Ekki beint kostnaðaraukning heldur ný framkvæmd Bjarki Sigurðsson skrifar 5. mars 2023 11:34 Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna, og Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins. Vísir Framkvæmdastjóri Betri samgangna útskýrði í dag í Sprengisandi fimmtán milljarða hækkun á kostnaði við samgöngusáttmála. Þingmaður Miðflokksins segir að það þurfi að skera kostnaðinn niður, meðal annars með því að sleppa ákveðnum verkefnum. Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri opinbera hlutafélagsins Betri samgöngur, og Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, voru gestir Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi á Bylgjunni. Þar ræddu þeir samgöngusáttmálann sem margir telja að sé þegar sprunginn, áður en framkvæmdir eru hafnar. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins lagði fram tillögu í síðasta mánuði um að endurskoðunar ákvæði sáttmálans yrði virkjað. Meðal annars vegna þess að lítið hefur gerst á framkvæmdahlið sáttmálans og að kostnaður við sáttmálann hafi aukist um fimmtán milljarða. Davíð segir kostnaðurinn hafi ekki beint aukist heldur sé framkvæmdin við Sæbraut ekki lengur sama framkvæmdin og kveðið var á um í upphafi. „Það voru til gamlar áætlanir fyrir framkvæmdastoppið um mislæg gatnamót. Svo var ákveðið í sáttmálanum að það sé það mikil umferð þarna að það þurfi að gera stokk. Það fellst í því að það þarf að koma fyrir hjólastígum og Borgarlínunni. Þetta snýst ekki bar aum umferðina, þetta snýst líka um borgarbraginn, um hverfið þarna. Að þú getir sett hraðbrautina sem þarna er og verður áfram ofan í jörðina,“ segir Davíð. Ákveðið var að breyta þessu í stokk en hvergi lá fyrir hvað það myndi kosta. Því myndi hann ekki segja kostnaðaraukningin sé fimmtán milljarðar heldur sé þetta allt önnur framkvæmd. Bergþór vill aftur á móti fresta Sæbrautarstokknum um einhvern tíma, jafnvel slá hann alveg af borðinu. Frekar klára Sundabrautina sem sé arðsamasta verkefnið af þeim öllum. „Þannig það sé hægt að tappa af í gegnum hana umferðarflæði áður en við förum í það verkefni sem mögulega verður að þrengja Sæbrautina í 1+1 á framkvæmdatímanum sem verður tvö til þrjú ár. Þar verður allt í köku árum saman ef fram heldur sem horfir. Það verður bara forsmekkur af því sem verður við Miklubrautarstokkinn þegar að því kemur,“ segir Bergþór. Hægt er að hlusta á viðtalið við Bergþór og Davíð í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Deilt um framtíð samgöngusáttmála Samgöngur Borgarlína Miðflokkurinn Sundabraut Vegagerð Sprengisandur Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Sjá meira
Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri opinbera hlutafélagsins Betri samgöngur, og Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, voru gestir Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi á Bylgjunni. Þar ræddu þeir samgöngusáttmálann sem margir telja að sé þegar sprunginn, áður en framkvæmdir eru hafnar. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins lagði fram tillögu í síðasta mánuði um að endurskoðunar ákvæði sáttmálans yrði virkjað. Meðal annars vegna þess að lítið hefur gerst á framkvæmdahlið sáttmálans og að kostnaður við sáttmálann hafi aukist um fimmtán milljarða. Davíð segir kostnaðurinn hafi ekki beint aukist heldur sé framkvæmdin við Sæbraut ekki lengur sama framkvæmdin og kveðið var á um í upphafi. „Það voru til gamlar áætlanir fyrir framkvæmdastoppið um mislæg gatnamót. Svo var ákveðið í sáttmálanum að það sé það mikil umferð þarna að það þurfi að gera stokk. Það fellst í því að það þarf að koma fyrir hjólastígum og Borgarlínunni. Þetta snýst ekki bar aum umferðina, þetta snýst líka um borgarbraginn, um hverfið þarna. Að þú getir sett hraðbrautina sem þarna er og verður áfram ofan í jörðina,“ segir Davíð. Ákveðið var að breyta þessu í stokk en hvergi lá fyrir hvað það myndi kosta. Því myndi hann ekki segja kostnaðaraukningin sé fimmtán milljarðar heldur sé þetta allt önnur framkvæmd. Bergþór vill aftur á móti fresta Sæbrautarstokknum um einhvern tíma, jafnvel slá hann alveg af borðinu. Frekar klára Sundabrautina sem sé arðsamasta verkefnið af þeim öllum. „Þannig það sé hægt að tappa af í gegnum hana umferðarflæði áður en við förum í það verkefni sem mögulega verður að þrengja Sæbrautina í 1+1 á framkvæmdatímanum sem verður tvö til þrjú ár. Þar verður allt í köku árum saman ef fram heldur sem horfir. Það verður bara forsmekkur af því sem verður við Miklubrautarstokkinn þegar að því kemur,“ segir Bergþór. Hægt er að hlusta á viðtalið við Bergþór og Davíð í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Deilt um framtíð samgöngusáttmála
Samgöngur Borgarlína Miðflokkurinn Sundabraut Vegagerð Sprengisandur Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Sjá meira