Sér soninn brosa í fyrsta sinn vegna nýrra gleraugna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. febrúar 2023 21:45 Kaisu Kukka-Maaria Hynninen segir tilfinninguna ólýsanlega. Vísir/Sigurjón Sjónstöðin hefur fest kaup á sextán nýjum gleraugum, sem gera sjónskertum kleift að horfa á sjónvarpið, út um gluggann og fara í leikhús. Sjónskert kona segist í fyrsta sinn geta séð son sinn brosa, eftir að hafa fengið slík gleraugu. Félagsmálaráðuneytið veitti Sjónstöðinni nýlega tuttugu milljón króna styrk til gleraugnakaupa. Sjónstöðin er þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir sjónskerta, blinda og fólk með samþætta sjón og heyrnarskerðingu. Ekki er um að ræða gleraugu í hinum hefðbundna skilningi. Tækin nýju hafa verið nefnd höfuðborin stækkunartæki. Með gleraugunum er horft í gegnum skjá þannig að hægt er að stækka og minnka myndina, breyta litamismun, taka ljósmyndir og svo mætti lengi telja. Tækin gera sjónskertum kleift að sjá hluti sem þeir sjá annars ekki. „Ég fór einmitt á tónleika og þarna var svo glæsilegt að geta séð konuna syngja og strákana spila á hljóðfæri,“ segir Kaisu Kukka-Maaria Hynninen sem hefur verið sjónskert frá fæðingu. Hún hefur aldrei getað séð á skólatöflu eða lesið glærur frá kennurum. Tilfinningin er ólýsanleg, að hennar sögn. „Ég hef aldrei séð svona vel. Loksins get ég líka séð son minn brosa - hvernig hann brosir til mín. Það er bara ekki hægt að segja þetta í orðum,“ segir Kaisu. Geti gert hluti sem hann var hættur að gera Um tvenns konar gleraugu er að ræða en í önnur er hægt að varpa mynd úr bæði sjónvarpi, tölvu og síma. Júlíus Birgir Jóhannsson segist mjög sáttur með nýju gleraugun.Vísir/Sigurjón „Allt svona er breyting til hins betra á lífsgæðum. Og það að sjá hluti sem maður sá ekki er náttúrulega mikil breyting - og geta gert líka hluti, þetta gefur maður aukið tækifæri til þess. Maður getur gert fleiri hluti sem maður var jafnvel hættur að gera,“ segir Júlíus Birgir Jóhannsson. Gleraugun geti til dæmis nýst þegar stunduð eru hin ýmsu áhugamál. Heilbrigðismál Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Sjá meira
Félagsmálaráðuneytið veitti Sjónstöðinni nýlega tuttugu milljón króna styrk til gleraugnakaupa. Sjónstöðin er þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir sjónskerta, blinda og fólk með samþætta sjón og heyrnarskerðingu. Ekki er um að ræða gleraugu í hinum hefðbundna skilningi. Tækin nýju hafa verið nefnd höfuðborin stækkunartæki. Með gleraugunum er horft í gegnum skjá þannig að hægt er að stækka og minnka myndina, breyta litamismun, taka ljósmyndir og svo mætti lengi telja. Tækin gera sjónskertum kleift að sjá hluti sem þeir sjá annars ekki. „Ég fór einmitt á tónleika og þarna var svo glæsilegt að geta séð konuna syngja og strákana spila á hljóðfæri,“ segir Kaisu Kukka-Maaria Hynninen sem hefur verið sjónskert frá fæðingu. Hún hefur aldrei getað séð á skólatöflu eða lesið glærur frá kennurum. Tilfinningin er ólýsanleg, að hennar sögn. „Ég hef aldrei séð svona vel. Loksins get ég líka séð son minn brosa - hvernig hann brosir til mín. Það er bara ekki hægt að segja þetta í orðum,“ segir Kaisu. Geti gert hluti sem hann var hættur að gera Um tvenns konar gleraugu er að ræða en í önnur er hægt að varpa mynd úr bæði sjónvarpi, tölvu og síma. Júlíus Birgir Jóhannsson segist mjög sáttur með nýju gleraugun.Vísir/Sigurjón „Allt svona er breyting til hins betra á lífsgæðum. Og það að sjá hluti sem maður sá ekki er náttúrulega mikil breyting - og geta gert líka hluti, þetta gefur maður aukið tækifæri til þess. Maður getur gert fleiri hluti sem maður var jafnvel hættur að gera,“ segir Júlíus Birgir Jóhannsson. Gleraugun geti til dæmis nýst þegar stunduð eru hin ýmsu áhugamál.
Heilbrigðismál Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Sjá meira