Höfundur Dilberts segir orðspor sitt í rúst Kjartan Kjartansson skrifar 26. febrúar 2023 11:16 Dilbert (t.v.) með skapara sínum, Scott Adams árið 2006. Adams hefur hneigst til hægriöfgahyggju á síðustu árum og fælt gamla aðdáendur frá sér. AP/Marcio José Sánchez Scott Adams, höfundur teiknimyndaseríunnar Dilberts, segir orðspor sitt í rúst og að hann sjái fram á að missa meirihluta tekna sinna í þessari viku eftir að útgefendur hundraða dagblaða ákváðu að hætta að birta seríuna. Ástæðan er rasískur reiðilestur Adams um svart fólk. Útgefendur hundruð dagblaða í Bandaríkjunum ákváðu að hætta að birta sögurnar um Dilbert í kjölfar myndbands sem Adams birti á Youtube í síðustu viku. Í því lýsti hann blökkumönnum sem „haturshópi“ sem hann vildi ekki hafa neitt saman við að sælda. Hvítt fólk ætti að halda sig fjarri svörtum. Ummæli Adams byggðust á skoðanakönnun þar sem rétt rúmur helmingur svartra svarenda sagði það „í lagi að vera hvítur“. Túlkaði Adams niðurstöðurnar sem svo að tæpum helmingi allra blökkumanna væri í nöp við hvítt fólk. Hlutfall svartra sem sagði það ekki í lagi að vera hvítur var 27 prósent, en 22 prósent hjá öllum svarendum könnunarinnar. Teiknimyndirnar um Dilbert hafa notið mikilla vinsælda og birst í dagblöðum um allan heim undanfarna áratugi. Síðustu árin hefur Adams þó gert marga fyrrum aðdáendur sína fráhverfa sér með sífellt öfgafyllri yfirlýsingum á samfélagsmiðlum. Darrin Bell, fyrsti blökkumaðurinn til þess að vinna til Pulitzer-blaðamannaverðlauna fyrir pólitískar skopmyndir, sagði Adams til skammar. „Rasismi hans er ekki stakt dæmi á meðal myndasagnahöfunda,“ sagði Bell sem er höfundur Candorville. Allir ættu að vera rasískir þegar það hentar Adams dýpkaði gröf sína enn frekar í nýju myndbandi á Youtube í gær þar sem hann sagði fyrri ummæli sín tekin úr samhengi. Einstaklingar ættu að vera rasískir hvenær sem það gagnaðist þeim. Hann virtist þó átta sig á því að hann hefði mögulega valdið óbætanlegu tjóni á starfsferli sínum „Meirihluti tekna minna verður horfinn í næstu viku. Orðspor mitt það sem eftir er ævinnar er í rúst. Maður kemur ekki til baka eftir þetta, ekki satt? Það er engin leið til að koma til baka eftir þetta,“ sagði Adams sem sakaði dagblaðaútgefendur um að „slaufa“ sér. Í skilaboðum til blaðamanns Washington Post, sem er einnig hætt að birta Dilbert vegna ummælanna, sagði Adams að fjöldi fólks væri reiður en að hann hefði ekki séð neinn sem væri ósammála sér, að minnsta kosti engum sem sá ummælin í samhengi. „Sumir efuðust um gögnin í skoðanakönnuninni. Það er gildur punktur,“ sagði Adams sem átti von á að Dilbert birtist ekki lengur í neinu bandarísku dagblaði eftir helgi. Bókmenntir Fjölmiðlar Bandaríkin Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Sjá meira
Útgefendur hundruð dagblaða í Bandaríkjunum ákváðu að hætta að birta sögurnar um Dilbert í kjölfar myndbands sem Adams birti á Youtube í síðustu viku. Í því lýsti hann blökkumönnum sem „haturshópi“ sem hann vildi ekki hafa neitt saman við að sælda. Hvítt fólk ætti að halda sig fjarri svörtum. Ummæli Adams byggðust á skoðanakönnun þar sem rétt rúmur helmingur svartra svarenda sagði það „í lagi að vera hvítur“. Túlkaði Adams niðurstöðurnar sem svo að tæpum helmingi allra blökkumanna væri í nöp við hvítt fólk. Hlutfall svartra sem sagði það ekki í lagi að vera hvítur var 27 prósent, en 22 prósent hjá öllum svarendum könnunarinnar. Teiknimyndirnar um Dilbert hafa notið mikilla vinsælda og birst í dagblöðum um allan heim undanfarna áratugi. Síðustu árin hefur Adams þó gert marga fyrrum aðdáendur sína fráhverfa sér með sífellt öfgafyllri yfirlýsingum á samfélagsmiðlum. Darrin Bell, fyrsti blökkumaðurinn til þess að vinna til Pulitzer-blaðamannaverðlauna fyrir pólitískar skopmyndir, sagði Adams til skammar. „Rasismi hans er ekki stakt dæmi á meðal myndasagnahöfunda,“ sagði Bell sem er höfundur Candorville. Allir ættu að vera rasískir þegar það hentar Adams dýpkaði gröf sína enn frekar í nýju myndbandi á Youtube í gær þar sem hann sagði fyrri ummæli sín tekin úr samhengi. Einstaklingar ættu að vera rasískir hvenær sem það gagnaðist þeim. Hann virtist þó átta sig á því að hann hefði mögulega valdið óbætanlegu tjóni á starfsferli sínum „Meirihluti tekna minna verður horfinn í næstu viku. Orðspor mitt það sem eftir er ævinnar er í rúst. Maður kemur ekki til baka eftir þetta, ekki satt? Það er engin leið til að koma til baka eftir þetta,“ sagði Adams sem sakaði dagblaðaútgefendur um að „slaufa“ sér. Í skilaboðum til blaðamanns Washington Post, sem er einnig hætt að birta Dilbert vegna ummælanna, sagði Adams að fjöldi fólks væri reiður en að hann hefði ekki séð neinn sem væri ósammála sér, að minnsta kosti engum sem sá ummælin í samhengi. „Sumir efuðust um gögnin í skoðanakönnuninni. Það er gildur punktur,“ sagði Adams sem átti von á að Dilbert birtist ekki lengur í neinu bandarísku dagblaði eftir helgi.
Bókmenntir Fjölmiðlar Bandaríkin Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Sjá meira