Stórhættulegt og beinlínis ólöglegt Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 24. febrúar 2023 18:37 Þórður Guðjónsson er framkvæmdastjóri Skeljungs. Vísir/Vilhelm Þórður Guðjónsson framkvæmdastjóri Skeljungs segist hafa séð fleiri dæmi um að fólk dæli þúsundum lítra af eldsneyti á opna plasttanka. Hann biður fólk að hætta því hið snarasta enda athæfið bæði stórhættulegt og beinlínis ólöglegt. Myndband fór í dreifingu á samfélagsmiðlum í vikunni sem sýndi vörubílstjóra sem hafði dælt þúsundum lítra af eldsneyti á plasttanka. Myndbandinu hefur nú verið eytt en mbl.is greinir frá því að um hafi verið að ræða tólf þúsund lítra af eldsneyti, að andvirði tæpra fjögurra milljóna króna. Þórður segir málið ekki einsdæmi. „Við getum ekkert gert í þessu í raun og veru. Við erum ekki lögaðili í landinu. Í raun og veru er það eina sem við getum gert er að benda fólki á að þetta sé ólöglegt og biðja það að gera það ekki. Lögreglan er búin að sjá þessi vídeó eins og við og það er þá bara í þeirra höndum að bregðast við.“ Sex til átta þúsund lítrar á opnum palli Þórður segir að ólöglegt sé að keyra með meira en 900 lítra af eldsneyti, jafnvel minna, en það fari eftir tegundum eldsneytisins. Sé farið yfir hámarkið þurfi sérhæfðan búnað og tilskilin leyfi til flutningsins. Hann kveðst hafa fengið myndbönd send þar sem vörubílstjórar keyri jafnvel með sex til átta þúsund lítra af eldsneyti á opnum palli. „Þetta er svakalegt og það er greinilegt að fólk er ekki að átta sig á hættunni á því að flytja eldsneyti. Og er það miður.“ „Nóg af eldsneyti þarna úti“ Hann segir að takmörk séu fyrir fjárhæðunum sem hægt sé að setja á debet og kreditkort í sjálfsafgreiðslu. Menn geti hins vegar alveg straujað kortið aftur og aftur, standi vilji til. „Ég hvet fólk til þess að vera ekki að gera þetta; setja eldsneyti á einhver ílát og tanka og tól sem það er ekki vant að gera. Dísilolía er hættuleg, bensín er enn hættulegra þannig að ég biðla til fólks að vera ekki að gera þetta. Það er nóg af eldsneyti þarna úti, þetta er ekki þess virði,“ segir Þórður Guðjónsson framkvæmdastjóri Skeljungs. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Bensín og olía Tengdar fréttir „Þori ekki að ímynda mér hvernig ástandið verður eftir helgi” Bensínbirgðir tæmast hratt og forsvarsmenn helstu stöðva sjá fram á að birgðir af díselolíu verði senn á þrotum. Framkvæmdastjóri N1 segir að stöðvarnar munu loka hver á fætur annarri á næstu dögum og hefur áhyggjur af ástandinu sem kann að skapast eftir helgi. 23. febrúar 2023 23:01 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Sjá meira
Myndband fór í dreifingu á samfélagsmiðlum í vikunni sem sýndi vörubílstjóra sem hafði dælt þúsundum lítra af eldsneyti á plasttanka. Myndbandinu hefur nú verið eytt en mbl.is greinir frá því að um hafi verið að ræða tólf þúsund lítra af eldsneyti, að andvirði tæpra fjögurra milljóna króna. Þórður segir málið ekki einsdæmi. „Við getum ekkert gert í þessu í raun og veru. Við erum ekki lögaðili í landinu. Í raun og veru er það eina sem við getum gert er að benda fólki á að þetta sé ólöglegt og biðja það að gera það ekki. Lögreglan er búin að sjá þessi vídeó eins og við og það er þá bara í þeirra höndum að bregðast við.“ Sex til átta þúsund lítrar á opnum palli Þórður segir að ólöglegt sé að keyra með meira en 900 lítra af eldsneyti, jafnvel minna, en það fari eftir tegundum eldsneytisins. Sé farið yfir hámarkið þurfi sérhæfðan búnað og tilskilin leyfi til flutningsins. Hann kveðst hafa fengið myndbönd send þar sem vörubílstjórar keyri jafnvel með sex til átta þúsund lítra af eldsneyti á opnum palli. „Þetta er svakalegt og það er greinilegt að fólk er ekki að átta sig á hættunni á því að flytja eldsneyti. Og er það miður.“ „Nóg af eldsneyti þarna úti“ Hann segir að takmörk séu fyrir fjárhæðunum sem hægt sé að setja á debet og kreditkort í sjálfsafgreiðslu. Menn geti hins vegar alveg straujað kortið aftur og aftur, standi vilji til. „Ég hvet fólk til þess að vera ekki að gera þetta; setja eldsneyti á einhver ílát og tanka og tól sem það er ekki vant að gera. Dísilolía er hættuleg, bensín er enn hættulegra þannig að ég biðla til fólks að vera ekki að gera þetta. Það er nóg af eldsneyti þarna úti, þetta er ekki þess virði,“ segir Þórður Guðjónsson framkvæmdastjóri Skeljungs.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Bensín og olía Tengdar fréttir „Þori ekki að ímynda mér hvernig ástandið verður eftir helgi” Bensínbirgðir tæmast hratt og forsvarsmenn helstu stöðva sjá fram á að birgðir af díselolíu verði senn á þrotum. Framkvæmdastjóri N1 segir að stöðvarnar munu loka hver á fætur annarri á næstu dögum og hefur áhyggjur af ástandinu sem kann að skapast eftir helgi. 23. febrúar 2023 23:01 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Sjá meira
„Þori ekki að ímynda mér hvernig ástandið verður eftir helgi” Bensínbirgðir tæmast hratt og forsvarsmenn helstu stöðva sjá fram á að birgðir af díselolíu verði senn á þrotum. Framkvæmdastjóri N1 segir að stöðvarnar munu loka hver á fætur annarri á næstu dögum og hefur áhyggjur af ástandinu sem kann að skapast eftir helgi. 23. febrúar 2023 23:01