Prigozhin segir menn sína óttast að verða gerðir að blórabögglum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. mars 2023 12:50 Prigozhin ávarpaði Vólódímír Selenskí í myndskeiði fyrir helgi og hvatti forsetann til að draga hermenn sína til baka frá Bakhmut. AP/Prigozhin Press Service Stofnandi Wagner málaliðahópsins segir bardagamenn hópsins í Úkraínu ekki hafa fengið umsamin skotfæri frá Rússlandi og segir annað hvort um að ræða afleiðngar skrifræðis eða hrein og klár svik. Samskipti Yevgeny Prigozhin, sem áður var afar náinn Vladimir Pútín Rússlandsforseta, og stjórnvalda í Moskvu hafa farið versnandi síðustu vikur og mánuði, meðal annars vegna yfirlýsinga Prigozhin um þátt sveita Wagner í sókn Rússa. Bardagamenn Wagner í Úkraínu eru taldir hlaupa á tugum þúsunda en margir þeirra sátu í fangelsum Rússlands áður en þeir voru sendir á vígvöllinn. Sumir, þeirra á meðal Prigozhin, vilja meina að sveitirnar gegni nú lykilhlutverki í sókn Rússa. Prigozhin sagði í gær að skjöl hefðu verið undirrituð 22. febrúar síðastliðinn, þar sem kveðið var á um sendingu skotfæra til Bakhmut næsta dag. Þessar sendingar hefðu hins vegar ekki skilað sér. Í myndskeiði sem deilt var á samfélagsmiðlum á laugardag en virðist hafa verið tekið upp í febrúar sagði Prigozhin menn sína óttast að til stæði að gera þá að blórabögglum ef Rússar töpuðu stríðinu. „Hvað ef [stjórnvöld í Rússlandi] eru að reyna að koma sökinni á okkur, að segja að við séum þrjótar, og að það er ástæðan fyrir því að þeir eru ekki að senda okkur skotfæri, sjá okkur fyrir vopnum, og ekki að gera okkur kleift að endurnýja mannaflann okkar, þar á meðal með föngum?“ segir Prigozhin. Þá heldur hann því fram að ef málaliðar Wagner hörfuð í Bakhmut, þar sem harðir bardagar hafa staðið yfir, þá myndi öll framvarðarlína Rússa hrynja. Prigozhin sagði bardagamenn sína berjast gegn öllum úkraínska hernum og „tortíma“ honum. Á sama tíma væru hermenn Rússa að gera allt sem þeir gætu til að halda í við Wagner-liða. Hugveitan Institute for the Study of War segir Úkraínumenn líklega að gefa undan í Bakhmut en að þeir væru enn að valda töluverðu mannfalli meðal Rússa. Greint var frá því um helgina að götubardagar stæðu yfir í borginni. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Fleiri fréttir Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Sjá meira
Samskipti Yevgeny Prigozhin, sem áður var afar náinn Vladimir Pútín Rússlandsforseta, og stjórnvalda í Moskvu hafa farið versnandi síðustu vikur og mánuði, meðal annars vegna yfirlýsinga Prigozhin um þátt sveita Wagner í sókn Rússa. Bardagamenn Wagner í Úkraínu eru taldir hlaupa á tugum þúsunda en margir þeirra sátu í fangelsum Rússlands áður en þeir voru sendir á vígvöllinn. Sumir, þeirra á meðal Prigozhin, vilja meina að sveitirnar gegni nú lykilhlutverki í sókn Rússa. Prigozhin sagði í gær að skjöl hefðu verið undirrituð 22. febrúar síðastliðinn, þar sem kveðið var á um sendingu skotfæra til Bakhmut næsta dag. Þessar sendingar hefðu hins vegar ekki skilað sér. Í myndskeiði sem deilt var á samfélagsmiðlum á laugardag en virðist hafa verið tekið upp í febrúar sagði Prigozhin menn sína óttast að til stæði að gera þá að blórabögglum ef Rússar töpuðu stríðinu. „Hvað ef [stjórnvöld í Rússlandi] eru að reyna að koma sökinni á okkur, að segja að við séum þrjótar, og að það er ástæðan fyrir því að þeir eru ekki að senda okkur skotfæri, sjá okkur fyrir vopnum, og ekki að gera okkur kleift að endurnýja mannaflann okkar, þar á meðal með föngum?“ segir Prigozhin. Þá heldur hann því fram að ef málaliðar Wagner hörfuð í Bakhmut, þar sem harðir bardagar hafa staðið yfir, þá myndi öll framvarðarlína Rússa hrynja. Prigozhin sagði bardagamenn sína berjast gegn öllum úkraínska hernum og „tortíma“ honum. Á sama tíma væru hermenn Rússa að gera allt sem þeir gætu til að halda í við Wagner-liða. Hugveitan Institute for the Study of War segir Úkraínumenn líklega að gefa undan í Bakhmut en að þeir væru enn að valda töluverðu mannfalli meðal Rússa. Greint var frá því um helgina að götubardagar stæðu yfir í borginni.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Fleiri fréttir Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Sjá meira