Sjáðu 99 ára Finna á spretti í Laugardal Sindri Sverrisson skrifar 28. febrúar 2023 07:31 Pekka Penttilä fékk medalíu um hálsinn í Laugardalnum um helgina. FRÍ/Marta Finninn Pekka Penttilä, sem verður 99 ára í mars, keppti í spretthlaupi á frjálsíþróttamóti í Laugardalshöll um helgina. Penttilä var elsti keppandinn á Norðurlandameistaramóti í eldri aldursflokkum en alls kepptu um 250 keppendur á mótinu sem fram fór í Laugardalshöll. Keppt var í tólf mismunandi greinum í aldursflokkum frá 35 til 99 ára. Penttilä keppti í 60 metra hlaupi og hér að neðan má sjá sprett hans, á myndbandi sem Marta María Bozovic Siljudóttir, starfsmaður Frjálsíþróttasambandsins, tók upp. Klippa: 99 ára Finni keppti í Laugardalshöll Penttilä var sá eini í sínum aldursflokki, 95-99 ára, og vann því til gullverðlauna en hann hljóp 60 metrana á 19,32 sekúndum. Næstur honum í aldri í 60 metra hlaupinu var Benedikt Bjarnarson sem er aðeins 87 ára gamall og hljóp á 12,93 sekúndum. Penttilä er fyrrverandi tugþrautarmaður. Í viðtali við finnska miðilinn Iltalehti eftir mót í fyrra kvaðst hann einfaldlega enn njóta þess að keppa og vera innan um fólk með sams konar hugarfar og hann. Hann sagðist hafa heyrt vel í fagnaðarlátunum á því móti, líkt og vonandi í Laugardalshöll um helgina, en að sjónin hefði versnað og hann ætti erfitt með lestur. Ágústa Tryggvadóttir keppti í fimm greinum og vann gull í langstökki og þrístökki.FRÍ/Marta Finnar urðu sigursælastir á mótinu um helgina og unnu alls 81 gullverðlaun en Íslendingar komu næstir með 51 gull. Svíar fengu 49 gull, Norðmenn 33 og Danir 21. Á mótinu voru einnig keppendur frá Litháen, Frakklandi, Bretlandi, Spáni, Bandaríkjunum, Hollandi, Slóvakíu, Írlandi og Ítalíu. Öll úrslit frá mótinu má finna hér. Myndir frá mótinu má sjá á myndasíðu Frjálsíþróttasambandsins. Frjálsar íþróttir Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur tvö á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Sjá meira
Penttilä var elsti keppandinn á Norðurlandameistaramóti í eldri aldursflokkum en alls kepptu um 250 keppendur á mótinu sem fram fór í Laugardalshöll. Keppt var í tólf mismunandi greinum í aldursflokkum frá 35 til 99 ára. Penttilä keppti í 60 metra hlaupi og hér að neðan má sjá sprett hans, á myndbandi sem Marta María Bozovic Siljudóttir, starfsmaður Frjálsíþróttasambandsins, tók upp. Klippa: 99 ára Finni keppti í Laugardalshöll Penttilä var sá eini í sínum aldursflokki, 95-99 ára, og vann því til gullverðlauna en hann hljóp 60 metrana á 19,32 sekúndum. Næstur honum í aldri í 60 metra hlaupinu var Benedikt Bjarnarson sem er aðeins 87 ára gamall og hljóp á 12,93 sekúndum. Penttilä er fyrrverandi tugþrautarmaður. Í viðtali við finnska miðilinn Iltalehti eftir mót í fyrra kvaðst hann einfaldlega enn njóta þess að keppa og vera innan um fólk með sams konar hugarfar og hann. Hann sagðist hafa heyrt vel í fagnaðarlátunum á því móti, líkt og vonandi í Laugardalshöll um helgina, en að sjónin hefði versnað og hann ætti erfitt með lestur. Ágústa Tryggvadóttir keppti í fimm greinum og vann gull í langstökki og þrístökki.FRÍ/Marta Finnar urðu sigursælastir á mótinu um helgina og unnu alls 81 gullverðlaun en Íslendingar komu næstir með 51 gull. Svíar fengu 49 gull, Norðmenn 33 og Danir 21. Á mótinu voru einnig keppendur frá Litháen, Frakklandi, Bretlandi, Spáni, Bandaríkjunum, Hollandi, Slóvakíu, Írlandi og Ítalíu. Öll úrslit frá mótinu má finna hér. Myndir frá mótinu má sjá á myndasíðu Frjálsíþróttasambandsins.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur tvö á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Sjá meira