„Þetta eru ákveðin tímamót“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 1. mars 2023 13:30 Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir færri leita í sýnatökur vegna Covid þessa dagana. Þá hafi bólusetningar gengið vel, færri mæta núna þar sem þátttaka hefur verið góð. Vísir/Vilhelm Frá og með deginum í dag verður ekki hægt að fara í sýnatöku við Covid-19 hjá Heilsugæslunni. Um tímamót eru að ræða en þrjú ár eru liðin frá því að fyrsti einstaklingurinn greindist hér á landi. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segist vongóð um að Covid kaflanum fari að ljúka með hækkandi sól. Heilsugæslan greindi frá því í gær að þau myndu hætta að bjóða upp á sýnatökur fyrir Covid en tilkynningin kom sama dag og þrjú ár voru liðin frá því að fyrsti einstaklingurinn greindist hér á landi. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir þetta tímabært. „Það eru náttúrulega þrjú ár liðin frá því að fyrsta Covid tilfellið var greint þannig þetta eru ákveðin tímamót. Þetta voru orðin svo fá sýni sem að voru að koma hérna hjá okkur, það voru kannski tíu manns á dag, þannig við sáum að það væri erfitt að halda þessari starfsemi úti lengur,“ segir Ragnheiður. Flestir hafi fært sig yfir í heimaprófin og taki þau gild og leiti þess ekki að staðfesta sýkingu. Heilsugæslan hefur þó enn tök á að taka sýni og senda til greiningar ef ástæða er til, líkt og Landspítalinn. Heilsugæslan mun þó fylgjast vel með þróuninni og endurskoða ákvörðun um að hætta sýnatökum ef tilefni gefst til, svo sem ef Covid fer að sækja í sig veðrið. „Að sjálfsögðu munum við gera það en það er allavega ekkert í sjónmáli enn þá og núna með hækkandi sól, þegar það er að koma sumar og fólk að fá D vítamín skammtinn sinn, þá held ég nú að þessu hljóti að fara að linna, þessu sýkingartímabili,“ segir Ragnheiður. Áfram sýnatökur fyrir farþega og bólusetningar Yfirvöld í ákveðnum löndum krefjast þess enn að farþegar framvísi neikvæðu prófi og verður áfram boðið upp á sýnatökur í heilsugæslustöðinni í Hlíðum í þeim tilvikum. „Það virðast alltaf vera einhver lönd sem eru að fara fram á það en þeim fer verulega fækkandi. Þannig það er líklega að líða undir lok líka,“ segir Ragnheiður aðspurð um hvort það sé algengt að farið sé fram á slíkt. Hvað bólusetningar varðar séu þær enn í gangi og er opið hús hjá Heilsugæslunni Mjódd að Álfabakka 14. „Þar getur fólk mætt alveg frá klukkan níu til þrjú alla daga og komið í Covid bólusetningu en svo eru líka þónokkrar heilsugæslustöðvar enn að bjóða upp á bólusetningar líka. En það fer fækkandi þar líka þannig það virðist vera komin þó nokkur þekjun á þátttöku þar,“ segir Ragnheiður. Áfram er mikið álag á heilsugæslustöðvunum þar sem ekki aðeins Covid heldur einnig aðrar öndunarfærissýkingar, einna helst streptókokkar, hafa verið að gera landsmönnum lífið leitt. „Það eru alls konar sýkingar sem að ekkert lát virðist vera á. Þannig það er töluvert mikið að gera inni á öllum stöðvum. Við erum svona að benda fólki á að fara inn á Heilsuveru, les sig til og hlúa vel að sér þessa daga sem þetta gengur yfir, þessar pestar,“ segir Ragnheiður. Covid tímabilinu sé vonandi að ljúka. „Við erum alltaf bjartsýn, það þýðir ekkert annað. Svo er bara hvað verður en vonandi fer þetta að líða undir lok og þetta fari bara að vera búið, þessi kafli,“ segir hún. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Tengdar fréttir Óraði ekki fyrir lengd faraldursins Í dag eru þrjú ár frá því fyrsta kórónuveirusmitið greindist hér á landi en þá greindist íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri með veiruna eftir að hafa verið staddur á Norður-Ítalíu. Þórólfur Guðnason sem þá var sóttvarnalæknir segir að sig hafi ekki órað fyrir því á þeim tíma hversu lengi faraldurinn myndi vara. 28. febrúar 2023 13:08 Mest lesið Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Fleiri fréttir Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Sjá meira
Heilsugæslan greindi frá því í gær að þau myndu hætta að bjóða upp á sýnatökur fyrir Covid en tilkynningin kom sama dag og þrjú ár voru liðin frá því að fyrsti einstaklingurinn greindist hér á landi. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir þetta tímabært. „Það eru náttúrulega þrjú ár liðin frá því að fyrsta Covid tilfellið var greint þannig þetta eru ákveðin tímamót. Þetta voru orðin svo fá sýni sem að voru að koma hérna hjá okkur, það voru kannski tíu manns á dag, þannig við sáum að það væri erfitt að halda þessari starfsemi úti lengur,“ segir Ragnheiður. Flestir hafi fært sig yfir í heimaprófin og taki þau gild og leiti þess ekki að staðfesta sýkingu. Heilsugæslan hefur þó enn tök á að taka sýni og senda til greiningar ef ástæða er til, líkt og Landspítalinn. Heilsugæslan mun þó fylgjast vel með þróuninni og endurskoða ákvörðun um að hætta sýnatökum ef tilefni gefst til, svo sem ef Covid fer að sækja í sig veðrið. „Að sjálfsögðu munum við gera það en það er allavega ekkert í sjónmáli enn þá og núna með hækkandi sól, þegar það er að koma sumar og fólk að fá D vítamín skammtinn sinn, þá held ég nú að þessu hljóti að fara að linna, þessu sýkingartímabili,“ segir Ragnheiður. Áfram sýnatökur fyrir farþega og bólusetningar Yfirvöld í ákveðnum löndum krefjast þess enn að farþegar framvísi neikvæðu prófi og verður áfram boðið upp á sýnatökur í heilsugæslustöðinni í Hlíðum í þeim tilvikum. „Það virðast alltaf vera einhver lönd sem eru að fara fram á það en þeim fer verulega fækkandi. Þannig það er líklega að líða undir lok líka,“ segir Ragnheiður aðspurð um hvort það sé algengt að farið sé fram á slíkt. Hvað bólusetningar varðar séu þær enn í gangi og er opið hús hjá Heilsugæslunni Mjódd að Álfabakka 14. „Þar getur fólk mætt alveg frá klukkan níu til þrjú alla daga og komið í Covid bólusetningu en svo eru líka þónokkrar heilsugæslustöðvar enn að bjóða upp á bólusetningar líka. En það fer fækkandi þar líka þannig það virðist vera komin þó nokkur þekjun á þátttöku þar,“ segir Ragnheiður. Áfram er mikið álag á heilsugæslustöðvunum þar sem ekki aðeins Covid heldur einnig aðrar öndunarfærissýkingar, einna helst streptókokkar, hafa verið að gera landsmönnum lífið leitt. „Það eru alls konar sýkingar sem að ekkert lát virðist vera á. Þannig það er töluvert mikið að gera inni á öllum stöðvum. Við erum svona að benda fólki á að fara inn á Heilsuveru, les sig til og hlúa vel að sér þessa daga sem þetta gengur yfir, þessar pestar,“ segir Ragnheiður. Covid tímabilinu sé vonandi að ljúka. „Við erum alltaf bjartsýn, það þýðir ekkert annað. Svo er bara hvað verður en vonandi fer þetta að líða undir lok og þetta fari bara að vera búið, þessi kafli,“ segir hún.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Tengdar fréttir Óraði ekki fyrir lengd faraldursins Í dag eru þrjú ár frá því fyrsta kórónuveirusmitið greindist hér á landi en þá greindist íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri með veiruna eftir að hafa verið staddur á Norður-Ítalíu. Þórólfur Guðnason sem þá var sóttvarnalæknir segir að sig hafi ekki órað fyrir því á þeim tíma hversu lengi faraldurinn myndi vara. 28. febrúar 2023 13:08 Mest lesið Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Fleiri fréttir Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Sjá meira
Óraði ekki fyrir lengd faraldursins Í dag eru þrjú ár frá því fyrsta kórónuveirusmitið greindist hér á landi en þá greindist íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri með veiruna eftir að hafa verið staddur á Norður-Ítalíu. Þórólfur Guðnason sem þá var sóttvarnalæknir segir að sig hafi ekki órað fyrir því á þeim tíma hversu lengi faraldurinn myndi vara. 28. febrúar 2023 13:08