Draumagiggið fyrir aðfangakeðjunördið Atli Ísleifsson skrifar 2. mars 2023 11:29 Björgvin Víkingsson sagði upp störfum sem forstjóri Ríkiskaupa í lok febrúarmánaðar. Vísir/Vilhelm/Stjr „Þetta tækifæri bauðst. Þetta samtal byrjaði fyrir einhverjum mánuðum síðan og var í raun algert draumagigg að hoppa inn í. Ég er aðfangakeðju- og innkaupanörd út í eitt og það er mjög spennandi að komast inn í stærsta smásölufyrirtæki landsins. Það kitlaði hrikalega.“ Þetta segir Björgvin Víkingsson, forstjóri Ríkiskaupa, sem mun taka við stöðu innkaupastjóra og aðstoðarframkvæmdastjóra Bónuss í vor. Björgvin hefur starfað sem forstjóri Ríkiskaupa frá 2020. Í samtali við Vísi segist hann vera mikill áhugamaður um stefnumótun. „Þetta er starf sem býður upp á að skoða og pæla í hvernig stór leikmaður getur og á að vera. Ég er mjög spenntur að fara í það með Guðmundi,“ segir Björgvin og vísar þar í Guðmund Marteinsson, framkvæmdastjóra Bónuss. Björgvin segir það hafa verið gríðarlega skemmtilegt að leiða starfið hjá Ríkiskaupum síðustu árin. Mikið sé búið að gerast og að margt eigi eftir að gera. „Ég var ekkert á leiðinni að hætta því, en svo kemur skemmtilegt símtal og samtal og þá fer maður bara að spá og spekúlera. Ég endaði þarna megin við línuna. Ég er hrikalega spenntur fyrir þessu.“ Hann segir Bónus vera risastórt vörumerki og stærsta smásalann á markaðnum. „Manni þykir vænt um vörumerkið áður en maður byrjar að vinna þarna. Maður vill að Bónus sé í fararbroddi og það eru líka allir að sækja í sig veðrið á þessum markaði. Bónus spilar þetta rosa, trausta lykilhlutverki í árferði sem er núna. Fólk á kannski minna á milli handanna og þá er svakalega mikilvægt að hafa Bónus að berjast fyrir því að lækka vöruverð á markaðnum. Það er það sem Bónus stendur fyrir.“ Þarf að ganga frá ákveðnum verkefnum Sem innkaupastjóri verður það á borði Björgvins að ná sem hagstæðustum samningum við hina ýmsu aðila til að hafa vöruverðið sem lægst. Hann segist hafa sagt upp hjá Ríkiskaupum fyrir nýliðin mánaðamót og muni því starfa þar eitthvað áfram. „Ég mun ganga frá ákveðnum verkefnum og mínum málum. Ég byrja svo á nýjum stað í maí.“ Í tilkynningunni frá Bónus, sem send var á fjölmiðla í morgun, segir að Björgvin sé með meistaragráðu í aðfangakeðjustjórnun frá ETH háskólanum í Zurich og B.Sc. gráðu í umhverfis- og byggingaverkfræði frá Háskóla Íslands. Þá kom fram að hann hafi víðtæka reynslu af innkaupum og vörustjórnun hjá alþjóðlegum fyrirtækjum á borð við Maersk, Aasted Aps, DT Group og Marel hf. Verslun Stjórnsýsla Matvöruverslun Tengdar fréttir Forstjóri Ríkiskaupa ráðinn innkaupastjóri Bónuss Björgvin Víkingsson, forstjóri Ríkiskaupa, hefur verið ráðinn innkaupastjóri og aðstoðarframkvæmdastjóri Bónus. 2. mars 2023 09:33 Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Þetta segir Björgvin Víkingsson, forstjóri Ríkiskaupa, sem mun taka við stöðu innkaupastjóra og aðstoðarframkvæmdastjóra Bónuss í vor. Björgvin hefur starfað sem forstjóri Ríkiskaupa frá 2020. Í samtali við Vísi segist hann vera mikill áhugamaður um stefnumótun. „Þetta er starf sem býður upp á að skoða og pæla í hvernig stór leikmaður getur og á að vera. Ég er mjög spenntur að fara í það með Guðmundi,“ segir Björgvin og vísar þar í Guðmund Marteinsson, framkvæmdastjóra Bónuss. Björgvin segir það hafa verið gríðarlega skemmtilegt að leiða starfið hjá Ríkiskaupum síðustu árin. Mikið sé búið að gerast og að margt eigi eftir að gera. „Ég var ekkert á leiðinni að hætta því, en svo kemur skemmtilegt símtal og samtal og þá fer maður bara að spá og spekúlera. Ég endaði þarna megin við línuna. Ég er hrikalega spenntur fyrir þessu.“ Hann segir Bónus vera risastórt vörumerki og stærsta smásalann á markaðnum. „Manni þykir vænt um vörumerkið áður en maður byrjar að vinna þarna. Maður vill að Bónus sé í fararbroddi og það eru líka allir að sækja í sig veðrið á þessum markaði. Bónus spilar þetta rosa, trausta lykilhlutverki í árferði sem er núna. Fólk á kannski minna á milli handanna og þá er svakalega mikilvægt að hafa Bónus að berjast fyrir því að lækka vöruverð á markaðnum. Það er það sem Bónus stendur fyrir.“ Þarf að ganga frá ákveðnum verkefnum Sem innkaupastjóri verður það á borði Björgvins að ná sem hagstæðustum samningum við hina ýmsu aðila til að hafa vöruverðið sem lægst. Hann segist hafa sagt upp hjá Ríkiskaupum fyrir nýliðin mánaðamót og muni því starfa þar eitthvað áfram. „Ég mun ganga frá ákveðnum verkefnum og mínum málum. Ég byrja svo á nýjum stað í maí.“ Í tilkynningunni frá Bónus, sem send var á fjölmiðla í morgun, segir að Björgvin sé með meistaragráðu í aðfangakeðjustjórnun frá ETH háskólanum í Zurich og B.Sc. gráðu í umhverfis- og byggingaverkfræði frá Háskóla Íslands. Þá kom fram að hann hafi víðtæka reynslu af innkaupum og vörustjórnun hjá alþjóðlegum fyrirtækjum á borð við Maersk, Aasted Aps, DT Group og Marel hf.
Verslun Stjórnsýsla Matvöruverslun Tengdar fréttir Forstjóri Ríkiskaupa ráðinn innkaupastjóri Bónuss Björgvin Víkingsson, forstjóri Ríkiskaupa, hefur verið ráðinn innkaupastjóri og aðstoðarframkvæmdastjóri Bónus. 2. mars 2023 09:33 Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Forstjóri Ríkiskaupa ráðinn innkaupastjóri Bónuss Björgvin Víkingsson, forstjóri Ríkiskaupa, hefur verið ráðinn innkaupastjóri og aðstoðarframkvæmdastjóri Bónus. 2. mars 2023 09:33