Sér soninn brosa í fyrsta sinn vegna nýrra gleraugna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. febrúar 2023 21:45 Kaisu Kukka-Maaria Hynninen segir tilfinninguna ólýsanlega. Vísir/Sigurjón Sjónstöðin hefur fest kaup á sextán nýjum gleraugum, sem gera sjónskertum kleift að horfa á sjónvarpið, út um gluggann og fara í leikhús. Sjónskert kona segist í fyrsta sinn geta séð son sinn brosa, eftir að hafa fengið slík gleraugu. Félagsmálaráðuneytið veitti Sjónstöðinni nýlega tuttugu milljón króna styrk til gleraugnakaupa. Sjónstöðin er þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir sjónskerta, blinda og fólk með samþætta sjón og heyrnarskerðingu. Ekki er um að ræða gleraugu í hinum hefðbundna skilningi. Tækin nýju hafa verið nefnd höfuðborin stækkunartæki. Með gleraugunum er horft í gegnum skjá þannig að hægt er að stækka og minnka myndina, breyta litamismun, taka ljósmyndir og svo mætti lengi telja. Tækin gera sjónskertum kleift að sjá hluti sem þeir sjá annars ekki. „Ég fór einmitt á tónleika og þarna var svo glæsilegt að geta séð konuna syngja og strákana spila á hljóðfæri,“ segir Kaisu Kukka-Maaria Hynninen sem hefur verið sjónskert frá fæðingu. Hún hefur aldrei getað séð á skólatöflu eða lesið glærur frá kennurum. Tilfinningin er ólýsanleg, að hennar sögn. „Ég hef aldrei séð svona vel. Loksins get ég líka séð son minn brosa - hvernig hann brosir til mín. Það er bara ekki hægt að segja þetta í orðum,“ segir Kaisu. Geti gert hluti sem hann var hættur að gera Um tvenns konar gleraugu er að ræða en í önnur er hægt að varpa mynd úr bæði sjónvarpi, tölvu og síma. Júlíus Birgir Jóhannsson segist mjög sáttur með nýju gleraugun.Vísir/Sigurjón „Allt svona er breyting til hins betra á lífsgæðum. Og það að sjá hluti sem maður sá ekki er náttúrulega mikil breyting - og geta gert líka hluti, þetta gefur maður aukið tækifæri til þess. Maður getur gert fleiri hluti sem maður var jafnvel hættur að gera,“ segir Júlíus Birgir Jóhannsson. Gleraugun geti til dæmis nýst þegar stunduð eru hin ýmsu áhugamál. Heilbrigðismál Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Loftgæði mælast óholl á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira
Félagsmálaráðuneytið veitti Sjónstöðinni nýlega tuttugu milljón króna styrk til gleraugnakaupa. Sjónstöðin er þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir sjónskerta, blinda og fólk með samþætta sjón og heyrnarskerðingu. Ekki er um að ræða gleraugu í hinum hefðbundna skilningi. Tækin nýju hafa verið nefnd höfuðborin stækkunartæki. Með gleraugunum er horft í gegnum skjá þannig að hægt er að stækka og minnka myndina, breyta litamismun, taka ljósmyndir og svo mætti lengi telja. Tækin gera sjónskertum kleift að sjá hluti sem þeir sjá annars ekki. „Ég fór einmitt á tónleika og þarna var svo glæsilegt að geta séð konuna syngja og strákana spila á hljóðfæri,“ segir Kaisu Kukka-Maaria Hynninen sem hefur verið sjónskert frá fæðingu. Hún hefur aldrei getað séð á skólatöflu eða lesið glærur frá kennurum. Tilfinningin er ólýsanleg, að hennar sögn. „Ég hef aldrei séð svona vel. Loksins get ég líka séð son minn brosa - hvernig hann brosir til mín. Það er bara ekki hægt að segja þetta í orðum,“ segir Kaisu. Geti gert hluti sem hann var hættur að gera Um tvenns konar gleraugu er að ræða en í önnur er hægt að varpa mynd úr bæði sjónvarpi, tölvu og síma. Júlíus Birgir Jóhannsson segist mjög sáttur með nýju gleraugun.Vísir/Sigurjón „Allt svona er breyting til hins betra á lífsgæðum. Og það að sjá hluti sem maður sá ekki er náttúrulega mikil breyting - og geta gert líka hluti, þetta gefur maður aukið tækifæri til þess. Maður getur gert fleiri hluti sem maður var jafnvel hættur að gera,“ segir Júlíus Birgir Jóhannsson. Gleraugun geti til dæmis nýst þegar stunduð eru hin ýmsu áhugamál.
Heilbrigðismál Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Loftgæði mælast óholl á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira