Sögutími í SB: Passaðu þig í upphitunarfótboltanum á næstu æfingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2023 10:01 Birkir Ívar Guðmundsson var skapmikill markvörður og hann komst líka langt á skapinu. Hann gleymdi heldur engu eins og sannast á þessari sögu. Getty/Stuart Franklin Sérfræðingur Seinni bylgjunnar átti góða sögu af manninum í ellefta sæti á listanum yfir þá bestu sem hafa spilað í deildinni á fyrstu tveimur áratugum nýrrar aldar. Vísir birti nefnilega á dögunum lista yfir fimmtíu bestu leikmenn efstu deildar karla á þessari öld og Seinni bylgjan hefur verið að fara yfir listann í síðustu þáttum sínum. Nú var komið að mönnunum í 11. til 20. sæti og Arnar Daði Arnarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar átti eina góða sögu af markverðinum Birki Ívari Guðmundssyni sem var í ellefta sæti á listanum sem Ingvi Þór Sæmundsson tók saman fyrir Vísi. „Ég á eina góða sögu hérna,“ sagði Arnar Daði Arnarsson þegar listinn birtist á skjánum. „Komdu með hana,“ svaraði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. „Þegar ég var í öðrum flokki í Haukum þá fékk ég að æfa með meistaraflokki. Þarna var ég að skjóta úr vinstra horninu. Fyrsta klobbaði ég hann og hugsaði síðan hvað ég að gera næst,“ sagði Arnar Daði. „Ég skýt eiginlega bara yfir hausinn á honum. Við vorum á æfingu í Strandgötunni. Hann sækir boltann og gjörsamlega þrumar honum upp í stúku, sparkar honum,“ sagði Arnar Daði. „Beint eftir meistaraflokksæfinguna þá vorum við að fara á 2. flokks æfingu upp á Ásvöllum og Gunnar Berg (Viktorsson) var að þjálfa okkur þar en hann var líka að spila með meistaraflokki,“ sagði Arnar Daði. „Hann tók okkur með sér þangað. Þá segir Gunnar Berg við mig: Arnar, ef þú færð að koma aftur á meistaraflokksæfingu þá passar þú þig kannski í fótboltanum. Ég spyr strax: Nú, af hverju? Gunnar Berg svarar þá: Hann er þekktur fyrir að strauja menn fyrir minna en þetta,“ sagði Arnar Daði. „Svo mæti ég á meistaraflokksæfingu svona mánuði seinna. Það voru ekki liðnar nema svona 30 sekúndur af leiknum þegar ég var gjörsamlega straujaður á æfingu. Ég var búinn að gleyma þessu,“ sagði Arnar Daði. Það má horfa á sögutíma Arnars hér fyrir neðan. Klippa: Saga úr Seinni bylgjunni: Arnar Daði og Birkir Ívar á æfingu Seinni bylgjan Olís-deild karla Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur Handbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Fleiri fréttir „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Gaf tvær stoðsendingar í fyrri hálfleik þrátt fyrir að koma ekkert inn á „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Myndasyrpa úr stórsigri strákanna í fyrsta leik á HM Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Grænhöfðaeyjum: Hlaðborð fyrir hornamennina Töfræðin á móti Grænhöfðaeyjum: Orri nýtti allt sitt í fyrsta HM-leiknum „Þetta tók eina eða tvær sóknir en svo var ég rólegur“ „Þeir eru ekki með lélega handboltamenn“ Engin óvænt tíðindi en stórsigrar á HM í kvöld Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Sjá meira
Vísir birti nefnilega á dögunum lista yfir fimmtíu bestu leikmenn efstu deildar karla á þessari öld og Seinni bylgjan hefur verið að fara yfir listann í síðustu þáttum sínum. Nú var komið að mönnunum í 11. til 20. sæti og Arnar Daði Arnarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar átti eina góða sögu af markverðinum Birki Ívari Guðmundssyni sem var í ellefta sæti á listanum sem Ingvi Þór Sæmundsson tók saman fyrir Vísi. „Ég á eina góða sögu hérna,“ sagði Arnar Daði Arnarsson þegar listinn birtist á skjánum. „Komdu með hana,“ svaraði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. „Þegar ég var í öðrum flokki í Haukum þá fékk ég að æfa með meistaraflokki. Þarna var ég að skjóta úr vinstra horninu. Fyrsta klobbaði ég hann og hugsaði síðan hvað ég að gera næst,“ sagði Arnar Daði. „Ég skýt eiginlega bara yfir hausinn á honum. Við vorum á æfingu í Strandgötunni. Hann sækir boltann og gjörsamlega þrumar honum upp í stúku, sparkar honum,“ sagði Arnar Daði. „Beint eftir meistaraflokksæfinguna þá vorum við að fara á 2. flokks æfingu upp á Ásvöllum og Gunnar Berg (Viktorsson) var að þjálfa okkur þar en hann var líka að spila með meistaraflokki,“ sagði Arnar Daði. „Hann tók okkur með sér þangað. Þá segir Gunnar Berg við mig: Arnar, ef þú færð að koma aftur á meistaraflokksæfingu þá passar þú þig kannski í fótboltanum. Ég spyr strax: Nú, af hverju? Gunnar Berg svarar þá: Hann er þekktur fyrir að strauja menn fyrir minna en þetta,“ sagði Arnar Daði. „Svo mæti ég á meistaraflokksæfingu svona mánuði seinna. Það voru ekki liðnar nema svona 30 sekúndur af leiknum þegar ég var gjörsamlega straujaður á æfingu. Ég var búinn að gleyma þessu,“ sagði Arnar Daði. Það má horfa á sögutíma Arnars hér fyrir neðan. Klippa: Saga úr Seinni bylgjunni: Arnar Daði og Birkir Ívar á æfingu
Seinni bylgjan Olís-deild karla Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur Handbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Fleiri fréttir „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Gaf tvær stoðsendingar í fyrri hálfleik þrátt fyrir að koma ekkert inn á „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Myndasyrpa úr stórsigri strákanna í fyrsta leik á HM Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Grænhöfðaeyjum: Hlaðborð fyrir hornamennina Töfræðin á móti Grænhöfðaeyjum: Orri nýtti allt sitt í fyrsta HM-leiknum „Þetta tók eina eða tvær sóknir en svo var ég rólegur“ „Þeir eru ekki með lélega handboltamenn“ Engin óvænt tíðindi en stórsigrar á HM í kvöld Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Sjá meira