Þrír nýir veitingastaðir opna á Keflavíkurflugvelli Bjarki Sigurðsson skrifar 24. febrúar 2023 14:39 Boðið verður upp á pizzur og bakkelsi á Bakað. Þrír nýir veitingastaðir opna á Keflavíkurflugvelli á þessu ári. Barinn Loksins sem margir kannast við breytist yfir í Loksins Café & Bar. Staðirnir þrír eru Bakað, Loksins Café & Bar og Te og Kaffi. Á síðasta ári var tilkynnt að veitingastaðirnir Jómfrúin og Elda yrðu opnaðir á flugvellinum. Veitingastaðurinn Bakað mun bjóða upp á ferskt brauðmeti og pizzur. Ágúst Einþórsson, stofnandi staðarins BakaBaka, verður þar í fararbroddi. Loksins Bar verður að Loksins Café & Bar. Á nýjum Loksins verður vöruúrval breiðara en áður og verður staðurinn lokaðri sem tryggir betri hljóðvist. Gunnhildur Erla Vilbergsdóttir, deildarstjóri verslana og veitinga hjá Isavia, segir fyrirtækið vera með þessu að mæta mjög vel ólíkum þörfum farþega og gera Íslandi hátt undir höfði. „Það er mikið fagnaðarefni fyrir okkur að fá fremstu bakara landsins og sterku íslensku vörumerkin Te og Kaffi og Brikk inn á flugvöllinn í samstarfi við Lagardère sem eru miklir sérfræðingar í flóknum veitingarekstri á flugvöllum. Keflavíkurflugvöllur er í stöðugri þróun og um leið og farþegum fjölgar verða þarfirnar fjölbreyttari,“ er haft eftir Gunnhildi í tilkynningu. Með breytingunum er verið að koma til móts við fleiri viðskiptavini. „Við hlökkum mikið til að hefja störf í flugstöðinni. Við munum baka allt á staðnum og ætlum að bjóða upp á fjölbreyttan og ferskan mat á góðum tíma. Við verðum með geggjað kaffi og almenna gleði,“ er haft eftir Ágústi Einþórssyni, bakara hjá BakaBaka. Keflavíkurflugvöllur Suðurnesjabær Veitingastaðir Verslun Tengdar fréttir Joe & the Juice gefast upp á Leifsstöð Veitingastaðurinn Joe & The Juice hefur dregið sig út úr útboðsferli Isavia varðandi veitingasölu á Keflavíkurflugvelli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Joe & Juice. Fyrirtækið hefur verið með sölustaði á flugvellinum um árabil. 6. janúar 2023 11:03 Krafa um áfengi og tilbúna rétti hafi alltaf legið fyrir Mikla athygli vakti í dag þegar aðstandendur veitingastaðakeðjunnar Joe & The Juice tilkynntu að þeir hefðu dregið sig úr útboðsferli Isavia varðandi veitingasölu á Keflavíkurflugvelli vegna kröfu um áfengissölu og sölu tilbúinna rétta. Í tilkynningu frá Isavia segir að krafan hafi legið fyrir allt frá því að útboðsferlið hófst snemma á síðasta ári. 6. janúar 2023 18:28 Svona verður ný álma Keflavíkurflugvallar Ný álma á Keflavíkurflugvelli verður tekin í notkun í áföngum frá lokum næsta árs. Áætluð verklok eru árið 2024. Isavia spáir því að 2,2 milljónir ferðamanna komi til Íslands á næsta ári. 1. desember 2022 10:57 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Staðirnir þrír eru Bakað, Loksins Café & Bar og Te og Kaffi. Á síðasta ári var tilkynnt að veitingastaðirnir Jómfrúin og Elda yrðu opnaðir á flugvellinum. Veitingastaðurinn Bakað mun bjóða upp á ferskt brauðmeti og pizzur. Ágúst Einþórsson, stofnandi staðarins BakaBaka, verður þar í fararbroddi. Loksins Bar verður að Loksins Café & Bar. Á nýjum Loksins verður vöruúrval breiðara en áður og verður staðurinn lokaðri sem tryggir betri hljóðvist. Gunnhildur Erla Vilbergsdóttir, deildarstjóri verslana og veitinga hjá Isavia, segir fyrirtækið vera með þessu að mæta mjög vel ólíkum þörfum farþega og gera Íslandi hátt undir höfði. „Það er mikið fagnaðarefni fyrir okkur að fá fremstu bakara landsins og sterku íslensku vörumerkin Te og Kaffi og Brikk inn á flugvöllinn í samstarfi við Lagardère sem eru miklir sérfræðingar í flóknum veitingarekstri á flugvöllum. Keflavíkurflugvöllur er í stöðugri þróun og um leið og farþegum fjölgar verða þarfirnar fjölbreyttari,“ er haft eftir Gunnhildi í tilkynningu. Með breytingunum er verið að koma til móts við fleiri viðskiptavini. „Við hlökkum mikið til að hefja störf í flugstöðinni. Við munum baka allt á staðnum og ætlum að bjóða upp á fjölbreyttan og ferskan mat á góðum tíma. Við verðum með geggjað kaffi og almenna gleði,“ er haft eftir Ágústi Einþórssyni, bakara hjá BakaBaka.
Keflavíkurflugvöllur Suðurnesjabær Veitingastaðir Verslun Tengdar fréttir Joe & the Juice gefast upp á Leifsstöð Veitingastaðurinn Joe & The Juice hefur dregið sig út úr útboðsferli Isavia varðandi veitingasölu á Keflavíkurflugvelli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Joe & Juice. Fyrirtækið hefur verið með sölustaði á flugvellinum um árabil. 6. janúar 2023 11:03 Krafa um áfengi og tilbúna rétti hafi alltaf legið fyrir Mikla athygli vakti í dag þegar aðstandendur veitingastaðakeðjunnar Joe & The Juice tilkynntu að þeir hefðu dregið sig úr útboðsferli Isavia varðandi veitingasölu á Keflavíkurflugvelli vegna kröfu um áfengissölu og sölu tilbúinna rétta. Í tilkynningu frá Isavia segir að krafan hafi legið fyrir allt frá því að útboðsferlið hófst snemma á síðasta ári. 6. janúar 2023 18:28 Svona verður ný álma Keflavíkurflugvallar Ný álma á Keflavíkurflugvelli verður tekin í notkun í áföngum frá lokum næsta árs. Áætluð verklok eru árið 2024. Isavia spáir því að 2,2 milljónir ferðamanna komi til Íslands á næsta ári. 1. desember 2022 10:57 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Joe & the Juice gefast upp á Leifsstöð Veitingastaðurinn Joe & The Juice hefur dregið sig út úr útboðsferli Isavia varðandi veitingasölu á Keflavíkurflugvelli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Joe & Juice. Fyrirtækið hefur verið með sölustaði á flugvellinum um árabil. 6. janúar 2023 11:03
Krafa um áfengi og tilbúna rétti hafi alltaf legið fyrir Mikla athygli vakti í dag þegar aðstandendur veitingastaðakeðjunnar Joe & The Juice tilkynntu að þeir hefðu dregið sig úr útboðsferli Isavia varðandi veitingasölu á Keflavíkurflugvelli vegna kröfu um áfengissölu og sölu tilbúinna rétta. Í tilkynningu frá Isavia segir að krafan hafi legið fyrir allt frá því að útboðsferlið hófst snemma á síðasta ári. 6. janúar 2023 18:28
Svona verður ný álma Keflavíkurflugvallar Ný álma á Keflavíkurflugvelli verður tekin í notkun í áföngum frá lokum næsta árs. Áætluð verklok eru árið 2024. Isavia spáir því að 2,2 milljónir ferðamanna komi til Íslands á næsta ári. 1. desember 2022 10:57