„Dæmi um að fólk sé að smygla heilu rútunum af bjór inn í sal“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 25. febrúar 2023 16:07 Leikarar Borgarleikhússins segjast finna fyrir aukinni drykkju sem hafi truflandi áhrif í för með sér. vísir/vilhelm Leikarar Borgarleikhússins hafa orðið varir við aukna drykkju á meðal leikhúsgesta sem sé þeim og öðrum gestum til mikils ama. Dæmi séu um að gestir smygli heilu rútunum af bjór inn í sal. „Það gerðist eitthvað eftir Covid,“ segir Valur Freyr Einarsson leikari sem fer um þessar mundir með hlutverk í hinum geysivinsæla söngleik um Bubba Morthens, 9 líf. „Það hefur aukist að fólk annað hvort mætir mjög drukkið eða drekkur sig mjög fullt áður en það fer inn í sal, sem veldur truflun fyrir aðra áhorfendur.“ Þetta tíðkist ekki aðeins á stórum sýningum eða söngleikjum. „Þar finnst manni alveg eðlilegt að fólk sé að skemmta sér og fá sér dálítið en þetta er líka að gerast á sýningum eins Mátulegir og sýningu sem var fyrr í vetur og heitir Fyrrverandi þar sem fólk var alveg dauðadrukkið, með frammíköll og fleira. Þetta er svona hegðun sem ég hef mjög sjaldan orðið var við í þessi 25 ár sem ég hef verið í leikhúsi,“ segir Valur. Áfengi verði bannað á minni sviðum Honum sé aðallega umhugað um aðra áhorfendur. „Við leikararnir höndlum þetta svo sem en aðalmálið er meðvitund um áhorfandann sem hefur keypt miða og er að njóta þess að vera í leikhúsi. Svo er bara truflun í salnum sem stelur upplifuninni. Þetta er bara óvirðing við þá sem eru með þér í salnum og auðvitað líka þá sem eru á sviðinu.“ Valur Freyr Einarsson leikari.Borgarleikhúsið Hann segist einnig hafa lesið grein í Guardian þar sem umfjöllunarefnið er það sama: leikhús í Englandi og starfsfólk þeirra þurfi að eiga við sótölvaða gesti sem séu til vandræða, bæði á meðan sýningu stendur og á leið sinni inn og út úr húsi. Þetta hafi jafnframt aukist í kjölfar Covid. „Mér finnst það nú bara rannsóknarefni, hvað hefur gerst eftir Covid? Ég hef líka heyrt frá kollegum mínum að sama staða sé á Norðurlöndum. Erum við enn þá eins og kýr á vorin? Maður hefði haldið að það væri búið,“ segir Valur. Honum þætti æskilegt að banna drykki á minni sviðum. „Þar er bara svo mikil nálægð og þá verða meiri truflandi áhrif. Það er aðeins annað á stóra sviðinu. Ef fólk er að klára úr bjór eða vínglasi er engin truflun af því en þegar fólk er farið að smygla heilu rútunum af bjór, eins og áhöld hafa verið um, þá er fólk eitthvað að misskilja miðilinn,“ segir Valur Freyr að lokum. Leikhús Áfengi og tóbak Reykjavík Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Fleiri fréttir Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Sjá meira
„Það gerðist eitthvað eftir Covid,“ segir Valur Freyr Einarsson leikari sem fer um þessar mundir með hlutverk í hinum geysivinsæla söngleik um Bubba Morthens, 9 líf. „Það hefur aukist að fólk annað hvort mætir mjög drukkið eða drekkur sig mjög fullt áður en það fer inn í sal, sem veldur truflun fyrir aðra áhorfendur.“ Þetta tíðkist ekki aðeins á stórum sýningum eða söngleikjum. „Þar finnst manni alveg eðlilegt að fólk sé að skemmta sér og fá sér dálítið en þetta er líka að gerast á sýningum eins Mátulegir og sýningu sem var fyrr í vetur og heitir Fyrrverandi þar sem fólk var alveg dauðadrukkið, með frammíköll og fleira. Þetta er svona hegðun sem ég hef mjög sjaldan orðið var við í þessi 25 ár sem ég hef verið í leikhúsi,“ segir Valur. Áfengi verði bannað á minni sviðum Honum sé aðallega umhugað um aðra áhorfendur. „Við leikararnir höndlum þetta svo sem en aðalmálið er meðvitund um áhorfandann sem hefur keypt miða og er að njóta þess að vera í leikhúsi. Svo er bara truflun í salnum sem stelur upplifuninni. Þetta er bara óvirðing við þá sem eru með þér í salnum og auðvitað líka þá sem eru á sviðinu.“ Valur Freyr Einarsson leikari.Borgarleikhúsið Hann segist einnig hafa lesið grein í Guardian þar sem umfjöllunarefnið er það sama: leikhús í Englandi og starfsfólk þeirra þurfi að eiga við sótölvaða gesti sem séu til vandræða, bæði á meðan sýningu stendur og á leið sinni inn og út úr húsi. Þetta hafi jafnframt aukist í kjölfar Covid. „Mér finnst það nú bara rannsóknarefni, hvað hefur gerst eftir Covid? Ég hef líka heyrt frá kollegum mínum að sama staða sé á Norðurlöndum. Erum við enn þá eins og kýr á vorin? Maður hefði haldið að það væri búið,“ segir Valur. Honum þætti æskilegt að banna drykki á minni sviðum. „Þar er bara svo mikil nálægð og þá verða meiri truflandi áhrif. Það er aðeins annað á stóra sviðinu. Ef fólk er að klára úr bjór eða vínglasi er engin truflun af því en þegar fólk er farið að smygla heilu rútunum af bjór, eins og áhöld hafa verið um, þá er fólk eitthvað að misskilja miðilinn,“ segir Valur Freyr að lokum.
Leikhús Áfengi og tóbak Reykjavík Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Fleiri fréttir Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Sjá meira