Handbolti

Geta unnið tuttugasta heimaleikinn í röð á Íslandsmótinu í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þorgils Jón Svölu Baldursson og Aron Dagur Pálsson fagna Valssigri á Hlíðarenda í vetur.
Þorgils Jón Svölu Baldursson og Aron Dagur Pálsson fagna Valssigri á Hlíðarenda í vetur. Vísir/Hulda Margrét

Valsmenn geta orðið deildarmeistarar í kvöld þegar þeir fá Gróttu í heimsókn á Hlíðarenda og gengi liðsins í Origo höllinni síðustu mánuði segir okkur að það séu miklar líkur á heimasigri.

Valsliðið hefur unnið alla átta heimaleiki sína í Olís deildinni í vetur, vann alla fimm heimaleiki sína í úrslitakeppninni síðasta vor og vann að auki sex síðustu heimaleiki sína í deildinni í fyrravetur.

Það gerir nítján heimasigra í röð á Íslandsmótinu. Sá tuttugasti myndi færa þeim deildarmeistaratitilinn.

Valsmenn töpuðu síðast á heimavelli sínum 4. desember 2021 eða fyrir 454 dögum síðan.

Selfoss er síðasta liðið til að vinna Val á Hlíðarenda á Íslandsmótinu en Selfossliðið vann 28-26 sigur á Val á Hlíðarenda fyrir fjórtán mánuðum og 27 dögum síðan.

Síðasti heimaleikir Vals við Gróttu vannst þó aðeins með einu marki. 25-24, og það var líka fyrsti sigurinn í þessari nítján heimaleikja sigurgöngu liðsins.

  • Nítján heimasigrar Valsmanna í röð
  • Deildin 2021-22
  • 1 marks sigur á Gróttu (25-24)
  • 14 marka sigur á Víkingi (33-19)
  • 13 marka sigur á KA (33-20)
  • 8 marka sigur á Stjörnunni (30-22)
  • 4 marka sigur á Fram (30-26)
  • 6 marka sigur á Haukum (40-34)
  • Úrslitakeppnin 2022
  • 10 marka sigur á Fram (34-24)
  • 11 marka sigur á Selfossi (36-25)
  • 9 marka sigur á Selfossi (36-27)
  • 10 marka sigur á ÍBV (35-25)
  • 1 marks sigur á ÍBV (31-30)
  • Deildin 2022-23
  • 1 marks sigur á Aftureldingu (25-24)
  • 10 marka sigur á Herði (38-28)
  • 8 marka sigur á KA (26-18)
  • 7 marka sigur á Fram (34-27)
  • 10 marka sigur á ÍR (35-25)
  • 5 marka sigur á Selfossi (38-33)
  • 6 marka sigur á Stjörnunni (35-29)
  • 8 marka sigur á FH (44-36)



Fleiri fréttir

Sjá meira


×