Með eða á móti Eflingu (og Sólveigu Önnu) Gylfi Þór Gíslason skrifar 25. febrúar 2023 14:01 Fyrst þegar Sólveig Anna tók við sem formaður Eflingar gat ég ekki annað en dást að henni fyrir skelegga framkomu og baráttuvilja hennar fyrir betri kjörum félagsmanna Eflingar. Hvernig hún barðist fyrir starfsfólk á leikskólum og annara í sínu verkalýðsfélagi. Hvernig hún bauð viðsemjendum sínum birginn og náði fram góðum samningum. Nú standa yfir kjaradeilur Eflingar við Samtök atvinnulífsins. Efling boðar verkföll undir forystu Sólveigar Önnu. Það hefur verið hennar stíll að boða til verkfalla. Verkfallsrétturinn er dýrmætur og sterkt vopn. Honum á að beita ef allt þrýtur og þurfa þykir. Það þekki ég sem lögreglumaður. Ekki höfum við lögreglumenn verkfallsrétt, sem þýðir að við erum ávallt síðastir í röðinni þegar kemur að kjarasamningum opinberra starfsmanna. Það er ekki hægt annað en að dást að kraftinum í Eflingu. En svo má aftur á móti gagnrýna Sólveigu Önnu sem formann Eflingar, að hafa ekki farið með í samningaviðræður með öðrum verkalýðsfélögum í haust og reyna að ná þar fram enn betri samningum. Því alltaf má gera betur. En staðan er núna þessi að Efling er í harðri kjarabaráttu og er aðdáunarvert að sjá hvað Efling, undir forystu Sólveigar Önnu, stendur föst á sínu með sínu fólki. Þótt deila megi um aðferðir. Það er dapurt að horfa upp á hve kjör félagsmann Eflingar eru slæm á meðan fyrirtækin í landinu skila ofur hagnaði. En ekki get ég tekið undir að það sé mikið dýrara að lifa á Reykjavíkursvæðinu en úti á landi. Á hinni svokallaðri landsbyggð eru ekki eins miklir möguleikar á lágu vöruverði, húshitunarkostnaður mun hærri og dýrt að þurfa að sækja flesta þjónustu í heilbrigðiskefinu á höfuðborgarsvæðið. Það er sótt að Eflingu víðar en af atvinnurekendum. Ríkissáttasemjari reyndi að troða upp á Eflingarfólk samningum sem forysta Eflingar hefur neitað að samþykkja. Með miðlunartillögu gegn vilja Eflingar og SA. Síðasta útspil SA er að setja á verkbann á Eflingarfólk. Þar er enn ein árásin á láglaunafólk, sem ég tel vera liður í því að fá ríkisstjórnina til að setja lög á þessa deilu. Ríkisstjórnin gerir ekkert til að bæta kjör hinna lægst launuðu. Það eina sem hún gerir er að kynda undir verðbólgubálinu með hækkunum sínum um áramótin. Verðbólgan kemur verst niður á þeim sem lökust hafa kjörin. Ríkisstjórnin á að stór lækka skatta á láglaunafólk og setja á leiguþak svo eitthvað sé nefnt. Ég styð heilshugar félagsmenn Eflingar fyrir bættum kjörum og megi þau ná sem hagstæðustu samningum verkafólki til heilla. Allt alvöru jafnaðarfólk hlýtur einnig að standa með Eflingu í sinni baráttu fyrir bættum kjörum þeirra og annarra láglaunahópa. Höfundur er formaður verkalýðsmálaráðs Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Fyrst þegar Sólveig Anna tók við sem formaður Eflingar gat ég ekki annað en dást að henni fyrir skelegga framkomu og baráttuvilja hennar fyrir betri kjörum félagsmanna Eflingar. Hvernig hún barðist fyrir starfsfólk á leikskólum og annara í sínu verkalýðsfélagi. Hvernig hún bauð viðsemjendum sínum birginn og náði fram góðum samningum. Nú standa yfir kjaradeilur Eflingar við Samtök atvinnulífsins. Efling boðar verkföll undir forystu Sólveigar Önnu. Það hefur verið hennar stíll að boða til verkfalla. Verkfallsrétturinn er dýrmætur og sterkt vopn. Honum á að beita ef allt þrýtur og þurfa þykir. Það þekki ég sem lögreglumaður. Ekki höfum við lögreglumenn verkfallsrétt, sem þýðir að við erum ávallt síðastir í röðinni þegar kemur að kjarasamningum opinberra starfsmanna. Það er ekki hægt annað en að dást að kraftinum í Eflingu. En svo má aftur á móti gagnrýna Sólveigu Önnu sem formann Eflingar, að hafa ekki farið með í samningaviðræður með öðrum verkalýðsfélögum í haust og reyna að ná þar fram enn betri samningum. Því alltaf má gera betur. En staðan er núna þessi að Efling er í harðri kjarabaráttu og er aðdáunarvert að sjá hvað Efling, undir forystu Sólveigar Önnu, stendur föst á sínu með sínu fólki. Þótt deila megi um aðferðir. Það er dapurt að horfa upp á hve kjör félagsmann Eflingar eru slæm á meðan fyrirtækin í landinu skila ofur hagnaði. En ekki get ég tekið undir að það sé mikið dýrara að lifa á Reykjavíkursvæðinu en úti á landi. Á hinni svokallaðri landsbyggð eru ekki eins miklir möguleikar á lágu vöruverði, húshitunarkostnaður mun hærri og dýrt að þurfa að sækja flesta þjónustu í heilbrigðiskefinu á höfuðborgarsvæðið. Það er sótt að Eflingu víðar en af atvinnurekendum. Ríkissáttasemjari reyndi að troða upp á Eflingarfólk samningum sem forysta Eflingar hefur neitað að samþykkja. Með miðlunartillögu gegn vilja Eflingar og SA. Síðasta útspil SA er að setja á verkbann á Eflingarfólk. Þar er enn ein árásin á láglaunafólk, sem ég tel vera liður í því að fá ríkisstjórnina til að setja lög á þessa deilu. Ríkisstjórnin gerir ekkert til að bæta kjör hinna lægst launuðu. Það eina sem hún gerir er að kynda undir verðbólgubálinu með hækkunum sínum um áramótin. Verðbólgan kemur verst niður á þeim sem lökust hafa kjörin. Ríkisstjórnin á að stór lækka skatta á láglaunafólk og setja á leiguþak svo eitthvað sé nefnt. Ég styð heilshugar félagsmenn Eflingar fyrir bættum kjörum og megi þau ná sem hagstæðustu samningum verkafólki til heilla. Allt alvöru jafnaðarfólk hlýtur einnig að standa með Eflingu í sinni baráttu fyrir bættum kjörum þeirra og annarra láglaunahópa. Höfundur er formaður verkalýðsmálaráðs Samfylkingarinnar.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun