Umboðsmaður spyr um hæfi Bjarna vegna Íslandsbankasölunnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. mars 2023 10:11 Bjarni Benediktsson er fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir svörum frá Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra um hæfi hans í tengslum við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka til félags í eigu föður Bjarna. Þetta kemur fram á vef umboðsmanns þar sem segir að óskað hafi verið eftir tilteknum skýringum og upplýsingum frá fjármálaráðherra um söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Spurningar umboðsmanns til Bjarna snúa að umdeildari sölu á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka á síðasta ári. Í bréfi sem Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, sendi Bjarna í gær er vísað í skýrslu Ríkisendurskoðunar um söluferlið. Segir Skúli að hann fái ekki séð að í henni sé sérstaklega fjallað um sölu á hlutum Íslandsbanka til Hafsilfurs, félags í eigu föður Bjarna. Skúli Magnússon er umboðsmaður Alþingis.Vísir/Vilhelm Benedikt Sveinsson keypti fyrir rétt tæpar 55 milljónir króna í gegnum fjárfestingafélag sitt Hafsilfur ehf. Bjarni sagði á sínum tíma hafa beðið sitt nánasta fólk um að taka ekki þátt í útboðinu á Íslandsbanka á síðasta ári. Það hafi ekki hvarflað að sér að faðir sinn myndi samt gera það. Spyr hvernig hæfisreglum hafi verið fullnægt Vísar Skúli í sérstakar hæfisreglur stjórnsýslulaga sem feli ekki eingöngu í sér að koma í veg fyrir að ómálefnanleg sjónarmið hafi á áhrif á stjórnvaldsákvarðanir, heldur sé þeim einnig ætlað að stuðla að því að almenningur geti treyst því að stjórnvöld leysi úr málum á hlutlægan hátt. Óskar umboðsmaður því eftir að Bjarni upplýsi og skýri hvort og þá með hvaða hætti reglum stjórnsýslulaga um sérstakt hæfi hafi verið fullnægt að því er snertir söluna á hlutum ríkisins í bankanum til Hafsilfurs ehf, félags í eigu föður Bjarna. Einnig er spurt um hvort og þá hvernig undirbúningi sölumeðferðar hlutar ríkisins í Íslandsbanka hafi verið hagað þannig að tryggt væri að gætt yrði reglna stjórnsýslulaga um sérstakt hæfi þegar kæmi að ákvörðunum ráðherra um hvort tilboð skyldu samþykkt eða þeim hafnað. Þá er óskað rökstuddrar afstöðu ráðherra til þess hvort og þá að hvaða marki hann hafi sem ráðherra borið lagalega og stjórnskipulega ábyrgð á því að söluferlið færi fram í samræmi við lög. Bréf umboðsmanns til Bjarna má lesa hér. Salan á Íslandsbanka Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslandsbanki Alþingi Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Þyrfti að tvöfalda hlutfall smærri íbúða til að anna eftirspurn Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Sjá meira
Þetta kemur fram á vef umboðsmanns þar sem segir að óskað hafi verið eftir tilteknum skýringum og upplýsingum frá fjármálaráðherra um söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Spurningar umboðsmanns til Bjarna snúa að umdeildari sölu á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka á síðasta ári. Í bréfi sem Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, sendi Bjarna í gær er vísað í skýrslu Ríkisendurskoðunar um söluferlið. Segir Skúli að hann fái ekki séð að í henni sé sérstaklega fjallað um sölu á hlutum Íslandsbanka til Hafsilfurs, félags í eigu föður Bjarna. Skúli Magnússon er umboðsmaður Alþingis.Vísir/Vilhelm Benedikt Sveinsson keypti fyrir rétt tæpar 55 milljónir króna í gegnum fjárfestingafélag sitt Hafsilfur ehf. Bjarni sagði á sínum tíma hafa beðið sitt nánasta fólk um að taka ekki þátt í útboðinu á Íslandsbanka á síðasta ári. Það hafi ekki hvarflað að sér að faðir sinn myndi samt gera það. Spyr hvernig hæfisreglum hafi verið fullnægt Vísar Skúli í sérstakar hæfisreglur stjórnsýslulaga sem feli ekki eingöngu í sér að koma í veg fyrir að ómálefnanleg sjónarmið hafi á áhrif á stjórnvaldsákvarðanir, heldur sé þeim einnig ætlað að stuðla að því að almenningur geti treyst því að stjórnvöld leysi úr málum á hlutlægan hátt. Óskar umboðsmaður því eftir að Bjarni upplýsi og skýri hvort og þá með hvaða hætti reglum stjórnsýslulaga um sérstakt hæfi hafi verið fullnægt að því er snertir söluna á hlutum ríkisins í bankanum til Hafsilfurs ehf, félags í eigu föður Bjarna. Einnig er spurt um hvort og þá hvernig undirbúningi sölumeðferðar hlutar ríkisins í Íslandsbanka hafi verið hagað þannig að tryggt væri að gætt yrði reglna stjórnsýslulaga um sérstakt hæfi þegar kæmi að ákvörðunum ráðherra um hvort tilboð skyldu samþykkt eða þeim hafnað. Þá er óskað rökstuddrar afstöðu ráðherra til þess hvort og þá að hvaða marki hann hafi sem ráðherra borið lagalega og stjórnskipulega ábyrgð á því að söluferlið færi fram í samræmi við lög. Bréf umboðsmanns til Bjarna má lesa hér.
Salan á Íslandsbanka Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslandsbanki Alþingi Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Þyrfti að tvöfalda hlutfall smærri íbúða til að anna eftirspurn Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Sjá meira