Sá tími dugði henni ekki til að komast áfram í undanúrslitin en Guðbjörg hefði þurft að hlaupa á Íslandsmeti sínu, sem hún setti í janúar, til að ná 4. sæti í riðlinum og fá öruggt sæti í undanúrslitum. Hún varð hins vegar í sjöunda og síðasta sæti í sínum riðli.
Mujinga Kambundji frá Sviss, sem á besta tíma ársins í Evrópu eða 7,03 sekúndur, kom fyrst í mark í riðli Guðbjargar á 7,18 sekúndum. Hlaupið er í fimm riðlum og komast fjórar fremstu í hverjum riðli áfram auk fjögurra með besta tíma þar á eftir, eða samtals 24 keppendur. Ljóst er að tími Guðbjargar dugar ekki til að komast í þann hóp.
Guðbjörg Jóna sló Íslandsmetið sitt í Danmörku í janúar þegar hún hljóp á 7,35 sekúndum, eftir að hafa nokkrum dögum áður jafnað metið sitt með því að hlaupa á 7,43 sekúndum á Stórmóti ÍR.
Hún hefur nú lokið keppni á EM en Kolbeinn Höður Gunnarsson keppir snemma í fyrramálið, einnig í 60 metra hlaupi.