„Verðum að sýna fólki að Úkraína lifir“ Sindri Sverrisson skrifar 6. mars 2023 15:30 Yaroslava Mahuchikh og Kateryna Tabashnyk höfðu ástæðu til að gleðjast eftir gull og brons á EM í gær. Getty/Hakan Akgun Hástökkvarinn Yaroslava Mahuchikh færði Úkraínu einu gullverðlaun þjóðarinnar á Evrópumótinu innanhúss í frjálsum íþróttum, í Istanbúl um helgina. Hún tjáði sig um stríðið heima fyrir og mögulega þátttöku Rússa á Ólympíuleikum í viðtali eftir keppni. Hin 21 árs gamla Mahuchikh, sem varð heimsmeistari innanhúss í fyrra, tryggði sér Evrópumeistaratitilinn í gær með 1,98 metra stökki. Hún varð einnig Evrópumeistari utanhúss í fyrra og innanhúss 2021. Úkraína fékk einnig brons í hástökkinu því Kateryna Tabashnyk varð í 3. sæti með 1,94 metra stökki, en hin hollenska Britt Weerman fékk silfur á hollensku meti með 1,96 metra stökki. Ukrainian athletes won two medals at once at the 2023 European Indoor Athletics Championships in Istanbul.Yaroslava Makhuchikh won in the high jump. Kateryna Tabashnyk was the bronze medallist. : @EuroAthletics pic.twitter.com/zjwfyM3KG4— KyivPost (@KyivPost) March 6, 2023 „Það var ánægjulegt fyrir mig að verja titilinn og auðvitað er ég ánægð með að gera það fyrir mína þjóð. Við verðum að sýna fólki að Úkraína lifir,“ sagði Mahuchikh í viðtali við pólsku fréttaveituna PAP eftir keppni. Hún var spurð hvort hún gæti ímyndað sér að keppa gegn Rússum og Hvít-Rússum á Ólympíuleikunum í París 2024, en svaraði að ólympíusamband Úkraínu hefði þegar gefið út að þá myndu Úkraínumenn sniðganga leikana. Hún sagði að gera ætti allt til að koma í veg fyrir að Rússar og Hvít-Rússar yrðu með á leikunum og bætti við að „margt rússneskt íþróttfólk styður stríðið“. Title defended! Yaroslava Mahuchikh reigns again in the high jump in #Istanbul2023! pic.twitter.com/heRktxbock— European Athletics (@EuroAthletics) March 5, 2023 Mahuchikh náði að fara í heimabæ sinn Dnipro í tvær vikur í vetur og sagði það hafa hjálpað andlegri heilsu sinni enda væri „heima alltaf heima“. Hún þyrfti hins vegar að dvelja annars staðar til að geta náð fram sínu besta í æfingum og keppni, en væri í stöðugu sambandi við systur sína, föður og aðra fjölskyldumeðlimi í Dnipro. Hún óskar þess að stríðinu ljúki. „Ég vil flytja aftur heim í landið mitt. Ég vil stunda æfingar í landinu mínu og njóta lífsins,“ sagði Mahuchikh og kvaðst afar þakklát þeim þjóðum sem hjálpað hefðu Úkraínu í stríðinu sem nú hefur staðið yfir í meira en eitt ár. Frjálsar íþróttir Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Fleiri fréttir Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Sjá meira
Hin 21 árs gamla Mahuchikh, sem varð heimsmeistari innanhúss í fyrra, tryggði sér Evrópumeistaratitilinn í gær með 1,98 metra stökki. Hún varð einnig Evrópumeistari utanhúss í fyrra og innanhúss 2021. Úkraína fékk einnig brons í hástökkinu því Kateryna Tabashnyk varð í 3. sæti með 1,94 metra stökki, en hin hollenska Britt Weerman fékk silfur á hollensku meti með 1,96 metra stökki. Ukrainian athletes won two medals at once at the 2023 European Indoor Athletics Championships in Istanbul.Yaroslava Makhuchikh won in the high jump. Kateryna Tabashnyk was the bronze medallist. : @EuroAthletics pic.twitter.com/zjwfyM3KG4— KyivPost (@KyivPost) March 6, 2023 „Það var ánægjulegt fyrir mig að verja titilinn og auðvitað er ég ánægð með að gera það fyrir mína þjóð. Við verðum að sýna fólki að Úkraína lifir,“ sagði Mahuchikh í viðtali við pólsku fréttaveituna PAP eftir keppni. Hún var spurð hvort hún gæti ímyndað sér að keppa gegn Rússum og Hvít-Rússum á Ólympíuleikunum í París 2024, en svaraði að ólympíusamband Úkraínu hefði þegar gefið út að þá myndu Úkraínumenn sniðganga leikana. Hún sagði að gera ætti allt til að koma í veg fyrir að Rússar og Hvít-Rússar yrðu með á leikunum og bætti við að „margt rússneskt íþróttfólk styður stríðið“. Title defended! Yaroslava Mahuchikh reigns again in the high jump in #Istanbul2023! pic.twitter.com/heRktxbock— European Athletics (@EuroAthletics) March 5, 2023 Mahuchikh náði að fara í heimabæ sinn Dnipro í tvær vikur í vetur og sagði það hafa hjálpað andlegri heilsu sinni enda væri „heima alltaf heima“. Hún þyrfti hins vegar að dvelja annars staðar til að geta náð fram sínu besta í æfingum og keppni, en væri í stöðugu sambandi við systur sína, föður og aðra fjölskyldumeðlimi í Dnipro. Hún óskar þess að stríðinu ljúki. „Ég vil flytja aftur heim í landið mitt. Ég vil stunda æfingar í landinu mínu og njóta lífsins,“ sagði Mahuchikh og kvaðst afar þakklát þeim þjóðum sem hjálpað hefðu Úkraínu í stríðinu sem nú hefur staðið yfir í meira en eitt ár.
Frjálsar íþróttir Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Fleiri fréttir Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Sjá meira