Íslandsheimsóknin besti túr sem þær norsku hafa farið í Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. mars 2023 12:31 Leikmenn Noregs hópast að Andreu Jacobsen. vísir/hulda margrét Þórir Hergeirsson segir Norðmenn hæstánægða með heimsókn B-landsliðs síns til Íslands um helgina. B-landslið Noregs í handbolta kvenna kom hingað til lands í síðustu viku og lék tvo leiki gegn A-landsliði Íslands á Ásvöllum. Liðin skiptu sigrunum á milli sín. Ísland vann leik liðanna á fimmtudaginn, 31-26, en Noregur svaraði fyrir sig með endurkomusigri á laugardaginn, 26-29. Á sama tíma var Þórir með A-landslið Noregs í Gulldeildinni. Hann hefur samt heyrt í þjálfurum B-landsliðsins og þeir eru sammála um að heimsóknin hafi tekist vel þrátt fyrir mikil forföll í norska liðinu en sjö úr upphaflega hópnum þurftu að draga sig út úr honum. „Við vorum að taka inn svolítið af stelpum sem eiga svolítið í land ennþá. Þetta var veikara lið en venjulega. Það var meiðslavesen vegna álags hjá félagsliðum,“ sagði Þórir í samtali við Vísi í dag. Þórir Hergeirsson segir B-landslið Noregs afar mikilvægt.epa/Zsolt Czegledi „Þetta var gott verkefni fyrir þær og þær stóðu sig að miklu leyti vel. Þær eru auðvitað með litla eða enga reynslu af alþjóðlegum leikjum. En B-landsliðið, eða þróunarhópurinn, er undirbúningur fyrir eitthvað meira. Það er verið að brúa bil milli yngri landsliða og A-landsliðsins sem er gífurlega stórt þegar við tölum um landslið sem stefnir á að vinna verðlaun á öllum mótum.“ Þórir segir að forráðamenn og leikmenn norska B-landsliðsins hafi látið afar vel af Íslandsheimsókninni. „Hópurinn okkar hélt ekki vatni yfir móttökum og öllu í kringum þetta. Þetta var frábært. Þetta var besti túr sem þær hafa farið í, umgjörð og allt var Íslendingum sóma,“ sagði Þórir að endingu. Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Sport Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Sjá meira
B-landslið Noregs í handbolta kvenna kom hingað til lands í síðustu viku og lék tvo leiki gegn A-landsliði Íslands á Ásvöllum. Liðin skiptu sigrunum á milli sín. Ísland vann leik liðanna á fimmtudaginn, 31-26, en Noregur svaraði fyrir sig með endurkomusigri á laugardaginn, 26-29. Á sama tíma var Þórir með A-landslið Noregs í Gulldeildinni. Hann hefur samt heyrt í þjálfurum B-landsliðsins og þeir eru sammála um að heimsóknin hafi tekist vel þrátt fyrir mikil forföll í norska liðinu en sjö úr upphaflega hópnum þurftu að draga sig út úr honum. „Við vorum að taka inn svolítið af stelpum sem eiga svolítið í land ennþá. Þetta var veikara lið en venjulega. Það var meiðslavesen vegna álags hjá félagsliðum,“ sagði Þórir í samtali við Vísi í dag. Þórir Hergeirsson segir B-landslið Noregs afar mikilvægt.epa/Zsolt Czegledi „Þetta var gott verkefni fyrir þær og þær stóðu sig að miklu leyti vel. Þær eru auðvitað með litla eða enga reynslu af alþjóðlegum leikjum. En B-landsliðið, eða þróunarhópurinn, er undirbúningur fyrir eitthvað meira. Það er verið að brúa bil milli yngri landsliða og A-landsliðsins sem er gífurlega stórt þegar við tölum um landslið sem stefnir á að vinna verðlaun á öllum mótum.“ Þórir segir að forráðamenn og leikmenn norska B-landsliðsins hafi látið afar vel af Íslandsheimsókninni. „Hópurinn okkar hélt ekki vatni yfir móttökum og öllu í kringum þetta. Þetta var frábært. Þetta var besti túr sem þær hafa farið í, umgjörð og allt var Íslendingum sóma,“ sagði Þórir að endingu.
Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Sport Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Sjá meira