„Það skelfilegasta sem ég hef lent í“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. mars 2023 19:29 Sara Dögg Sigurðardóttir. Vísir/ÍVAR Kærasta ungs manns sem legið hefur þungt haldinn á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum vegna streptókokkasýkingar í heila segir veikindi hans það skelfilegasta sem komið hefur fyrir hana. Þau standa nú frammi fyrir sjúkrahúskostnaði sem hleypur á milljónum. Parið Sara Dögg Sigurðardóttir og Jóhannes Hrefnuson Karlsson, bæði tvítug, voru í flugi á leið á ráðstefnu í Washington 16. febrúar þegar Jóhannes byrjar að finna fyrir miklum höfuðverk. „Síðan liggur hann bara veikur á fimmtudegi, föstudegi og síðan á laugardagsmorgninum er hann bara meðvitundarlaus. Og ég held náttúrulega bara, af því að hann er veikur, að hann sé sofandi. En svo reyni ég að vekja hann og þá er ekki hægt að vekja hann,“ segir Sara. Jóhannes var fluttur með hraði á sjúkrahús í Virginíu og í rannsóknum kom í ljós að um streptókokkasýkingu var að ræða. Hann var sendur í bráðaskurðaðgerð á heila aðfaranótt 19. febrúar. „Ég var svo hrædd. Þetta er það skelfilegasta sem ég hef lent í. Það var svo mikil óvissa á tíma því það kom ekki í ljós strax hvort þetta væri heilablæðing, sýking, hvernig sýkingin væri. Svo var óvissa um hvenær hann myndi vakna, hvort hann myndi vakna og hvernig hann yrði eftir á. Hvort hann myndi muna eitthvað.“ Sara hlúir að Jóhannesi á sjúkrahúsinu í Virginíu.úr einkasafni Farinn að segja já og nei Jóhannesi var haldið sofandi í fimm daga eftir aðgerð. Hann komst aftur til meðvitundar um síðustu helgi. „Hann er farinn að segja já, nei og vá en hann getur ekki sagt setningar. En þær koma með tíma og talþjálfun,“ segir Sara. Jóhannes er enn á spítalanum úti og Sara er á leið aftur út innan skamms. Hún segir kostnað við innlögn Jóhannesar og endurhæfingu sligandi. „Einhverjar margar milljónir. Ég býst við yfir tíu milljónum. Vel yfir tíu.“ Jóhannes og Sara eru tvítug og sjúkrahúskostnaðurinn þeim erfiður viðureignar. Grasserað í heilanum í einhverja daga Bylgja alvarlegra streptókokkasýkinga hefur dunið á landsmönnum nú í byrjun árs en vísbendingar eru um að hún sé loksins í rénun. Færri greindust til dæmis með skarlatssótt, afleiðingu streptókokka, í síðustu viku febrúarmánaðar en vikuna á undan - þó að tilfellin hafi verið margföld miðað við meðaltal áranna á undan. Fjölmargar tegundir streptókokkabaktería eru til. Sara segir að svo virðist sem streptókokkabakterían sem olli veikindum Jóhannesar sé ekki af þeirri gerð sem greinist í hálsi. „Þetta er slæm streptókokkasýking í heila og sýkingarlæknir sem kom og talaði við mig þegar ég var hjá honum eina nóttina sagði að þetta hefði örugglega verið að myndast í heilanum hans í einhverja daga eða vikur.“ Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Sjá meira
Parið Sara Dögg Sigurðardóttir og Jóhannes Hrefnuson Karlsson, bæði tvítug, voru í flugi á leið á ráðstefnu í Washington 16. febrúar þegar Jóhannes byrjar að finna fyrir miklum höfuðverk. „Síðan liggur hann bara veikur á fimmtudegi, föstudegi og síðan á laugardagsmorgninum er hann bara meðvitundarlaus. Og ég held náttúrulega bara, af því að hann er veikur, að hann sé sofandi. En svo reyni ég að vekja hann og þá er ekki hægt að vekja hann,“ segir Sara. Jóhannes var fluttur með hraði á sjúkrahús í Virginíu og í rannsóknum kom í ljós að um streptókokkasýkingu var að ræða. Hann var sendur í bráðaskurðaðgerð á heila aðfaranótt 19. febrúar. „Ég var svo hrædd. Þetta er það skelfilegasta sem ég hef lent í. Það var svo mikil óvissa á tíma því það kom ekki í ljós strax hvort þetta væri heilablæðing, sýking, hvernig sýkingin væri. Svo var óvissa um hvenær hann myndi vakna, hvort hann myndi vakna og hvernig hann yrði eftir á. Hvort hann myndi muna eitthvað.“ Sara hlúir að Jóhannesi á sjúkrahúsinu í Virginíu.úr einkasafni Farinn að segja já og nei Jóhannesi var haldið sofandi í fimm daga eftir aðgerð. Hann komst aftur til meðvitundar um síðustu helgi. „Hann er farinn að segja já, nei og vá en hann getur ekki sagt setningar. En þær koma með tíma og talþjálfun,“ segir Sara. Jóhannes er enn á spítalanum úti og Sara er á leið aftur út innan skamms. Hún segir kostnað við innlögn Jóhannesar og endurhæfingu sligandi. „Einhverjar margar milljónir. Ég býst við yfir tíu milljónum. Vel yfir tíu.“ Jóhannes og Sara eru tvítug og sjúkrahúskostnaðurinn þeim erfiður viðureignar. Grasserað í heilanum í einhverja daga Bylgja alvarlegra streptókokkasýkinga hefur dunið á landsmönnum nú í byrjun árs en vísbendingar eru um að hún sé loksins í rénun. Færri greindust til dæmis með skarlatssótt, afleiðingu streptókokka, í síðustu viku febrúarmánaðar en vikuna á undan - þó að tilfellin hafi verið margföld miðað við meðaltal áranna á undan. Fjölmargar tegundir streptókokkabaktería eru til. Sara segir að svo virðist sem streptókokkabakterían sem olli veikindum Jóhannesar sé ekki af þeirri gerð sem greinist í hálsi. „Þetta er slæm streptókokkasýking í heila og sýkingarlæknir sem kom og talaði við mig þegar ég var hjá honum eina nóttina sagði að þetta hefði örugglega verið að myndast í heilanum hans í einhverja daga eða vikur.“
Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Sjá meira