Hjálpum ungmennum án skilyrða – Reset welfare Sigurþóra Bergsdóttir skrifar 7. mars 2023 08:31 Á meðan heimsfaraldur stóð yfir fékk þögull faraldur að vaxa hér á landi, sem er versnandi geðheilsa og vanlíðan ungmenna. Má til að mynda sjá í lýðheilsuvísum Landlæknis að meira en 40% fólks á aldrinum 18-34 ára líti á andlega heilsu sína sem slæma (sæmilega eða lélega). Sömu gögn sýna mikinn mun á andlegri heilsu þessa hóps frá því fyrir Covid. Við þekkjum öll vandamálin sem við sem samfélag stöndum frammi fyrir þegar kemur að þessum málum. Aðgengi fólks að sálfræði- og geðheilbrigðisþjónustu er ekki gott og þúsundir bíða á biðlistum. Þá getur fólk einnig verið í þeirri aðstöðu að hafa einfaldlega ekki efni á þjónustu og fá því ekki þá hjálp sem þau þurfa. Eins og tölurnar sýna eykst vandinn með hverju árinu, sérstaklega hjá ungu fólki, og við sjáum að þörfin á aðgerðum er brýn. Nú þarf að láta verkin tala. Unnið er að þingsáætlunartillögu um aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum 2023-2027. Margt gott er í áætluninni en gera þarf mun metnaðarfyllri áætlun er varðar ungt fólk á Íslandi – og þar getum við í Berginu headspace aðstoðað. Hjá Berginu starfar fjölbreyttur hópur ráðgajfa sem eru ýmist félagsráðgjafar eða sálfræðingar og er Bergið hannað sem fyrsta skref fyrir ungt fólk á aldrinum 12-25 ára sem vill leita sér aðstoða, án allra skilyrða. Við grípum þau ungmenni sem til okkar koma í vanlíðan eða vandræðum og veitum þeim stuðning, fræðslu og ráðgjöf. Einnig getum við og höfum komið auga á þau sem hugsanlega þurfa meiri þjónustu og þannig komið í veg fyrir að vandi þeirra verði óviðráðanlegur síðar. Við hjá Berginu höfum rétt eins og aðrir fundið fyrir því að vandinn er stækkandi og voru til að mynda 27% fleiri viðtöl tekin hjá okkur árið 2022 en árið á undan. Þá skráðu 709 einstaklingar sig í þjónustu á síðasta ári en 590 árið 2021. Með því að hafa hjálpina aðgengilega, án biðlista og ókeypis náum við til stærri hóps ungmenna en hið hefðbundna heilbrigðiskerfi. Við getum brúað bilið milli kerfa og unnið með fyrsta, annars og þriðja stigs þjónustu heilbrigðiskerfisins. Það sjá það öll sem vilja að hefðbundnar leiðir síðustu ára og áratuga til þess að takast á við þann aukna vanda sem við stöndum frammi fyrir þegar það kemur að geðheilbrigði ungs fólks duga ekki til. Með því að lækka þröskuldana hjálpum við fleirum og fækkum einstaklingum sem bíða eftir þjónustu innan heilbrigðiskerfisins. Þá má nefna að árið 2021 var meðalbiðtími barna eftir geðþjónustu heilsugæslu rúmar 16 vikur en 23 vikur hjá fullorðnum.Bergið er ekki með biðlista en meðaltími sem líður frá því að ungmenni óskar eftir þjónustu og er komin með tíma eru 10 dagar. Við getum líka brugðist við innan dags ef ástæða er metin til þess. Það ætti að vera markmið okkar allra að gera skilyrðislausa þjónustu aðgengilega öllum ungmennum landsins og köllum við eftir því að aðgerðaráætlun í geðheilbrigðismálum 2023-2027 ræði það markmið sérstaklega. Við í Berginu headspace höfum sýnt fram á árangur af okkar starfsemi og erum tilbúin í viðræður um útfærslur á því hvernig það gæti verið gert, með til dæmis blöndu af nær og fjarþjónustu. Því fyrr sem við horfumst í augu við það að leiðirnar sem við höfum farið hingað til í geðheilbrigði ungs fólks virka ekki og förum að ýta undir aðrar leiðir – því fyrr getum við bætt kerfið fyrir okkur öll og bjargað mannslífum. Headspace er hugmyndafræði sem er að ryðja sér til rúms í fleiri löndum um heiminn, þar sem áskoranir þessar eru alþjóðlegar. Við erum að stofna samstarfsvettvang á Norðurlöndunum og verður upphafsfundur Nordic headspace haldinn þann 14. apríl í Reykjavík. Við hvetjum öll áhugasöm um nýjar leiðir í aðkomu að geðheilbrigðismálum ungs fólks til að taka þátt í samtalinu. Hér má sjá heimasíðu ráðstefnunnar: https://www.headspaceconference.is/ Höfundur er stofnandi og framkvæmdastjóri Bergsins headspace. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Sigurþóra Bergsdóttir Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Á meðan heimsfaraldur stóð yfir fékk þögull faraldur að vaxa hér á landi, sem er versnandi geðheilsa og vanlíðan ungmenna. Má til að mynda sjá í lýðheilsuvísum Landlæknis að meira en 40% fólks á aldrinum 18-34 ára líti á andlega heilsu sína sem slæma (sæmilega eða lélega). Sömu gögn sýna mikinn mun á andlegri heilsu þessa hóps frá því fyrir Covid. Við þekkjum öll vandamálin sem við sem samfélag stöndum frammi fyrir þegar kemur að þessum málum. Aðgengi fólks að sálfræði- og geðheilbrigðisþjónustu er ekki gott og þúsundir bíða á biðlistum. Þá getur fólk einnig verið í þeirri aðstöðu að hafa einfaldlega ekki efni á þjónustu og fá því ekki þá hjálp sem þau þurfa. Eins og tölurnar sýna eykst vandinn með hverju árinu, sérstaklega hjá ungu fólki, og við sjáum að þörfin á aðgerðum er brýn. Nú þarf að láta verkin tala. Unnið er að þingsáætlunartillögu um aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum 2023-2027. Margt gott er í áætluninni en gera þarf mun metnaðarfyllri áætlun er varðar ungt fólk á Íslandi – og þar getum við í Berginu headspace aðstoðað. Hjá Berginu starfar fjölbreyttur hópur ráðgajfa sem eru ýmist félagsráðgjafar eða sálfræðingar og er Bergið hannað sem fyrsta skref fyrir ungt fólk á aldrinum 12-25 ára sem vill leita sér aðstoða, án allra skilyrða. Við grípum þau ungmenni sem til okkar koma í vanlíðan eða vandræðum og veitum þeim stuðning, fræðslu og ráðgjöf. Einnig getum við og höfum komið auga á þau sem hugsanlega þurfa meiri þjónustu og þannig komið í veg fyrir að vandi þeirra verði óviðráðanlegur síðar. Við hjá Berginu höfum rétt eins og aðrir fundið fyrir því að vandinn er stækkandi og voru til að mynda 27% fleiri viðtöl tekin hjá okkur árið 2022 en árið á undan. Þá skráðu 709 einstaklingar sig í þjónustu á síðasta ári en 590 árið 2021. Með því að hafa hjálpina aðgengilega, án biðlista og ókeypis náum við til stærri hóps ungmenna en hið hefðbundna heilbrigðiskerfi. Við getum brúað bilið milli kerfa og unnið með fyrsta, annars og þriðja stigs þjónustu heilbrigðiskerfisins. Það sjá það öll sem vilja að hefðbundnar leiðir síðustu ára og áratuga til þess að takast á við þann aukna vanda sem við stöndum frammi fyrir þegar það kemur að geðheilbrigði ungs fólks duga ekki til. Með því að lækka þröskuldana hjálpum við fleirum og fækkum einstaklingum sem bíða eftir þjónustu innan heilbrigðiskerfisins. Þá má nefna að árið 2021 var meðalbiðtími barna eftir geðþjónustu heilsugæslu rúmar 16 vikur en 23 vikur hjá fullorðnum.Bergið er ekki með biðlista en meðaltími sem líður frá því að ungmenni óskar eftir þjónustu og er komin með tíma eru 10 dagar. Við getum líka brugðist við innan dags ef ástæða er metin til þess. Það ætti að vera markmið okkar allra að gera skilyrðislausa þjónustu aðgengilega öllum ungmennum landsins og köllum við eftir því að aðgerðaráætlun í geðheilbrigðismálum 2023-2027 ræði það markmið sérstaklega. Við í Berginu headspace höfum sýnt fram á árangur af okkar starfsemi og erum tilbúin í viðræður um útfærslur á því hvernig það gæti verið gert, með til dæmis blöndu af nær og fjarþjónustu. Því fyrr sem við horfumst í augu við það að leiðirnar sem við höfum farið hingað til í geðheilbrigði ungs fólks virka ekki og förum að ýta undir aðrar leiðir – því fyrr getum við bætt kerfið fyrir okkur öll og bjargað mannslífum. Headspace er hugmyndafræði sem er að ryðja sér til rúms í fleiri löndum um heiminn, þar sem áskoranir þessar eru alþjóðlegar. Við erum að stofna samstarfsvettvang á Norðurlöndunum og verður upphafsfundur Nordic headspace haldinn þann 14. apríl í Reykjavík. Við hvetjum öll áhugasöm um nýjar leiðir í aðkomu að geðheilbrigðismálum ungs fólks til að taka þátt í samtalinu. Hér má sjá heimasíðu ráðstefnunnar: https://www.headspaceconference.is/ Höfundur er stofnandi og framkvæmdastjóri Bergsins headspace.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar