Græni stígurinn Pawel Bartoszek skrifar 2. mars 2023 10:30 Í upplandi byggðar á Höfuðborgarsvæðinu liggja mörg frábær útivistarsvæði, til dæmis: Heiðmörk, Hvaleyrarvatn, Guðmundarlundur, Vífilsstaðavatn, Úlfarsfell og Esjan. Allar þessar perlur mynda á landakorti eitt svæði sem nefnt hefur verið „Græni trefillinn“. En Græni trefillinn hefur hingað til fyrst og fremst verið skipulagslegt hugtak. Hann er til á korti en svæðin sem inn í hann falla eru ekki tengd saman í reynd. Hugmyndin um Græna stiginn gengur út á að breyta þessu. Um yrði að ræða 40-50 km langan stíg sem næði frá Kaldárseli og Hvaleyrarvatni í Hafnarfirði í suðri og upp að Mógilsá við Esjurætur í norðri. Á leiðinni myndi stígurinn krækja í helstu útivistarsvæði í upplöndum sveitarfélaganna á Höfuðborgarsvæðinu. Kostirnir yrðu margir. Með góðum stíg gætu fleiri notið útivistar- og skógræktar-svæðanna í upplandi byggðarinnar. Stígurinn skapar líka möguleika á hringleið: Það liggur þegar nokkuð samfelldur stígur meðfram strandlengjunni á Höfuðborgarsvæðinu. Græni stígurinn gæti myndað eystri hluta þess hrings. Þannig gæti fólk hjólað hátt í 100 km órofna leið í fallegri náttúru. Þótt græni stígurinn hafi ratað í gildandi svæðisskipulag Höfuðborgarsvæðisins hefur hann ekki komist til framkvæmda enn sem komið er. Áhugi virðist hins vegar á því að vekja upp hugmyndinaum hann. Á morgun, föstudaginn 3. mars, verður haldinn fræðslufundur um Græna stiginn sem Skógræktarfélag Íslands og svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins standa að. Flutt verða mörg erindi um stiginn, innviðaráðherra flytur ávart og borgar- og bæjarstjórarasvæðisins hafa boðið komu sína í pallborðsumræður. Þá hefur svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins ákveðið að ráðast vinnu til ákveða nákvæma legu stígsins. Afrakstur þeirrar vinnu verður vonandi hægt að kynna fyrir íbúum síðar á þessu ári, sem mun vonandi skapa góðar umræður í sveitarfélögunum á svæðinu. Græni stígurinn er spennandi hugmynd. Við eigum frábær útivistarsvæði í upplandinu og eigum að finna leiðir leiðir til að sem flestir geti notið þeirra. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar og formaður svæðisskipulagsnefndar Höfuðborgarsvæðisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Reykjavík Borgarstjórn Viðreisn Mest lesið Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Í upplandi byggðar á Höfuðborgarsvæðinu liggja mörg frábær útivistarsvæði, til dæmis: Heiðmörk, Hvaleyrarvatn, Guðmundarlundur, Vífilsstaðavatn, Úlfarsfell og Esjan. Allar þessar perlur mynda á landakorti eitt svæði sem nefnt hefur verið „Græni trefillinn“. En Græni trefillinn hefur hingað til fyrst og fremst verið skipulagslegt hugtak. Hann er til á korti en svæðin sem inn í hann falla eru ekki tengd saman í reynd. Hugmyndin um Græna stiginn gengur út á að breyta þessu. Um yrði að ræða 40-50 km langan stíg sem næði frá Kaldárseli og Hvaleyrarvatni í Hafnarfirði í suðri og upp að Mógilsá við Esjurætur í norðri. Á leiðinni myndi stígurinn krækja í helstu útivistarsvæði í upplöndum sveitarfélaganna á Höfuðborgarsvæðinu. Kostirnir yrðu margir. Með góðum stíg gætu fleiri notið útivistar- og skógræktar-svæðanna í upplandi byggðarinnar. Stígurinn skapar líka möguleika á hringleið: Það liggur þegar nokkuð samfelldur stígur meðfram strandlengjunni á Höfuðborgarsvæðinu. Græni stígurinn gæti myndað eystri hluta þess hrings. Þannig gæti fólk hjólað hátt í 100 km órofna leið í fallegri náttúru. Þótt græni stígurinn hafi ratað í gildandi svæðisskipulag Höfuðborgarsvæðisins hefur hann ekki komist til framkvæmda enn sem komið er. Áhugi virðist hins vegar á því að vekja upp hugmyndinaum hann. Á morgun, föstudaginn 3. mars, verður haldinn fræðslufundur um Græna stiginn sem Skógræktarfélag Íslands og svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins standa að. Flutt verða mörg erindi um stiginn, innviðaráðherra flytur ávart og borgar- og bæjarstjórarasvæðisins hafa boðið komu sína í pallborðsumræður. Þá hefur svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins ákveðið að ráðast vinnu til ákveða nákvæma legu stígsins. Afrakstur þeirrar vinnu verður vonandi hægt að kynna fyrir íbúum síðar á þessu ári, sem mun vonandi skapa góðar umræður í sveitarfélögunum á svæðinu. Græni stígurinn er spennandi hugmynd. Við eigum frábær útivistarsvæði í upplandinu og eigum að finna leiðir leiðir til að sem flestir geti notið þeirra. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar og formaður svæðisskipulagsnefndar Höfuðborgarsvæðisins.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar