Drykkja hefur aukist aftur eftir afnám samkomutakmarkana Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. mars 2023 20:16 Áhættudrykkja er farin að aukast aftur eftir að hafa dregist saman þegar samkomutakmarkanir voru í gildi árin 2020 og 2021. Sérfræðingur hjá landlækni segir nauðsynlegt að halda í takmarkað aðgengi að áfengi til að hægt sé að draga úr drykkju á ný. Fram kemur í nýjum talnabrunni landlæknisembættisins um áfengisneyslu að áhættudrykkja sé farin að aukast aftur eftir lægð í kring um heimsfaraldur Covid. Í fyrra féll tæpur fjórðungur Íslendinga undir þá skilgreiningu að vera með skaðlegt neyslumynstur áfengis, eða stunda svokallaða áhættudrykkju. Hlutfall þeirra sem stunduðu áhættudrykkju var hæst árið 2018 en féll nokkuð árin 2020 og 2021. Nú er neyslan hins vegar farin að aukast að nýju og gert ráð fyrir að 33 þúsund karlar og 25 þúsund konur á landinu hafi haft skaðlegt neyslumynstur áfengis í fyrra. „Það dregur aðeins úr á Covid tímanum, þá eru bæði samkomutakmarkanir og minna aðgengi,“ segir Rafn Magnús Jónsson, verkefnastjóri áfengis- og vímuvarna hjá embætti landlæknis. „Heilt yfir höfum við verið að auka áfengisdrykkju í öllum aldurshópum undanfarin ár.“ Þá drekki fleiri reglulegar: Einn bjór eða vínglas á virkum kvöldum frekar en að drekka óhóflega um helgar. Það geti haft mjög slæm áhrif til langs tíma. „Við erum að sjá það að líkaminn er útsettur fyrir etanólinu fleiri daga vikunnar en oft áður. Það er kannski til þess valdandi að við erum að sjá aukningu í langvinnum sjúkdómum eins og áfengistengdum skorpulifurstilfellum og þá mögulega krabbameini,“ segir Rafn. Þá hafi Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, mælst til þess að heildarneysla áfengis verði dregin saman um minnst tíu prósent fyrir árið 2025. En hvernig verður því markmiði náð? „Það eru ýmsar leiðir sem við getum gert betur í dag. í stað þess að auka aðgengi eigum við að halda í það fyrirkomulag sem við höfum.“ Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Fíkn Tengdar fréttir Fjórðungur stundar áhættudrykkju en 2.000 hafa hætt að reykja Árið 2022 féll um það bil fjórðungur Íslendinga undir þá skilgreiningu að vera með skaðlegt neyslumynstur áfengis eða stunda svokallaða áhættudrykkju, um 27 prósent karla og 21 prósent kvenna. 7. mars 2023 06:55 Mun fleiri fá skorpulifur vegna áfengisneyslu Skorpulifur er vaxandi vandmál hér á landi en nýgengi hefur margfaldast síðast liðin ár og aukin þörf verður fyrir lifrarígræðslu á næstu árum. Áfengisneysla er helsti orsakavaldurinn að mati lifrarlæknis. 11. janúar 2023 20:01 Áfengisneysla stigmagnast: „Á meðan þeir eru fúnkerandi er best að grípa inn í“ Áfengisneysla Íslendinga hefur stigmagnast og tilfellum skorpulifrar fjölgað, að sögn forstjóra Vogs. Hún segir sjúklinga illa á sig komna vegna drykkju og hvetur fólk til að takast á við vandamálin áður en í óefni er komið. 10. janúar 2023 09:13 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Fram kemur í nýjum talnabrunni landlæknisembættisins um áfengisneyslu að áhættudrykkja sé farin að aukast aftur eftir lægð í kring um heimsfaraldur Covid. Í fyrra féll tæpur fjórðungur Íslendinga undir þá skilgreiningu að vera með skaðlegt neyslumynstur áfengis, eða stunda svokallaða áhættudrykkju. Hlutfall þeirra sem stunduðu áhættudrykkju var hæst árið 2018 en féll nokkuð árin 2020 og 2021. Nú er neyslan hins vegar farin að aukast að nýju og gert ráð fyrir að 33 þúsund karlar og 25 þúsund konur á landinu hafi haft skaðlegt neyslumynstur áfengis í fyrra. „Það dregur aðeins úr á Covid tímanum, þá eru bæði samkomutakmarkanir og minna aðgengi,“ segir Rafn Magnús Jónsson, verkefnastjóri áfengis- og vímuvarna hjá embætti landlæknis. „Heilt yfir höfum við verið að auka áfengisdrykkju í öllum aldurshópum undanfarin ár.“ Þá drekki fleiri reglulegar: Einn bjór eða vínglas á virkum kvöldum frekar en að drekka óhóflega um helgar. Það geti haft mjög slæm áhrif til langs tíma. „Við erum að sjá það að líkaminn er útsettur fyrir etanólinu fleiri daga vikunnar en oft áður. Það er kannski til þess valdandi að við erum að sjá aukningu í langvinnum sjúkdómum eins og áfengistengdum skorpulifurstilfellum og þá mögulega krabbameini,“ segir Rafn. Þá hafi Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, mælst til þess að heildarneysla áfengis verði dregin saman um minnst tíu prósent fyrir árið 2025. En hvernig verður því markmiði náð? „Það eru ýmsar leiðir sem við getum gert betur í dag. í stað þess að auka aðgengi eigum við að halda í það fyrirkomulag sem við höfum.“
Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Fíkn Tengdar fréttir Fjórðungur stundar áhættudrykkju en 2.000 hafa hætt að reykja Árið 2022 féll um það bil fjórðungur Íslendinga undir þá skilgreiningu að vera með skaðlegt neyslumynstur áfengis eða stunda svokallaða áhættudrykkju, um 27 prósent karla og 21 prósent kvenna. 7. mars 2023 06:55 Mun fleiri fá skorpulifur vegna áfengisneyslu Skorpulifur er vaxandi vandmál hér á landi en nýgengi hefur margfaldast síðast liðin ár og aukin þörf verður fyrir lifrarígræðslu á næstu árum. Áfengisneysla er helsti orsakavaldurinn að mati lifrarlæknis. 11. janúar 2023 20:01 Áfengisneysla stigmagnast: „Á meðan þeir eru fúnkerandi er best að grípa inn í“ Áfengisneysla Íslendinga hefur stigmagnast og tilfellum skorpulifrar fjölgað, að sögn forstjóra Vogs. Hún segir sjúklinga illa á sig komna vegna drykkju og hvetur fólk til að takast á við vandamálin áður en í óefni er komið. 10. janúar 2023 09:13 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Fjórðungur stundar áhættudrykkju en 2.000 hafa hætt að reykja Árið 2022 féll um það bil fjórðungur Íslendinga undir þá skilgreiningu að vera með skaðlegt neyslumynstur áfengis eða stunda svokallaða áhættudrykkju, um 27 prósent karla og 21 prósent kvenna. 7. mars 2023 06:55
Mun fleiri fá skorpulifur vegna áfengisneyslu Skorpulifur er vaxandi vandmál hér á landi en nýgengi hefur margfaldast síðast liðin ár og aukin þörf verður fyrir lifrarígræðslu á næstu árum. Áfengisneysla er helsti orsakavaldurinn að mati lifrarlæknis. 11. janúar 2023 20:01
Áfengisneysla stigmagnast: „Á meðan þeir eru fúnkerandi er best að grípa inn í“ Áfengisneysla Íslendinga hefur stigmagnast og tilfellum skorpulifrar fjölgað, að sögn forstjóra Vogs. Hún segir sjúklinga illa á sig komna vegna drykkju og hvetur fólk til að takast á við vandamálin áður en í óefni er komið. 10. janúar 2023 09:13