Efling beri ekki ábyrgð á staðfestri upplýsingagjöf Ólafur Björn Sverrisson skrifar 25. febrúar 2023 14:56 Félagsmenn Eflingar mótmæltu boðuðu verkbanni á fimmtudag síðastliðinn. Vísir/Vilhelm Viðar Þorsteinsson, fræðslu- og félagsmálastjóri Eflingar, er harðorður í garð fyrirtækja innan Samtaka atvinnulífsins vegna lélegrar upplýsingagjafar í aðdraganda verkbanns. Allur gangur sé á hvort fyrirtæki hafi upplýst starfsfólk um afstöðu sína til verkbannsins. SA hafa áréttað að fyrirtæki hafi ekkert val um hvort taka eigi þátt í verkbanninu eða ekki. Á vefsíðu Eflingar er greint frá því að 22 fyrirtæki hafi í hyggju að sniðganga verkbannið, sem boðað var 22. febrúar síðastliðinn. Sú ályktun er dregin af niðurstöðum könnunar sem framkvæmd var „hjá félagsfólki Eflingar“ um hvort atvinnurekandi þeirra ætli að framfylgja verkbanni eða ekki. Rétt er að taka fram að hver sem er geti tekið þátt í könunninni, óháð því hvort þeir séu í Eflingu eða starfi hjá viðkomandi fyrirtæki yfir höfuð. Sem dæmi gæti svar við könnuninni litið út á eftirfarandi hátt: Samkvæmt þessari tilkynningu, sem gerð var í dæmaskyni, ætla Samtök atvinnulífsins ekki að taka þátt í fyrirhuguðu verkbanni.skjáskot Mbl.is greinir frá því að eitt fyrirtækjanna sem tekist hafi verið að ná sambandi við, ætli í raun að sniðganga verkbannið. Ekki náðist í forsvarsmenn 11 þeirra og einhverjir voru óvissir um hvort verkbannið tæki til fyrirtækis þeirra. Viðar Þorsteinsson, fræðslu- og félagsmálastjóri EflingarVísir/Baldur Spurður hvort fyrrgreint fyrirkomulag rýri ekki áreiðanleika könnunarinnar segir Viðar: „Við í Eflingu erum ekki ábyrg fyrir staðfestri upplýsingagjöf um þetta mál. Við erum bara að leita eftir upplýsingum frá okkar félagsfólki um hvaða upplýsingar þau hafi fengið frá fyrirtækjunum.“ Upplýsingarnar séu bæði ófullkomnar og misvísandi. „En það er ekki á okkar ábyrgð, það er á ábyrgð fyrirtækjanna að upplýsa starfsfólk um hvernig þessum málum er háttað,“ segir Viðar. Líkt og fyrr segir hafa Samtök atvinnulífsins áréttað á vefsíðu sinni að fyrirhugað verkbann sé ekki valkvætt. Slíkt feli í sér brot á vinnulöggjöfinni. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Á vefsíðu Eflingar er greint frá því að 22 fyrirtæki hafi í hyggju að sniðganga verkbannið, sem boðað var 22. febrúar síðastliðinn. Sú ályktun er dregin af niðurstöðum könnunar sem framkvæmd var „hjá félagsfólki Eflingar“ um hvort atvinnurekandi þeirra ætli að framfylgja verkbanni eða ekki. Rétt er að taka fram að hver sem er geti tekið þátt í könunninni, óháð því hvort þeir séu í Eflingu eða starfi hjá viðkomandi fyrirtæki yfir höfuð. Sem dæmi gæti svar við könnuninni litið út á eftirfarandi hátt: Samkvæmt þessari tilkynningu, sem gerð var í dæmaskyni, ætla Samtök atvinnulífsins ekki að taka þátt í fyrirhuguðu verkbanni.skjáskot Mbl.is greinir frá því að eitt fyrirtækjanna sem tekist hafi verið að ná sambandi við, ætli í raun að sniðganga verkbannið. Ekki náðist í forsvarsmenn 11 þeirra og einhverjir voru óvissir um hvort verkbannið tæki til fyrirtækis þeirra. Viðar Þorsteinsson, fræðslu- og félagsmálastjóri EflingarVísir/Baldur Spurður hvort fyrrgreint fyrirkomulag rýri ekki áreiðanleika könnunarinnar segir Viðar: „Við í Eflingu erum ekki ábyrg fyrir staðfestri upplýsingagjöf um þetta mál. Við erum bara að leita eftir upplýsingum frá okkar félagsfólki um hvaða upplýsingar þau hafi fengið frá fyrirtækjunum.“ Upplýsingarnar séu bæði ófullkomnar og misvísandi. „En það er ekki á okkar ábyrgð, það er á ábyrgð fyrirtækjanna að upplýsa starfsfólk um hvernig þessum málum er háttað,“ segir Viðar. Líkt og fyrr segir hafa Samtök atvinnulífsins áréttað á vefsíðu sinni að fyrirhugað verkbann sé ekki valkvætt. Slíkt feli í sér brot á vinnulöggjöfinni.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira