„Það skelfilegasta sem ég hef lent í“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. mars 2023 19:29 Sara Dögg Sigurðardóttir. Vísir/ÍVAR Kærasta ungs manns sem legið hefur þungt haldinn á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum vegna streptókokkasýkingar í heila segir veikindi hans það skelfilegasta sem komið hefur fyrir hana. Þau standa nú frammi fyrir sjúkrahúskostnaði sem hleypur á milljónum. Parið Sara Dögg Sigurðardóttir og Jóhannes Hrefnuson Karlsson, bæði tvítug, voru í flugi á leið á ráðstefnu í Washington 16. febrúar þegar Jóhannes byrjar að finna fyrir miklum höfuðverk. „Síðan liggur hann bara veikur á fimmtudegi, föstudegi og síðan á laugardagsmorgninum er hann bara meðvitundarlaus. Og ég held náttúrulega bara, af því að hann er veikur, að hann sé sofandi. En svo reyni ég að vekja hann og þá er ekki hægt að vekja hann,“ segir Sara. Jóhannes var fluttur með hraði á sjúkrahús í Virginíu og í rannsóknum kom í ljós að um streptókokkasýkingu var að ræða. Hann var sendur í bráðaskurðaðgerð á heila aðfaranótt 19. febrúar. „Ég var svo hrædd. Þetta er það skelfilegasta sem ég hef lent í. Það var svo mikil óvissa á tíma því það kom ekki í ljós strax hvort þetta væri heilablæðing, sýking, hvernig sýkingin væri. Svo var óvissa um hvenær hann myndi vakna, hvort hann myndi vakna og hvernig hann yrði eftir á. Hvort hann myndi muna eitthvað.“ Sara hlúir að Jóhannesi á sjúkrahúsinu í Virginíu.úr einkasafni Farinn að segja já og nei Jóhannesi var haldið sofandi í fimm daga eftir aðgerð. Hann komst aftur til meðvitundar um síðustu helgi. „Hann er farinn að segja já, nei og vá en hann getur ekki sagt setningar. En þær koma með tíma og talþjálfun,“ segir Sara. Jóhannes er enn á spítalanum úti og Sara er á leið aftur út innan skamms. Hún segir kostnað við innlögn Jóhannesar og endurhæfingu sligandi. „Einhverjar margar milljónir. Ég býst við yfir tíu milljónum. Vel yfir tíu.“ Jóhannes og Sara eru tvítug og sjúkrahúskostnaðurinn þeim erfiður viðureignar. Grasserað í heilanum í einhverja daga Bylgja alvarlegra streptókokkasýkinga hefur dunið á landsmönnum nú í byrjun árs en vísbendingar eru um að hún sé loksins í rénun. Færri greindust til dæmis með skarlatssótt, afleiðingu streptókokka, í síðustu viku febrúarmánaðar en vikuna á undan - þó að tilfellin hafi verið margföld miðað við meðaltal áranna á undan. Fjölmargar tegundir streptókokkabaktería eru til. Sara segir að svo virðist sem streptókokkabakterían sem olli veikindum Jóhannesar sé ekki af þeirri gerð sem greinist í hálsi. „Þetta er slæm streptókokkasýking í heila og sýkingarlæknir sem kom og talaði við mig þegar ég var hjá honum eina nóttina sagði að þetta hefði örugglega verið að myndast í heilanum hans í einhverja daga eða vikur.“ Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Fleiri fréttir Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Sjá meira
Parið Sara Dögg Sigurðardóttir og Jóhannes Hrefnuson Karlsson, bæði tvítug, voru í flugi á leið á ráðstefnu í Washington 16. febrúar þegar Jóhannes byrjar að finna fyrir miklum höfuðverk. „Síðan liggur hann bara veikur á fimmtudegi, föstudegi og síðan á laugardagsmorgninum er hann bara meðvitundarlaus. Og ég held náttúrulega bara, af því að hann er veikur, að hann sé sofandi. En svo reyni ég að vekja hann og þá er ekki hægt að vekja hann,“ segir Sara. Jóhannes var fluttur með hraði á sjúkrahús í Virginíu og í rannsóknum kom í ljós að um streptókokkasýkingu var að ræða. Hann var sendur í bráðaskurðaðgerð á heila aðfaranótt 19. febrúar. „Ég var svo hrædd. Þetta er það skelfilegasta sem ég hef lent í. Það var svo mikil óvissa á tíma því það kom ekki í ljós strax hvort þetta væri heilablæðing, sýking, hvernig sýkingin væri. Svo var óvissa um hvenær hann myndi vakna, hvort hann myndi vakna og hvernig hann yrði eftir á. Hvort hann myndi muna eitthvað.“ Sara hlúir að Jóhannesi á sjúkrahúsinu í Virginíu.úr einkasafni Farinn að segja já og nei Jóhannesi var haldið sofandi í fimm daga eftir aðgerð. Hann komst aftur til meðvitundar um síðustu helgi. „Hann er farinn að segja já, nei og vá en hann getur ekki sagt setningar. En þær koma með tíma og talþjálfun,“ segir Sara. Jóhannes er enn á spítalanum úti og Sara er á leið aftur út innan skamms. Hún segir kostnað við innlögn Jóhannesar og endurhæfingu sligandi. „Einhverjar margar milljónir. Ég býst við yfir tíu milljónum. Vel yfir tíu.“ Jóhannes og Sara eru tvítug og sjúkrahúskostnaðurinn þeim erfiður viðureignar. Grasserað í heilanum í einhverja daga Bylgja alvarlegra streptókokkasýkinga hefur dunið á landsmönnum nú í byrjun árs en vísbendingar eru um að hún sé loksins í rénun. Færri greindust til dæmis með skarlatssótt, afleiðingu streptókokka, í síðustu viku febrúarmánaðar en vikuna á undan - þó að tilfellin hafi verið margföld miðað við meðaltal áranna á undan. Fjölmargar tegundir streptókokkabaktería eru til. Sara segir að svo virðist sem streptókokkabakterían sem olli veikindum Jóhannesar sé ekki af þeirri gerð sem greinist í hálsi. „Þetta er slæm streptókokkasýking í heila og sýkingarlæknir sem kom og talaði við mig þegar ég var hjá honum eina nóttina sagði að þetta hefði örugglega verið að myndast í heilanum hans í einhverja daga eða vikur.“
Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Fleiri fréttir Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Sjá meira