunnarsdóttir, ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, og Margrét Björk Jónsdóttir, fréttamaður miðilsins, voru boðaðar fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur við aðalmeðferð stóra kókaínmálsins í morgun. Dómari í málinu hefur til skoðunar hvort Vísir hafi brotið lög með birtingu fréttar um málið föstudaginn 3. mars. Öllum skýrslutökum í málinu lauk mánudaginn 6. mars og birtu þá aðrir fjölmiðlar fréttir af málinu. Umrædda frétt má lesa hér að neðan. Eins og fram kom í fyrrnefndri frétt telur ritstjórn Vísis að dómari í málinu túlki reglur um málsmeðferð of þröngt. Reimar Pétursson lögmaður mætti ásamt Erlu Björgu og Margréti Björk í dómsal í morgun og óskaði eftir því að verða skipaður verjandi í málinu. Sigríður Elsa Kjartansdóttir dómari sagði enga ákvörðun hafa verið tekna um hvort fjölmiðillinn yrði sektaður. Fulltrúar Vísis hefðu verið boðið að gera grein fyrir sinni hlið málsins. Reimar óskaði eftir gögnum málsins og ræddi um tjáningarfrelsi í stjórnarskránni og þá meginreglu að þinghöld skyldu háð í heyranda hljóði. Þá benti hann á að í reglum sem dómari hefur vísað til í málinu segi að ekki megi greina frá því sem fram kæmi í skýrslutöku, í eintölu, fyrr en að henni lokinni. Ekki stæði í lögunum að bannað væri að greina frá því sem fram kæmi fyrr en öllum skýrslutökum í málinu væri lokið. Dómarinn í málinu tilkynnti fjölmiðlamönnum við upphaf aðalmeðferðar fimmtudaginn 19. janúar að samkvæmt fyrstu málsgrein 11. greinar laga um meðferð sakamála mætti ekki greina frá framburði aðila úr dómsal þar til aðalmeðferð væri lokið. Minnti dómarinn á þetta við framhald aðalmeðferðar mánudaginn 23. janúar áður en málinu var frestað til 9. og 10. febrúar. Svo fór að öllum skýrslutökum var ekki lokið fyrr en mánudaginn 6. mars eða um sjö vikum eftir að aðalmeðferðin hófst. Vísir hefur fjallað um þessa nýlegu breytingu á lögum sem ætlað var að takmarka samtímaendursögn úr þinghaldi. Fréttina má lesa að neðan. Málflutningur í málinu fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Karlmennirnir fjórir eru ákærðir fyrir að skipuleggja innflutning á um hundrað kílóum af kókaíni. Saksóknari og verjendur munu færa rök fyrir sínu máli í dag. Þá má reikna með að dómur í málinu verði kveðinn upp eftir um fjórar vikur. Stóra kókaínmálið 2022 Fjölmiðlar Dómsmál Tjáningarfrelsi Dómstólar Tengdar fréttir Einbýlishús, rándýr bíll og lúxuslífstíll en haldið uppi af pabba Rannsakendur lögreglu telja að Birgir Halldórsson, einn af sakborningum í stóra kókaínmálinu, sé ekki jafn lítið peð í málinu og hann heldur sjálfur fram. Hann segist aðeins hafa verið milliliður en lögreglumaður sem kom að rannsókn málsins telur Birgir sé sá sem „sér um það sem vantar hér á landi, að það sé skaffað,“ líkt og það var orðað við aðalmeðferð málsins. Annar rannsakandi sagði frá því að Birgir og sambýliskona hans hefðu lifað lúxuslífstíl þrátt fyrir að vera ýmist á bótum eða á lágmarkslaunum. 7. mars 2023 07:01 Kókaínið brennt fljótlega eftir haldlagningu í Hollandi Tollvörður, efnafræðingur og rannsóknaraðilar í Hollandi báru vitni fyrir dómi í aðalmeðferð stóra kókaínmálsins í dag. Vitnin komu öll að haldlagningu eða rannsóknum á hundrað kílóum af kókaíni sem fjórir íslenskir menn hugðust að flytja til landsins. Samkvæmt hollenskum verkferlum voru efnin brennd mjög fljótlega eftir að þau voru haldlögð. 6. mars 2023 13:37 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Dómari í málinu hefur til skoðunar hvort Vísir hafi brotið lög með birtingu fréttar um málið föstudaginn 3. mars. Öllum skýrslutökum í málinu lauk mánudaginn 6. mars og birtu þá aðrir fjölmiðlar fréttir af málinu. Umrædda frétt má lesa hér að neðan. Eins og fram kom í fyrrnefndri frétt telur ritstjórn Vísis að dómari í málinu túlki reglur um málsmeðferð of þröngt. Reimar Pétursson lögmaður mætti ásamt Erlu Björgu og Margréti Björk í dómsal í morgun og óskaði eftir því að verða skipaður verjandi í málinu. Sigríður Elsa Kjartansdóttir dómari sagði enga ákvörðun hafa verið tekna um hvort fjölmiðillinn yrði sektaður. Fulltrúar Vísis hefðu verið boðið að gera grein fyrir sinni hlið málsins. Reimar óskaði eftir gögnum málsins og ræddi um tjáningarfrelsi í stjórnarskránni og þá meginreglu að þinghöld skyldu háð í heyranda hljóði. Þá benti hann á að í reglum sem dómari hefur vísað til í málinu segi að ekki megi greina frá því sem fram kæmi í skýrslutöku, í eintölu, fyrr en að henni lokinni. Ekki stæði í lögunum að bannað væri að greina frá því sem fram kæmi fyrr en öllum skýrslutökum í málinu væri lokið. Dómarinn í málinu tilkynnti fjölmiðlamönnum við upphaf aðalmeðferðar fimmtudaginn 19. janúar að samkvæmt fyrstu málsgrein 11. greinar laga um meðferð sakamála mætti ekki greina frá framburði aðila úr dómsal þar til aðalmeðferð væri lokið. Minnti dómarinn á þetta við framhald aðalmeðferðar mánudaginn 23. janúar áður en málinu var frestað til 9. og 10. febrúar. Svo fór að öllum skýrslutökum var ekki lokið fyrr en mánudaginn 6. mars eða um sjö vikum eftir að aðalmeðferðin hófst. Vísir hefur fjallað um þessa nýlegu breytingu á lögum sem ætlað var að takmarka samtímaendursögn úr þinghaldi. Fréttina má lesa að neðan. Málflutningur í málinu fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Karlmennirnir fjórir eru ákærðir fyrir að skipuleggja innflutning á um hundrað kílóum af kókaíni. Saksóknari og verjendur munu færa rök fyrir sínu máli í dag. Þá má reikna með að dómur í málinu verði kveðinn upp eftir um fjórar vikur.
Stóra kókaínmálið 2022 Fjölmiðlar Dómsmál Tjáningarfrelsi Dómstólar Tengdar fréttir Einbýlishús, rándýr bíll og lúxuslífstíll en haldið uppi af pabba Rannsakendur lögreglu telja að Birgir Halldórsson, einn af sakborningum í stóra kókaínmálinu, sé ekki jafn lítið peð í málinu og hann heldur sjálfur fram. Hann segist aðeins hafa verið milliliður en lögreglumaður sem kom að rannsókn málsins telur Birgir sé sá sem „sér um það sem vantar hér á landi, að það sé skaffað,“ líkt og það var orðað við aðalmeðferð málsins. Annar rannsakandi sagði frá því að Birgir og sambýliskona hans hefðu lifað lúxuslífstíl þrátt fyrir að vera ýmist á bótum eða á lágmarkslaunum. 7. mars 2023 07:01 Kókaínið brennt fljótlega eftir haldlagningu í Hollandi Tollvörður, efnafræðingur og rannsóknaraðilar í Hollandi báru vitni fyrir dómi í aðalmeðferð stóra kókaínmálsins í dag. Vitnin komu öll að haldlagningu eða rannsóknum á hundrað kílóum af kókaíni sem fjórir íslenskir menn hugðust að flytja til landsins. Samkvæmt hollenskum verkferlum voru efnin brennd mjög fljótlega eftir að þau voru haldlögð. 6. mars 2023 13:37 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Einbýlishús, rándýr bíll og lúxuslífstíll en haldið uppi af pabba Rannsakendur lögreglu telja að Birgir Halldórsson, einn af sakborningum í stóra kókaínmálinu, sé ekki jafn lítið peð í málinu og hann heldur sjálfur fram. Hann segist aðeins hafa verið milliliður en lögreglumaður sem kom að rannsókn málsins telur Birgir sé sá sem „sér um það sem vantar hér á landi, að það sé skaffað,“ líkt og það var orðað við aðalmeðferð málsins. Annar rannsakandi sagði frá því að Birgir og sambýliskona hans hefðu lifað lúxuslífstíl þrátt fyrir að vera ýmist á bótum eða á lágmarkslaunum. 7. mars 2023 07:01
Kókaínið brennt fljótlega eftir haldlagningu í Hollandi Tollvörður, efnafræðingur og rannsóknaraðilar í Hollandi báru vitni fyrir dómi í aðalmeðferð stóra kókaínmálsins í dag. Vitnin komu öll að haldlagningu eða rannsóknum á hundrað kílóum af kókaíni sem fjórir íslenskir menn hugðust að flytja til landsins. Samkvæmt hollenskum verkferlum voru efnin brennd mjög fljótlega eftir að þau voru haldlögð. 6. mars 2023 13:37