Musk hlær að Haraldi sem óttast svik auðjöfursins Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. mars 2023 08:06 Mikil umræða hefur átt sér stað á Twitter vegna samskipta Musk og Haraldar. Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno og starfsmaður Twitter, hefur fengið þau svör frá Twitter að honum hafi sannarlega verið sagt upp störfum. Staðfestingin barst honum eftir orðaskipti við Elon Musk, eiganda Twitter, á samfélagsmiðlinum. Haraldur tísti Musk í gær en hann hafði þá reynt að fá svör við því hvort honum hefði verið sagt upp hjá Twitter eftir að lokað var á aðgang hans að vinnugögnum. Sagðist hann geta fengið skýr svör hjá mannauðsdeild fyrirtækisins en Musk gæti ef til vill svarað honum á Twitter. „Að hverju hefur þú verið að vinna?“ svaraði Musk fljótlega en Haraldur sagðist þá þurfa að rjúfa trúnað til að gefa það upp. „Það er samþykkt, láttu vaða,“ svaraði Musk þá. Haraldur taldi þá upp þau verkefni sem hann hefur verið að vinna að. Svar Musk var kjarnyrt, ef svo má segja: Tveir hláturkallar. — Elon Musk (@elonmusk) March 7, 2023 Samkvæmt BBC, sem hefur fjallað um málið, hafði mannauðsdeild Twitter samband við Harald skömmu síðar og staðfesti að hann væri sannarlega án vinnu. „Það voru nokkrar ástæður fyrir því að ég ákvað að selja en ein af þeim er að ég þjáist af vöðvarýrnun og líkaminn er hægt og rólega að bregðast mér,“ hefur BBC eftir Haraldi um söluna á Ueno til Twitter árið 2021. „Ég á nokkur góð ár eftir og þetta var leið til að skilja við fyrirtækið og sjá fyrir mér og fjölskyldu minni til þeirra ára þar sem ég mun ekki geta gert jafn mikið.“ Ok, following long threaded back and forth replies on Twitter is a bit complicated, so let me give you the highlights. After no straight answers on my employment status for 9 days I asked @elonmusk to tell me if I had been laid off. He sort of replied...— Halli (@iamharaldur) March 7, 2023 BBC hefur eftir Haraldi að hann sé nú áhyggjufullur vegna þess möguleika að ólíkindatólið Musk muni ekki heiðra samkomulagið sem undirritað var við söluna. „Þetta er afar streituvaldandi. Þetta er eftirlaunasjóðurinn minn, leið til að sjá fyrir mér og fjölskyldu minni þegar sjúkdómurinn þróast. Að vera með ríkasta mann heim á hinum endanum og sjá fyrir sér að hann muni mögulega ekki standa við samninga er ekki auðvelt fyrir mig að sætta mig við.“ Dear @elonmusk 9 days ago the access to my work computer was cut, along with about 200 other Twitter employees.However your head of HR is not able to confirm if I am an employee or not. You've not answered my emails.Maybe if enough people retweet you'll answer me here?— Halli (@iamharaldur) March 6, 2023 Uppfært: Musk hefur svarað einum notenda Twitter sem tjáir sig um samskipti hans og Haraldar. Heldur Musk því fram að Haraldur hafi notað fötlun sína sem afsökun fyrir því að geta ekki unnið og segir ekki hægt að reka einhvern sem vinnur ekki. I'm not going to lie, this is the most entertaining exit interview I've ever witnessed pic.twitter.com/6OfjuGNIiC— Alex Cohen (@anothercohen) March 7, 2023 Samfélagsmiðlar Twitter Bandaríkin Tengdar fréttir Veit ekki enn hvort honum hafi verið sagt upp Haraldur Ingi Þorleifsson segist ekki enn vita hvort honum hafi verið sagt upp hjá samfélagsmiðlinum Twitter. Hann segir Elon Musk, forstjóra og eigenda fyrirtækisins, ekki hafa svarað sér síðan lokað var á aðgang hans að kerfum fyrirtækisins. 6. mars 2023 21:06 Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Haraldur tísti Musk í gær en hann hafði þá reynt að fá svör við því hvort honum hefði verið sagt upp hjá Twitter eftir að lokað var á aðgang hans að vinnugögnum. Sagðist hann geta fengið skýr svör hjá mannauðsdeild fyrirtækisins en Musk gæti ef til vill svarað honum á Twitter. „Að hverju hefur þú verið að vinna?“ svaraði Musk fljótlega en Haraldur sagðist þá þurfa að rjúfa trúnað til að gefa það upp. „Það er samþykkt, láttu vaða,“ svaraði Musk þá. Haraldur taldi þá upp þau verkefni sem hann hefur verið að vinna að. Svar Musk var kjarnyrt, ef svo má segja: Tveir hláturkallar. — Elon Musk (@elonmusk) March 7, 2023 Samkvæmt BBC, sem hefur fjallað um málið, hafði mannauðsdeild Twitter samband við Harald skömmu síðar og staðfesti að hann væri sannarlega án vinnu. „Það voru nokkrar ástæður fyrir því að ég ákvað að selja en ein af þeim er að ég þjáist af vöðvarýrnun og líkaminn er hægt og rólega að bregðast mér,“ hefur BBC eftir Haraldi um söluna á Ueno til Twitter árið 2021. „Ég á nokkur góð ár eftir og þetta var leið til að skilja við fyrirtækið og sjá fyrir mér og fjölskyldu minni til þeirra ára þar sem ég mun ekki geta gert jafn mikið.“ Ok, following long threaded back and forth replies on Twitter is a bit complicated, so let me give you the highlights. After no straight answers on my employment status for 9 days I asked @elonmusk to tell me if I had been laid off. He sort of replied...— Halli (@iamharaldur) March 7, 2023 BBC hefur eftir Haraldi að hann sé nú áhyggjufullur vegna þess möguleika að ólíkindatólið Musk muni ekki heiðra samkomulagið sem undirritað var við söluna. „Þetta er afar streituvaldandi. Þetta er eftirlaunasjóðurinn minn, leið til að sjá fyrir mér og fjölskyldu minni þegar sjúkdómurinn þróast. Að vera með ríkasta mann heim á hinum endanum og sjá fyrir sér að hann muni mögulega ekki standa við samninga er ekki auðvelt fyrir mig að sætta mig við.“ Dear @elonmusk 9 days ago the access to my work computer was cut, along with about 200 other Twitter employees.However your head of HR is not able to confirm if I am an employee or not. You've not answered my emails.Maybe if enough people retweet you'll answer me here?— Halli (@iamharaldur) March 6, 2023 Uppfært: Musk hefur svarað einum notenda Twitter sem tjáir sig um samskipti hans og Haraldar. Heldur Musk því fram að Haraldur hafi notað fötlun sína sem afsökun fyrir því að geta ekki unnið og segir ekki hægt að reka einhvern sem vinnur ekki. I'm not going to lie, this is the most entertaining exit interview I've ever witnessed pic.twitter.com/6OfjuGNIiC— Alex Cohen (@anothercohen) March 7, 2023
Samfélagsmiðlar Twitter Bandaríkin Tengdar fréttir Veit ekki enn hvort honum hafi verið sagt upp Haraldur Ingi Þorleifsson segist ekki enn vita hvort honum hafi verið sagt upp hjá samfélagsmiðlinum Twitter. Hann segir Elon Musk, forstjóra og eigenda fyrirtækisins, ekki hafa svarað sér síðan lokað var á aðgang hans að kerfum fyrirtækisins. 6. mars 2023 21:06 Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Veit ekki enn hvort honum hafi verið sagt upp Haraldur Ingi Þorleifsson segist ekki enn vita hvort honum hafi verið sagt upp hjá samfélagsmiðlinum Twitter. Hann segir Elon Musk, forstjóra og eigenda fyrirtækisins, ekki hafa svarað sér síðan lokað var á aðgang hans að kerfum fyrirtækisins. 6. mars 2023 21:06